Fastir liðir eins og venjulega.

Sama gamla sagan. Þegar starta þarf  stríði boða Ísraelar frekara landrán á landi Palestínu og stuðningskórinn syngur Hallelujah hósanna.

Nóg komið af slíku. Gott hjá Össuri!

  
mbl.is Össur fordæmir nýjar landtökubyggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gyðingahatari ..   ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 09:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hef ég ósvikið fengið að heyra DoctorE.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2012 kl. 09:44

3 identicon

Sammála Doktore, þessi skrif þín bera vott af gyðingahatri. Ísraelsmenn standa andspænis villumönnum sem ala börnin sín upp í hatri á gyðingum og öllum öðrum en múslimum. Það er með ólíkindum hvað vinstri-menn hallast að þessum öfgahópum, en kommúnisminn er jú öfgamennska. Líkur sækir líkan heim.

Ásgeir (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 11:26

4 identicon

Láttu ekki svona Ásgeir, Axel er ekki gyðingahatari, ég er ekki gyðingahatari, all flestir sem gagnrýna ísrael eru ekki gyðingahatarar.
Það er bara vani að spila út Helfararspilinu og kalla alla gyðingahatara þegar þeir eru gagnrýndir.

Eg hata faktískt ekkert, þannig lagað :)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 12:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki að gagnrýna Gyðinga Ásgeir, ég er að gagnrýna stefnu stjórnvalda í Ísrael. Það er fráleitt einhugur um þá stefnu í Ísrael. Eru þeir Ísraelar sem leggjast gegn þeirri stefnu þá líka Gyðingahatarar?

Það er svo merkilegt að fylgismenn stefnu Ísraelsstjórnar hamra iðulega á því að ekki megi setja samasemmerki á milli Ísrael og Gyðinga. En samt gera það fáir meira en þeir sjálfir - þegar það hentar.

Ef andstaða mín við stefnu stjórnvalda í Ísrael jafngildir Gyðingahatri þá hlýtur andstaða Íslenskra stuðningsmanna þeirrar stefnu við Palestínumenn að flokkast sem hatur á Palestínumönnum, annað væri rökvilla.

Erum við þá ekki einungis að deila um það hvort hatrið sé betra en hitt? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2012 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband