Dýr byssa

kids-shooting-gunÞeir ætla seint að læra, blessaðir Kanarnir, hve alvarleg og skaðsöm hún er,  þessi byssudýrkun þeirra.  

Vonandi lifir drengurinn þetta af.

 
mbl.is Skaut son sinn fyrir slysni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann lést. Það þarf að kenna þessum blaðamönnum að nota google
http://newsinfo.inquirer.net/321221/us-father-kills-young-son-in-accidental-shooting

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 10:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir ábendinguna Egill. Sorglegt. Það er virkilega ergilegt hve mörg börn verða árlega byssum að bráð inni á heimilum í Bandaríkjunum, byssum sem fólk keypti í þeirri trú að byssa á heimilinu yki öryggi fjölskyldunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 11:06

3 identicon

Ef fréttir berast af bílslysi, er þá viðkvæðið "þeir ætla seint að læra, hve alvarleg og skaðsöm hún er þessi bíladýrkun þeirra"?

Raunin er sú að rétturinn til að eiga og bera skotvopn er grundvallarforsenda annarra réttinda og frelsis einstaklingsins.

Raunin er sú að á meðan í kringum 30.000 manns láta lífið árlega í BNA vegna skotvopna (þar af megnið sjálfsmorð og árásarglæpir þar sem eitthvað annað hefði verið notað ef byssa hefði ekki verið tiltæk), en á móti er áætlað að árlega noti um og yfir 2 milljónir bandaríkjamanna skotvopn árlega til að réttilega verja eigið líf og limi gegn ólögmætri árás.

Raunin er sú að á þeim stöðum í BNA þar sem sett hafa verið ströng skotvopnalög (klárlegt stjórnarskrárbrot) hafa ofbeldisglæpir rokið upp, en þar sem skotvopnaeign er almenn rjúka ofbeldisglæpir niður.

Raunin er sú að BNA eru eitt fárra ríkja í heiminum þar sem íbúarnir hafa verið n.v. lausir við ofríki og ofbeldi af hálfu eigin yfirvalda. Bara á síðustu öld er áætlað að um og yfir 260 milljónir manna hafi verið beinlínis myrt af eigin stjórnvöldum, og var fyrst skrefið þá iðulega að tekinn var af fólki rétturinn til að eiga vopnin til að verja sig.

Þú þarft, Axel, að mennta þig ögn betur í þesum málaflokki og gleypa ekki sísvona við misvísandi frásögn fjölhyggju-statistanna sem alla jafna sitja við lyklaborðin hjá fjölmiðlum.

Gestur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 11:32

4 identicon

félagshyggja átti þetta að vera, ekki fjölhyggja.

Gestur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 11:37

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú sérð auðvitað ekki Gestur muninn á bílum og byssum. Munurinn á bílum og byssum er sá helstur að bílar eru ekki hannaðir og framleiddir í þeim tilgangi að drepa fólk. Byssur eru hinsvegar hannaðar og framleiddar í þeim eina tilgangi að drepa. Og bergðast ekki vonum í því efni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 11:48

6 identicon

..svo verðurðu að losa þig við þessa Guevara treyju.

Að þú skulir skreyta þig með ásjónu þessa raðmorðingja, klikkhauss, kúgara, kynþátta- og hommahatara sýnir að þú ert algjörlega "clueless" þegar kemur að sagnfræði og stjórnmálum.

Gestur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 11:50

7 identicon

"Byssur eru hinsvegar hannaðar og framleiddar í þeim eina tilgangi að drepa"

Byssan er tæki sem gerir einstaklingnum fært að verja eigið líf, limi og eigur gegn ólögmætri árás einstaklings eða einstaklinga.

Byssan er tæki sem gerir smábyggðri konu fært að stnda jafnfætis 150 kg nauðgra. Byssan er tæki sem gerir veikbyggða aldraðan mann jafnsterkan þremur fíhlraustum skúrkum sem brjótast inn á heimili hans.

Byssan er tæki sem leyfir einstaklingnum að tjá skoðanir sínar og iðka lífstíl sinn án þess að vera háður velvild stjornvalda og embættismanna um vernd. Byssan er vinur hommans, gyðingsins, svertingjans, innflytjandans og hugsjónamannsins.

Byssan er til þess gerð að verja það sem mestu máli skiptir í lífinu og sjálfsagðasti og þarfasti hlutur í heimi að fólk fái að eiga og bera skotvopn, rétt eins og folk fær að eiga fyrstuhjálparkassa og slökkvitæki þó ríkið haldi úti slökkviliði og spítölum.

En umfram allt er byssan besta tryggingin fyrir því að ríkið óttist fólkið, en ekki fólkið ríkið.

Eins hörmuleg og slysin og voðaskotin eru alltaf, þá er enn hörmulegra að horfa upp á þau lönd þar sem óvopnað fólk er fórnarlamb fanta, fauta og eigin stjórnvalda.

Þetta visu MLK, Gandhi og meira að segja Tenzin Gyatso. Þetta vissu stofnfeður Bandaríkjanna. Þetta veit fólk sem hefur fyrir því að kynna sér staðreyndirnar og horfir ekki á heiminn í gegnum rósrauð gleraugu.

Gestur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 11:59

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er greinilegt að þú klæðir þig með ákveðin boðskap í huga Gestur, ég geri það hinsvegar ekki. Þessi bolur sem fer svona í þig var keyptur á Kúbu og myndin tekin þar. Bolurinn hæfði stund og stað.

Ég sigli að minnsta kosti ekki undir fölsku flaggi, "Gestur". Það rímar illa að hafa pósthólf undir nafninu asgeir og heita svo Gestur.

Þú ert brjóstumkennanlegur kjáni Gestur, kjáni sem greinilega lætur pólitíska þröngsýni þína móta skoðanir þínar til manna og málefna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 12:28

9 identicon

"Þeir ætla seint að læra, blessaðir Kanarnir, hve alvarleg og skaðsöm hún er, þessi byssudýrkun þeirra."

Öllum ásökunum um að vera kjáni, brjóstumkennanlegur, og að láta pólitíska þröngsýni móta skoðanir visa ég til föðurhúsanna, með vöxtum og verðbætum.

Ef þú hefur svona gaman af að klæðast bolum sem hæfa stað og stund þá er um að gera að þú vippir þér, i tilefni af þessari bloggfærslu þinni, í bol með myndum af Hitler, Maó, Pol Pot, Stalín. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lagt á það mikla áherslu að hinn almenni borgari fengi ekki að eiga skotvopn. Meiri skaðræðistólin, þessar byssur...

Gestur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 12:45

10 identicon

"This year will go down in history. For the first time, a civilized nation has full gun registration. Our streets will be safer, our police more efficient, and the world will follow our lead into the future."

Hver skyldi hafa verið svona fyrirhyggjusamur? Ég hef leyft mér að snara þessu þannig:

"Þessa árs verður minnst í sögunni. Í fyrsta sinn hefur siðmenntuð þjóð alsherjar skotvopnaskrá. Göturnar okkar verða öruggari, lögreglan skilvirkari og mun heimurinn fylgja fordæmi okkar inn í framtíðina" (Adolf Hitler, 1935)

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 12:50

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þorsteinn, þetta innlegg gleður örugglega hann Gest hérna sem heitir ekki Gestur heldur Ásgeir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 12:53

12 identicon

Ekkert af þessu gleður mig og mig grunar að mér hafi ekki heldur tekist að gleðja Gestinn Ásgeir. Svona atvik eins og lýst er í fréttinni er sorglegt en að kenna byssunni um er ekki rétt þar sem greinilega er um ónóga þjálfun og ranga meðferð vopnsins að ræða. Hvort nýja vopnaeigandanum eða afgreiðslumanninum í byssubúðinni er um að kenna breytir engu um að atvikið er fyrst og fremst sorglegt slys. Annað slys er í uppsiglingu og það hér á Íslandi en innanríkisráðherra fyrir áeggjan ríkislögreglustjóra reyna að koma á nýjum lögum um skotvopn. hugmyndin er að nýju lögin muni hafa áhrif á vopnaburð glæpamanna en einungis löghlíðnir borgarar og skráðir byssueigendur munu fara eftir lögunum. Glæpahyskið mun fara sínu fram og eiga sínar óskráðu byssur áfram. Bretar og Ástralir hafa lært af biturri reynslu að bann við skammbyssum og innköllun þeirra tryggir einungis varnarlaus heimili og margfalda aukningu afbrota þar sem skotvopn koma við sögu - enda bæði lögregla og borgarar vopnlaus.

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 13:04

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er alveg sammála þér um glæpamennina og þeirra byssueign Þorsteinn. En það hefur hvergi tekist að fækka glæpum með því að fjölga byssum í umferð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 13:17

14 identicon

Við þurfum ekki að verða samamála um eitt eða neitt tölurnar tala sínu máli. Ég veit ekki til þess að slík tilraun hafi verið gerð að fjölga byssum til að lækka glæpatíðni. Hitt er víst að byssutengdir glæpir eru fátíðari þar sem byssueign er almenn en öfugt og má nefna Sviss sem dæmi um það. Eins fjölmarga staði í BNA þar sem kvatt er til byssueignar og jafnvel vopnaburðar. Það eru hinsvegar til rannsóknir sem sýna að glæpum fjölgar við fækkun skotvopna. Það er nefnilega þannig eins ótrúlegt og það hljómar að á meðan heiðalega löghlíðna fólkið skilar inn sínum vopnum eða skrásetur þau skv. lögum og reglum. Gera glæpamennirnir það ekki einhverra hluta vegna. Með þessu er ég ekki að kvetja til vopnaburðar síður en svo enda má segja að eins og reglugerðin segir til um geymslu á skotvopnum kæmu þau að litlum notum til að verja heimili nema glæpamennirnir hringdu með góðum fyrirvara á undan sér (sem er jú sjalfsögð lágmarks kurteisi). En öll okkar orðræða breytir ekki orðnum hlut hörmulegt slys fyrst og fremst vegna mistaka í meðhöndlun vopns. Svona slys gæti einungis orðið fari menn ekki eftir mjög einföldum öryggisreglum um meðhöndlun skotvopna sem eru eftirfarandi (þeim til fróðleiks sem etv. hafa aldrei séð þær reglur):

1. Meðhöndlið ávallt skotvopn eins og þau séu hlaðin!

2. Beinið skotvopni aldrei að neinu sem þið eruð ekki tilbúin að eyðileggja!

3. Beinið skotvopni einungis að skotmarki og þekkið hvað er fyrir aftan skotmarkið!

4. Setjið fingur ekki inn fyrir gikkbjörgina eða á gikk fyrr en skotmark er í sigti!

5. Leggið ekki frá ykkur hlaðið skotvopn! (Skotvopn með hlaðin skotgeymi telst hlaðið)

Efitt er að ímynda sér hvernig föðurnum líður núna en eitt er nokkuð víst hann kennir líklegast ekki vopninu um slysið!

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 14:05

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þorsteinn, þetta er bull hjá þér frá a til ö og þú veist það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 14:14

16 identicon

Svo mörg voru þau orð!

Takk fyrir málefnanlega umræðu!

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 14:16

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þúr telur sem sagt Þorsteinn að þrátt fyrir þessar reglur og leiðbeingar allar að umrædd byssa hefði ekki verið betur geymd í byssubúðinni eða hreinlega aldrei framleidd, sem og aðrar byssur í hliðstæðum atvikum?

Eða er barnið og öll hin börnin bara eðlilegur fórnarkostnaður í þínum augum fyrir heilaga dýrð byssunar?

Viltu sjá svona umhverfi hér? Vilt þú sjá barnið þitt eða barnabarn kistulagt fyrir einhver hálvitaleg byssuprinsip?

Hvort telur þú amerískt byssusamfélag eða það íslenska hollara og betra til úrvinnslu á glæpum samtímans?

Ekki svara mér með einhverjum kenningum og reglum byssuframleiðenda, sem þú veist að enginn, sem hefur byssu í hönd og telur hana leysa öll vandamál, fer eftir. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 16:11

18 identicon

Lífið er því miður ekki svona svart hvítt. Skotvopn eru hluti af umhverfi okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er okkar að tryggja öryggi þeirra sem þurfa eða vilja umgangast vopnin. Það hafa alltaf verið til vopn og munu alltaf verða til vopn hvað sem okkur finnst um það. Þetta tiltekna mál snýst um slys og má eflaust finna einhvern sökudólg til að axla ábyrgð. Líf barns getur aldrei í mínum huga orðið réttlætanlegur fórnarkostnaður vegna eins eða neins. Börn líkt og fullorðnir slasast og eru því miður fónalömb í stríðum. Þannig er það og hefur verið. Ef ég gæti breytt einhverju þar um myndi ég gera það.

Hvort ég vilji sjá þetta umhverfi hér? Nei. Við höfum ekki þessa byssumenningu. Auðvitað er ekkert athugavert við að eiga skotvopn til veiða, íþróttaiðkunnar eða dægrastyttingar. Allt á sinn stað og stund.

Til að skilja þetta sem ég kalla hér byssumenningu BNA manna þarf maður að þekkja sögu BNA. Hvernig til þeirra var stofnað. BNA fæddist í stríði gegn kúgurum sem var þess tíma yfirvald. Það útskýrir hvers vegna þeir hafa vopnaákvæðið innbyggt í stjórnarskránna sína. Vopn BNA manna (almennings) eru ekki eingöngu ætluð til veiða og afþreyingar heldur til varna.

Svo við höldum okkur við söguna smá stund þá væri Ísland ekki til sem sjálfstætt ríki nema vegna vopna þessara sömu þjóðar. En eins og þú þekkir eflaust jafn vel og ég þá voru það Bretar og BNA menn sem studdu okkur til sambandsslita við Dani og sjálfstæðis.

Ég get ekki metið það hvort Ísland eða BNA er líklegra til að sigra í baráttunni við glæpi. En það segir etv. sína sögu að í BNA eru ca. 800 af hverjum 100.000 íbúum í einhverskonar fangelsi á meðan þetta hlutfall var síðast þegar ég sá tölur um það 40 á hverja 100.000 íbúa á Íslanadi. Hvort þetta þýði að vægar er tekið á glæpum hér eða meira er um glæpi þar er ómögulegt að segja. Mitt mat er að við erum einfaldlega skrefi á eftir þegar kemur að t.d. skipulagðri glæpastarfsemi og viðbrögðum við þeim glæpum.

Það er etv holt að hafa í huga að hvort sem okkur líkar betur eða ver er lífstíll okkar og frelsi varið með vopnum og í 3000 ára sögu mannkyns hefur einungis ríkt friður í 300 ár. Lokatakmark hvers stríðs er friður. En til að verja friðinn þurfa menn að vígbúast. Því vopnlaus þjóð er upp á náð og miskun óvina sinna komin og Íslendingar líkt og BNA menn eiga nóg af óvinum. Við erum lánsöm á Íslandi við njótum friðar vegna einangrunar okkar og vináttu við sterkar þjóðir. Við njótum frelsis til athafna meðal annars að eiga og nota byssur. Förum skynssamlega með þetta frelsi og varlega með byssurnar okkar og okkur mun farnast vel.

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 16:51

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Byssur eru ekkert náttúrulögmál frekar en slys.

Þó slys séu hluti af lífinu hvarflar ekki að nokkrum manni að óskynsamlegt sé að reyna allt til að fækka þeim sem mest. Mér er fyrirmunað að skilja að annað gildi um byssur.

Byssa sem ekki er til staðar eða ekki til, drepur ekki. Er það rangt Þorsteinn eða segir tölfræði byssuframleiðenda þér eitthvað annað en heilbrigð skynsemi?

Svo eigum við að læra af fortíðinni ekki að halda mistökum hennar áfram hugsunarlaust.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 17:12

20 identicon

Byssa drepur ekki - það er sá er heldur á byssunni sem drepur.

Allt verður að vopni í höndum þess er vill valda skaða. Að draga skotvopn út og telja sjálfum sér eða öðrum trú um að það bæti heiminn að banna eða fjarlægja þau er í besta falli barnaskapur. En ég er auðvitað ekki óvilhallur þar sem áhugamál mín eru m.a. skotvopn, skotfimi og skotveiðar.

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 18:29

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég beið eftir þessu; "byssur drepa ekki" heldur .......

Útþynntasta klisjan frá upphafi.

Ég er ekki að amast við því þó menn eigi riffil eða haglabyssu til veiða og umgangist vopnin með fullri ábyrgð, heldur handvopnum, skambyssum svo ekki sé talað um þau vopnabúr sem víða má finna á Bandarískum heimilum, ætluðum til verja heimilið. Vopnum af öllum stærðum og gerðum. Á þessu tvennu er mikill munur.

Bara hugsunin á bak við "að verja þurfi heimilið" með vopnum er uppskrift að slysum, eins og þessi frétt sannar svo og margar fleiri.

Byssa til varnar heimilinu er eðli máls gagnslítil sé hún læst inni í skáp. Þess vegna er hún yfirleitt geymd þar sem hægt er að grípa til hennar í hasti. Sá staður er því vel aðgengilegur börnum. Svo ekki sé talað um þá áráttu þar vestra að börn eru varla farin að labba þegar búið er að kenna þeim að skjóta af byssu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 19:52

22 identicon

Þetta er okkur vissulega framandi og etv. illskiljanlegt enda önnur menning í kringum skotvopn hér heima og í BNA. Mörgum stendur sérstakur stuggur af skammbyssum. Er þessi ótti byggður á hugmyndum sem menn fá af því að horfa á spennumyndir. Sannleikurinn er sá að skaðlegasta og hættulegasta skotvopnið er haglabyssa. Þá eru rifflar mjög langdrægir og því ákaflega aflmiklir og hættulegir. Skammbyssur eru vandmeðfarnar og þarf töluverða leikni til að skjóta úr þeim og hitta í mark sem er einungis í örfárra metra fjarlægð. En vissulega eru skammbyssur hættulegar í höndum óvita rétt eins og eldur, hnífar og skæri svo ekki sé minnst á öll þau efni og rafknúnu heimilistæki sem allir hafa óheftan aðgang að á hverju heimili. Við sem berum ábyrgð á óvitum og öðrum sem ekki eiga að komast í hættulega hluti verðum að ganga þannig frá þessum hlutum að öruggt sé tryggt. Í mörgum ríkjum BNA þykir sjálfsagt að eiga skotvopn til að verja heimilið. Þar eru vegalengdir víða miklar og viðbragðstími lögreglu eða annarar hjálpar langur. Þar tíðkast þessi háttur. Við hér uppi á Íslandi búum við miklu betri þjónustu viðbragðsaðila og þekkjum þess utan ekki þennan þankagang að hafa byssu við hendina til varnar okkur og heimilinu. Sem betur fer erum við fjarri þeim stað í tima og rúmi að þurfa að íhuga þessa stöðu okkar sjálfra vegna. En ef BNA mönnum þykir þessi háttur sjálfsagður ætla ég ekki að kenna þeim betri sið. Ég ímynda mér að engin vígbúist að gamni sínu og er ég fegin því að þurfa ekki að taka þátt í slíku. Ég er ekki viss um að ég hefði svo mikla ánægju af "leikföngunum" mínum ef þau væri til sjálfsvarnar - þar er allt annar þankagangur að baki sem við sem þjóð höfum sem betur fer ekki þurft að tileinka okkur. Að kenna börnum snemma að meðhöndla skotvopn og gera þau óvirk og örugg er öryggismál og ágætis forvörn gegn fikti. Leyfa börnunum af finna og skynja eyðileggingarmáttinn hefur gríðarlegt fælingargildi og minkar líkur á slysum vegna eðlilegrar forvitni.

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 21:36

23 identicon

Þetta snýst ekki um dýrkun... þetta snýst um frelsi. Þetta snýst um að ríkið sé ekki með einokun á byssum. Margir líta svo á að ef ríkið nær að afvopna lýðinn þá sé auðveldara fyrir það að troða á réttindum þegna sinna. Þú munnt eflaust ekki skilja þetta (eflaust munnt þú setja þig á einhverskonar æðra plan), en svona er þetta.

Rúnar (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 22:40

24 Smámynd: Jens Guð

  Byssueign í Kanada,  Finnlandi og víðar er ekki minni en í USA.  Engu að síður eru fleiri skotnir til örkumlu og eða dauða í USA.  Það hafa verið skrifaðar ótal greinar í fagtímaritum um hvað veldur.  Niðurstaðan er oftast sú að eitthvað samhengi sé á milli byssudýrkunar í USA annars vegar og ekki byssydýrskunnar í öðrum löndum.  Hugsunarhátturinn að skjóta fyrst og spyrja svo standi Kananum nær.  Það kaldranalega við þetta er hvað hátt hlutfall drepinna Kana snýr að voðaskotum innan fjölskyldu. 

Jens Guð, 10.12.2012 kl. 01:23

25 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mér finnast þessir byssudýrkendur einkennilegt fólk. Mér þætti gaman að sjá þessar skýrslur og kannanir sem verið er að tala um hér fyrir ofan sem eiga að sýna fram á að meira sé um að fólk falli fyrir byssum þar sem ströng lög ríkja um byssueign. Ég held að hér sé verið að setja hlutina á hvolf.

Mér finnst þetta tal um að halgabyssur og rifflar séu hættulegri en skammbyssur líka fádæma heimskulegt. Vissulega eru þetta öflugri vopn, en þau eru ekki hönnuð til að bera innanklæða, og eru ekki sérstaklega hönnuð til a drepa með þeim fólk, eins og skammbyssur eru. Enginn kemst t.d. upp með að rölta niður laugaveginn með riffil, þar sem mörgum myndi standa ógn af því. Hins vegar gætu allir á laugaveginum auðveldlega verið með skammbyssur á sér án þess að nokkur yrði þess var, nema auðvitað þegar byssunum væri beitt, eins og óhjákvæmilegt væri samkvæmt lögmáli Murphy's, ýmist með vilja, eða af misgáningi.

Jens, ég held einmitt að það sé hárrétt sem þú ert að segja. Munurinn felst aðallega í því, að í Kanada t.d. á fólk ekki skammbyssur, heldur veiðivopn. Það er nefnilega verulegur munur á þessu tvennu. Fólk gengur ekki með haglabyssur og riffla á sér og er ekki með slíkt í bílunum sínum, nema þegar farið er til veiða. Það ríkja líka skýrar reglur um hvernig veiðivopn eru geymd, en skammbyssan er gjarnan geymd hlaðin í náttborðsskúffunni, eða í hanskahólfinu.

Theódór Gunnarsson, 10.12.2012 kl. 08:12

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

1999 dóu tæplega 29.000 manns í Bandaríkjunum af völdum skotvopna, 80 hvern dag að meðaltali!

Þetta samsvarar því að á Íslandi dæju 29 manns á hverju ári af völdum skotvopna! 

Í Bandaríkjunum eru 90 byssur á hverja 100 íbúa, í Kanada eru 30 byssur á hverja 100 íbúa.

 

 http://www.reuters.com/article/2007/08/28/us-world-firearms-idUSL2834893820070828

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.12.2012 kl. 08:59

27 identicon

Ég er ekki að skilja þessa byssudýrkun. Discovery var að sýna svona byssuþætti, þetta var alveg fáránlegt, fólki fékk hreinlega fullnægingu við það að sjá byssur, ungir krakkar uppljómaðir með byssur í öllum vösum Þeir nota þetta sem skartgripi og alles. Þetta var næstum eins og að horfa á klámmynd

DoctorE (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 09:36

28 identicon

Vandamál þeirra BNA manna eru innbyggð í stjórnarskrávarinn rétt þeirra til að eiga skotvopn. Víða er jafnvel bannað að halda nokkurskonar skrár yfir vopnin. Mönnum er gert að halda sína eigin skrá og seljendur þurfa jafnframt að halda skrá. Þessar skrár eru ekki opinberar miðlægar vopnaskrár líkt og er hér heima. Það hefur sitt lag á þessum málum. Sjálfur er ég nokkuð sáttur við fyrirlkomulag þessara mála hér á landi enda nokkuð í lagt og vel að verki staðið. Það á ekki að vera auðvelt að öðlast skotvopnaréttindi eða fá leyfi til að eiga og nota skotvopn. Það eru því miður fjölmargir sem ekki eiga að koma nálægt vopnum af neinni gerð (sama gildir um vélknúin ökutæki og svo margt fleira). En skotvopn og þeim tengdar athafnir eru áhugamál fjölmargra sem kunna með að fara þó vissulega sé misjafn sauður í mörgu fé. Þess vegna eru réttindin áunnin í þrepum og eftir áhugasviði og notkun. Á næstunni stendur til að þrengja þessi skilyrði enn frekar og gera mönnum ómögulegt að eignast ákveðna tegund vopna. Sumum þykir það etv. besta mál en aðrir eru ekki eins kátir með þá þróun. Sjálfum finnst mér þetta hafa verið í ágætis farvegi en auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum og etv. rétt að endurskoða reglulega en kalla hlutina þá sínum réttu nöfnum. Hert skotvopnalög munu ekki afvopna glæpagengin. Glæpamennirnir sækja ekki um skotvopnaleyfi hjá lögregluembættunum eins og löghlýðnir borgarar gera. Þrátt fyrir góðan vilja og regluverk munu slysin því miður gerast áfram og eina sem við getum gert er að halda vöku okkar og temja okkur góða og rétta umgengni um hættulega hluti og efni.

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 11:42

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stjórnarskrá Bandaríkjanna veitir mönnum líka frelsi til að vera fífl. Ég sé samt ekki ástæðu til þess að menn ættu að kappkosta að uppfylla þá heimild til hins ítrasta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.12.2012 kl. 11:58

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Öfgar geta auðvitað virkað í hina áttina eins og þú bendir á Þorsteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.12.2012 kl. 12:02

31 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er erfitt fyrir Skagstrndingin , sað skilja,þessar þjóðir sem hfaa her og voru með herkildu,er yfirleitt háð byssum!!!frá barnsaldri!!þeir hafa eflaust notað þær á Skagaströnd samt!!!! slys geta alltaf skeð!!!!

Haraldur Haraldsson, 10.12.2012 kl. 17:16

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru fleiri þjóðir en bandaríkjamenn sem hafa her Haraldur, án þess að þær stundi slíka byssudýrkun og Bandaríkjamenn og munar miklu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.12.2012 kl. 20:17

33 Smámynd: Jens Guð

  Ég geri engan ágreining um tölur yfir byssueign í Kanada og USA.  Ég var einhversstaðar með tölur yfir þetta sem náðu yfir byssur per heimili.  Kannski eiga Kanadabúar 1 byssu á heimili á meðan í BNA eiga allir heimilismenn byssu.  Ég þekki ekki til í Kanada en ég þekki vel til á mörgum bandarískum heimilum þar sem allir íbúar á heimili eiga byssu.  Það er reyndar dálítið spaugilegt að konan á heimilinu á netta bleika skammbyssu með skrauti,  unglingarnir eiga líka nettar byssur og fjölskyldufaðrinn á stóra og öfluga byssu. 

Jens Guð, 12.12.2012 kl. 01:27

34 identicon

Vá, thad má ekki minnast á byssueign án thess ad allt verdi vitlaust, meira ad segja á Íslandi. Rétt hjá Axel, thessi byssudýrkun Kananna er theim dýrkeypt, eins og sést glögglega í öllum thessum skotárásum á thessu ári og svo thessu. Byssueign er ekkert grín.

Atli (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.