Er forsetinn ekki "með fulle fem"?

Það er ljóst að Ísland verður ekki aðili að ESB nema þjóðin ákveði það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forseti Íslands segir hinsvegar að ekki verði af ESB aðild á hans vakt.

Er forsetinn að segja að hann muni fara  gegn vilja þjóðarinnar, með öðrum orðum fremja valdarán, komi til þess að þjóðin ákveði að ganga í ESB?

Er Ólafur ekki í lagi?


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Veruleikafirrtur og sjálfægur hrokagikkur.

Eittthvað það síðasta sem veljast ætti sem sameiningartákn.

hilmar jónsson, 23.1.2013 kl. 20:50

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ólafur endar sem skylmingaþræll í útlöndum.

Hér eru fáir til að skylmast við hann. Allir Möðruvellingar dauðir, sennilega.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.1.2013 kl. 21:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki ljóst að af inngöngu verður ekki á hans vakt hvað sem öðru líður? Nú er búið að setja þetta ótímabundið á ís. Ekki líklegt að nokkuð hendi í þeim málum þau næstu rúm þrjú á sem hann situr, ef hann situr þá svo lengi. Það er einnig ólíklegt miðað við andstöðuna hér að nokkur þori að gera inngöngunað kosningamáli. Þess vegna hefur þetta verið tekið af dagskrá.

Það eina sem forsetinn sagði er að hann myndi ekki veðja á inngöngu í sinni tíð og hann er fullkomlega réttlættur í því áliti sínu.

Heldur þú máske að þetta sé einhverjum vafa undirorpið? Lest þú út úr þessu að hann ætli sér að beita sínu valdi gegn þessu? Það er túlkunarleikfimi af biblískum stærðum.

Gremja ESB trúboðsins er orðin bráðfyndin satt að segja. Maður heyrir tannagnístrið langar leiðir.:D

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 22:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Steinar það hefur verið vitnað í orð forsetans á fleiri miðlum en í þessari frétt Mbl.

Hvernig veist þú að ESB aðild verði ekki til umræðu á vakt Ólafs, veist þú hvenær henni lýkur?

Ætlaði Ólafur ekki að hætta í fyrra? Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að hann verði í sínum hugarheimi eitthvað minna ómissandi að þremur árum liðnum en hann var í fyrra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2013 kl. 22:49

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta nýjasta með Ólaf verður að telja furðulegt.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2013 kl. 23:11

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þjóðhöfðingjar heimsins eru einungis mataðar strengjabrúður bankamafíunnar. Þóra blessunin var heppin að sleppa, því hún hefði hreinlega ekki komist heil frá slíkri mafíustjórnun.

Það fást því miður ennþá einhverjir í svona hugsjónalaus þjóðhöfðingja-heimsmafíu-strengjabrúðu-hlutverk.

Það hefur verið að stórum hluta til uppistaðan í menntakerfi vestræna heimsins í marga áratugi, að það eina sem geti gert mannskepnuna hamingjusama séu illa fengnir peningar frá okur-glæpaklíkum. Og vitleysan heldur áfram, þótt allur heimurinn viti að einungis séu til gúmmítékkar í veröldinni núna árið 2013!

Eitt hjól undir bílnum, en áfram skröltir hann þó!

Fólk trúir raunverulega að hægt sé að keyra bifreið á einu hjóli, eða jafnvel engu hjóli!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.1.2013 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband