Hættum þessum falska mannúðarleikaraskap

Þar fáum við það beint í andlitið hverjar afleiðingarnar geta orðið fyrir Eimskip, af þeim leikara- og gunguskap sem stundaður hefur verið varðandi meinta hælisleitendur hér á landi.

Það blasir við öllum sem það vilja sjá að „hælisleitendur“, sem reyna að strjúka ólöglega úr landi og það ítrekað, hafa nákvæmlega engan áhuga á langframa landvist á Íslandi . Það er því hrein heimska að rúlla „hælisumsókn“ þeirra áfram í ofhlöðnu kerfinu eins og ekkert hafi í skorist.

Það gengur ekki, hvort heldur er út frá mistúlkuðum mannúðarsjónarmiðum eða öðrum viðmiðum, að þessir „hælisleitendur“ fái að spila frítt spil hér á landi, utan laga og reglna og þeim sé í ofanílag greitt kaup fyrir það.

Það gengur ekki að þeim sé frjálst að fremja afbrot, hundsa lög og reglur landsins og það ítrekað, án þess að það hafi hinar minnstu afleiðingar eða áhrif á „hælisumsókn“ þeirra, nema þá til þess að lengja í því óskiljanlega ferli sem þessi mál virðast lenda í.

Þeim rumpulýð sem staðfestir falska hælisumsókn með tilraunum að laumast ólöglega úr landi eða með öðrum afbrotum eða ljúga hreinlega til um nafn og uppruna, framvísa fölskum pappírum við komuna til landsins á auðvitað að vísa úr landi með það sama.

Það myndi létta gríðarlega á úrvinnslu umsókna heiðarlegra hælisleitenda sem hingað koma, eru þeir sem segjast vera og hafa fulla meiningu að baki sinni hælisumleitan.

Bjóðum það fólk velkomið en losum okkur við rumpulýðinn.


mbl.is Hóta að loka höfnum fyrir skipum Eimskips
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel maelt Axel. En vertu viss, thu munt fa einhver komment ad thu sert rasisti og skiljir ekkert bara vegna thess ad thu talar hreint ut um thessa hluti eins og their eru i raun. Thetta er eitt stort leikrit fyrir orfaa einstaklinga i kerfinu til thess eins ad na ser i pening og ekkert annad. Eins og thu segir svo rettilega, mannudarleikaraskap.

M.b.kv. fra Frakklandi

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 11:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir undirtektirnar Sigurður Kristján.

Það er alveg viðbúið að ég verði kallaður rasisti. Ef það er rasismi að villja standa á bremsunum að við tökum óheft við og höldum uppi fólki sem kemur til landsins undir fölsku yfirskini, á fölsuðum vegabréfum, með lognar harmsögur af sér og sínum þá get ég vel við það unað að vera kallaður rasisti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 11:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður stend með þér þetta er líka mín skoðun

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2013 kl. 11:57

4 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

  Vel mælt,hjartanlega sammála.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 25.1.2013 kl. 12:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki hægt að draga það öllu lengur Ásdís að ögn af skynsemi verði sett í þennan málaflokk. En ef marka má síðustu hræringar virðist lítil von til þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 12:43

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Marteinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 12:43

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins tók einhver af skarið og sagði hlutina alveg umbúðalaust.  Ég er algjörlega sammála þér þarna Axel og ég er viss um að það eru margir sem hafa hreinlega ekki lagt í að segja það sem segja þarf um þessi mál því sýndarmennskan í þessu er alveg fyrir neðan allar hellur..............

Jóhann Elíasson, 25.1.2013 kl. 12:50

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Nei, sko núna tekur Ömmi þig á teppið...

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.1.2013 kl. 13:14

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Vel mælt.

hilmar jónsson, 25.1.2013 kl. 13:20

10 identicon

Einfaldlega sannleikurinn í málinu.

Kristján (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 13:44

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður örugglega ekkert grín að lenda í klónum á ÖMSÍ,  nýstofnaðri leyniþjónustu innanríkisráðherrans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 14:31

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Axel, hvernig ætlar þú að skaffa öllu háskólafólki vinnu hjá stjórnsýslunni ef ekki má búa til ónauðsynleg störf?

Sigurður Þórðarson, 25.1.2013 kl. 14:32

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er nú þannig Sigurður að ónauðsynleg störf eru mismunandi mikið til óþurftar og missýnileg. Því væri hægt að grípa til gamalkunnugs íslensks efnahagsráðs og fara svokallaða millifærsluleið, þ.e.a.s. flytja vandann til svo minna beri á honum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 15:01

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Millifærsluleið getur verið varasöm!

Ég er þakklátur fyrir blessuð sendiráðin, því annars mætti búast við að úreltum stjórnmálamönnum yrði sköffuð vinna á spítölum.

Sigurður Þórðarson, 25.1.2013 kl. 15:10

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, það væri kjörið fyrir afskrifaðra pólitíkusa að fá vinnu á sjúkrahúsunum. Þar gætu þeir haldið áfram sinni uppáhaldsiðju, að reyna að kvelja og murka lífið úr samlöndum sínum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 16:20

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...fyrir afskrifaða pólitíkusa...

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 16:21

17 identicon

Rugl er þetta. Sýnum þessu fólki fullan skilning sem er að leita betri lífskjara sem er mjög eðlilegt. Mynduð þið ekki gera slíkt hið sama? Þetta vandamál á eftir að margfaldast á næstu árum vegna aumingjaskapar og mannvonsku hinna ríkari þjóða sem vilja ekki aðstoða þetta fólk heimafyrir.  Hroki og fyrirlitning U.S.A á öðrum þjóðum er með ólíkindum. Við erum lítið skárri. Bara laun 100 ríkustu jarðarbúa í dag myndu nægja til að uppræta hungur í heiminum sem dæmi. Farið að hugsa á vitrænan hátt og kynnið ykkur málin velmegunarsjúklingar !

Danni (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 19:17

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er meiri steypan hjá þér Danni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.1.2013 kl. 21:03

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Þarna bendir þú svo sannarlega á staðreyndir.

Það eru stjórnvöld/embættisklíkan sem sér sér hag í að snúa öllu réttlæti á hvolf í þessum málum. Ekki er ólíklegt að þetta saklausa fólk sé notað sem burðardýr eiturlyfja fyrir embættis-elítuna.

Annarlegar og óheiðarlegar hvatir embættismanna, bitna á saklausu flóttafólki. Það er skömm að því hvernig saklaust fólk með gríðarlega erfiða lífsreynslu er misnotað af kerfinu. Heimskerfinu "siðmenntaða", sem skapaði flóttafólki þessa hörmungar-lífsreynslu.

Heimsmafían/embættisklíkan ver sig og bendir á raunverulega flóttafólkið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2013 kl. 23:06

20 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Danni, það er hvorki rugl eða mannvonska að neita að borga undir fólk sem kærir sig ekkert um að vera hérna.

Ég held að það mótmæli því enginn heilvita maður að einstaklingar sem koma hingað í leit að hæli, eru ekki að villa á sér heimildir og sýna í verki einlægan vilja til þess að setjast hér að; skuli eiga rétt á mannsæmandi meðferð við umsókn sinni.

Hinsvegar er það rugl og mannvonska að þessir sömu einstaklingar fái ekki mannsæmandi meðferð á meðan að aðrir komi hingað á fölskum forsendum, til þess að lifa hér frítt á meðan þeir reyna að smygla sér til annarra landa.

Þetta innlegg þitt er eiginlega bara hálfgerð steypa.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.1.2013 kl. 02:49

21 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Senda allt þetta fólk á það hæli sem það er að leita eftir. Án gríns, þá er nóg að skylda þetta lið til þess að horfa á undankeppni hins íslenska Eurovision og þá er það tilbúið til þess að hverfa af landi brott við fyrsta mögulega tækifæri.

Guðmundur Pétursson, 26.1.2013 kl. 10:48

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna, ekki vill ég taka svo djúpt í árina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2013 kl. 11:06

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga, takk fyrir að orða meiningu mína svo hagalega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2013 kl. 11:07

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður spennandi að sjá Guðmundur hvort ekki verði aukning í "flóttatilraunum" hælisleitenda meðan á íslensku Euroision keppninni stendur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2013 kl. 11:10

25 identicon

Þegar einstaklingar koma hingað og setja sig undir okkar lög og vernd eiga að mínu mati rétt á réttlátri meðferð.

En þegar þessir sömu einstaklingar reyna á sama tíma að smygla sér frá landinu eftir bestu getu, verknaður sem felur í sér að samskipti okkar viðskiptalega við önnur lönd er í töluverðri hættu kallar á hörð viðbrögð af okkar hálfu !

Kannski að ögmundur ætti að kalla sjálfan sig á teppið sem og "sakleysingjana og mannvinina" sem fylgja sömu hugmyndafræði og hann þykist standa fyrir.

Ef ég réði þá yrði þessu falska innflytjendahyski hent beint í sjóinn ef þeir finnast á sjóleiðinni milli íslands og usa.

Kannski að það mundi hindra þá í að valda þjóð okkar vandræðum meðan við tæklum þeirra mál.

Laun heimsins eru vanþakklæti og hvergi sést það betur en í verkum þessa hyskis..fullorðnir menn sem þykjast vera börn..þeim er ekkert heilagt og samúð mín með "flóttamönnum" er að nálgast frostmark !

runar (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 15:08

26 Smámynd: Jón Sveinsson

Flóttamenn sem koma hér ega að fá skjót og örugga meðferð í kerfinu en þeir sem biðja um hæli og reina að flyja af landi brott verði teknir og sendir til síns heima með næstu vél þeir eiðileggj fyrir því sóma fólki sem bíður eftir lausn sinna mála sem gengur of hægt vegna stjórnleisis af hálfu RÍKISSTJÓRNARINNAR OG ÞAÐ ER SANNLEIKUR.....

Jón Sveinsson, 26.1.2013 kl. 20:07

27 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Að lesa þennan pistil minnir mig á lönd sem fólk týndi lífinu til að reina að komast frá. Lönd eins og Austur-Þýskaland, Sovét Union, Búlagaría, Norður Kórea etc. etc.

Hvernig í ósköpunum leifir Önni ekki þessu fólki að fara. Af hverju er Ísland að hneppa þetta fólk í átthagafjötra?

Vilja landsmenn ekki að þeir séu frjálsir ferða sinna og afkverju ekki að leifa þessu lyga og falsara pakki að fara frá landinu?

Eða vilja íslendigar að Ísland verði á lista fyrr upptaldra landa?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.1.2013 kl. 04:37

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eina sem við getum gert er að vísa þessu liði aftur til þess lands sem það kom frá. Viljann til þeirrar ákvörðunar vantar, annað ekki.

Ef þeir hinsvegar strjúka héðan, þá verður Ísland landið sem þeir komu frá og þeim vísað hingað aftur, náist þeir eða þeim synjað um landvistarleyfi í "nýja landinu". Þá kynnum við að sitja uppi með þá.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.1.2013 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.