Þá er það ljóst....

....að mínu atkvæði verður ekki sóað á stjórnarflokkana í vor.

 


mbl.is Ekki ný stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að gefa í skyn að ef stjórnarskrárfrumvarpið hefði verið afgreitt, þá myndirðu kjósa Samfylkinguna eða VG?

Pétur (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 20:47

2 identicon

Ný stjórnarskrá hefði bara bundið okkur fastar í kreppu. Þar var ákvæði um að leyfa skyldi frjálsa veiði um alla laxastofna landsins. Það hefði átt með eignaupptökum að hrifsa laxveiðiár úr höndum eigenda þeirra og leyfa frjálsa veiði. Einnig voru vankantar á ákvæði um forseta.

Kjartan (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 20:57

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég bauð mig fram til stjórnarskrárþings ásamt 524 manneskjum og við höfum gerð að fíflum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.2.2013 kl. 21:01

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta var löngu ljós niðurstaða Axel. Samfylkingin hafði bara áhuga á að bæta inn ákvæði um að heimila fullveldisafsal í þágu aðlögunarferlisins. Svo þegar stjórnlagaráð skilaði af sér þessu fullbúna frumvarpi þá komu vöflur á stjórnarflokkana. Það síðasta sem þeir vilja eru aukin völd almennings í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur og þeir vilja minnka völd forsetans en ekki auka þau eins og nýja stjórnarskráin kveður á um.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2013 kl. 21:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú verður að draga þínar eigin ályktanir um það Pétur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2013 kl. 21:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla ekki að spilla gleði þinni Kjartan yfir þessum hugljóma þínum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2013 kl. 21:13

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki fjarri lagi Anna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2013 kl. 21:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við verðum þá að treysta á Sjálfstæðisflokkinn að koma þessu fram Jóhannes!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.2.2013 kl. 21:15

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við verðum að hafna fjórflokknum. það er eina vonin til þess að hér verði lífvænlegt í landinu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2013 kl. 21:27

10 identicon

Bleikur fíll í fyrsta sæti er greinilega álitlegur kostur fyrir suma.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 21:35

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Axel, eg vil vinna undir þínum reglum!

Hvernig eru þær?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.2.2013 kl. 21:55

12 identicon

Ef þessi frétt er rétt, þá fá þessir flokkar ekki mörg atkvæði !

Þetta var það eina sem eftir var af loforðalistanum !

JR (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 22:23

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það vekur óneitanlega ákveðnar grumsemdir þegar fólk sér bleika fíla á föstudagskvöldum Elín.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2013 kl. 11:00

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara Anna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2013 kl. 11:00

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég velti því fyrir mér JR, hvort þetta sé sleipiefni Árna Páls til að gera Samfylkinguna "rennilegri" fyrir íhaldið eftir kosningar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2013 kl. 11:04

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heiðarleikinn og það að standa við gefin loforð er ekki eitthvað sem ríður húsum á Alþingi og er þá sama hvar í flokki menn standa.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2013 kl. 11:59

17 identicon

Þessir vesalingar eru búnir að eyða dýrmætum tíma í vitleysu,það er nægur tími til þess að útbúa og bæta stjórnarskrána,þau hafa falið sig á bakvið gæluverkefni til þess að þurfa ekki að taka á lífsnauðsynlegum málum svo sem umsátrinu um heimilin og fyrirtækin í landinu,sennilega klúðra þau svo líka fiskveiðifrumvarpinu og vinnunni við það,ég er búinn að ákveða að sóa ekki atkvæði mínu í fjórflokkana í komandi þingkosningum,mér líður sjálfum betur með það...er búinn að missa alla trú á stjórnmálastéttinni á Djöflaeyjunni...!

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 14:54

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristján þjóðin, þessi þjóð, sem við báðir tilheyrum, kallaði eftir nýrri stjórnarskrá strax eftir hrunið!!

Svo virðist en öllum sé gleymt hvaða breytingar þjóðin vildi og kallaði eftir. Öllum var þá ljóst þá að breytingar tækju tíma.

Nú virðist sem enginn hafi ekki ætlað breytingunum og öðrum lagfæringum meira en korter - hálftíma hið mesta af þeirri græðgishugsun að geta aftur byrjað dansinn kringum gullkálfinn, strax í gær.

Þeir hinir sömu fá sínar væntingar vafalaust að fullu uppfylltar korteri eða hálftíma eftir næstu kosningar.  Hvað heldur þú, Kristján?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2013 kl. 18:54

19 identicon

Mér finnst að það þurfi að vanda til verksins,ekkert ósvipað og þegar við erum að byggja flott hús Axel og þá þarf að gefa því góðan tíma,hinsvegar er vinstri stjórnin hrædd um að ferlið verði lagt niður með komu nýrrar hægri stjórnar,þarna eru nú sem oftar,hagsmunaöflin í landinu að berjast og það bitnar líka nú sem oftar á þegnunum.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 20:09

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ekki vandað til verksins Kristján? Er þessi hópur fólks sem vann verkið einhverjir ómerkingar og var ekki nægum tíma veitt til verksins?

Hefði fengist "traustverðugra" og hæfara fólk ef það hefði verið handvalið af stjórnmálaflokkunum en ekki þjóðinni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 14:34

21 identicon

Æi,Axel,nú ertu kominn í einhvern ham sem ég nenni ekki að díla við,ég hef aldrei gefið neitt í skyn um að ég efist um fólkið,en svona er þetta...að mínu mati.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband