Hanna Birna er orðin leiðtogi Sjálfstæðisflokksins þó Bjarni sé enn formaður að nafninu til

Engum blöðum er um það að fletta að Hanna Birna Kristjánsdóttir kom, sá og sigraði í þessu prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún er með glæstum sigri sínum þar með orðin leiðtogi Sjálfstæðismanna á landsvísu. Það hljóta allir að sjá og viðurkenna, samherjar jafnt sem andstæðingar.

imagesCAUH04KUEkkert (nema þá landsfundur Sjálfstæðisflokksins ef svo ótrúlega vildi til) getur komið í veg fyrir að Hanna Birna verði næsti formaður flokksins. Með þessum glæsta sigri er hún þegar komin með annan þjóhnappinn í formannsstólinn.

Héðan í frá og fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins verður Bjarni Benediktsson, pólitískt séð, vart annað en ígildi innihalds ótæmdrar sorptunnu, sem hefur ekki annað hlutverk en að bíða eftir öskubílnum á næsta losunardegi.


mbl.is Lokatölur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér og ef að sjálfstæðisflokkurinn vill virkilega ná sér á strik, þá á Bjarni Ben að víkja fyrir Hönnu Birnu og gefa þannig tóninn fyrir breyttum og betri tímum í þeim karlaflokki

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2012 kl. 12:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þarna er tækifærið Ásdís, nýti þeir það ekki, er þeim ekki viðbjargandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2012 kl. 13:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

segðu, alveg sammála.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2012 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband