Eiga konur að vera jafnari en karlar?

Ég átta mig ekki alveg á þessu innleggi Birgittu í jafnréttisumræðuna og hvort þessar hugrenningar geti talist yfir höfuð vera á einhverju jafnréttisplani.

Hvað meinar hún með því að það sé afturför í jafnréttismálum að karl tók við formannsembættinu í Samfylkingunni af konu? Telur hún að gegni kona einhverju embætti, sé það embætti framvegis eign kvenna? Er jafnréttið bara kvenna?

revolutionary_womenHvað koma þessi formanns- skipti í Samfylkingunni því við hverjir eru formenn hinna flokkana? Er hún að meina að karl geti ekki verið formaður Samfylkingarinnar af því for- menn hinna flokkana eru karlar?

Hún segist ekki vera að kalla eftir kynjakvóta, en ef hún er ekki að því hvað er hún þá að fara?

Hefði hún séð ástæðu til svona jafnréttisskrifa um meintan kynjahalla væru formenn allra flokkana konur? Það efa ég, það er fullmikil kvennalykt af þessum skrifum Birgittu til að ræsa minn skilning.


mbl.is „Sorgleg afturför í jafnrétti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við hjónin vorum einmitt að ræða þetta í morgun, skiljum bara ekki svona bull, ég er undrandi að heyra þetta frá Birgittu, því miður vilja konur oft forréttindi ekki jafnréttindi.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2013 kl. 13:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

það bauð engin kona sig fram svo það var ekki hægt að kjósa konu. Átti þá að skikka einhverja í starfið til að þóknast feministum???

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2013 kl. 14:00

3 identicon

Ef kosningar snúast bara um það að kjósa karl eða konu þá geta þeir sem vilja konu kosið Birgittu. Og allir taka gleði sína á ný.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 14:32

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Erum við þá hætt að vilja taka upp einstaklingsframboð, og viljum kynjaframboð?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.2.2013 kl. 14:33

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ja maður spyr sig

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2013 kl. 15:10

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Birgitta hefur verið að sýna það allt þetta kjörtímabil hversu öfgafull hún er á öllum sviðum og búin að gera sig ÓMARKTÆKA MEÐ ÖLLU..............

Jóhann Elíasson, 3.2.2013 kl. 15:42

7 identicon

Fáum tvíkynja manneskju í öll helstu embætti

DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 16:15

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vala Grand for president!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.2.2013 kl. 16:43

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei heyrðu nú telpa, nú kalla ég á vælubílinn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.2.2013 kl. 19:04

10 identicon

Auðvgitð vilja allir eða amk langflestr jafnrétti! Enn er e h jafnrétti fólkið í því að leggja td niður lýðræði til að koma sem flestum kvk og þá óháð getu og kunnátu í embætti?? Ég bara næ þessari umræðu ekki alveg..

ólafur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 21:21

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Æi Birgitta greyið er að reyna syngja sinn kveðju söng. Hún hlýtur að hafa dottið á höfuðið og gleymt að fela hina réttu Birgittu the femanazi. Birgitta hefur aldrei verið fyrir jafnréttindi kynjana, heldur sérréttindi kvenna.

Svo las ég að hún ættlar að heimsækja land Satans BNA, þetta hlýtur að hafa verið hátt fall á höfuðið hjá henni blessaðri.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband