Hirðfífl Hæstaréttar

Það er gleðilegt að loksins skuli rofa til í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, mestu réttarfarsmartröð Íslandssögunnar, málum sem hvílt hafa eins og mara á þjóðinni áratugum saman.

Það þarf að snúa við hverjum steini í þessum málum, fyrr finnur þjóðin ekki frið í sínum beinum. Það þarf ekki hvað síst að rannsaka þátt Ragnars H. Hall í þessu skaðræðismáli. Ragnar var skipaður sérstakur saksóknari á tíunda áratug síðustu aldar til að fara yfir Guðmundar og Geirfinnsmálin vegna beiðni Sævars Ciesielski um endurupptöku þeirra.

bildeCAEMB9NJEftir að hafa „unnið að“ rannsókninni í heilt ár sendir Ragnar loks til Hæstaréttar stutta „greinargerð“ þar sem hann „rökstuddi“ með rangfærslum og ósannindum þá niðurstöðu rannsóknar sinnar að hafna beri endurupptöku beiðninni.

Innihald þessa örskýrslu Ragnars þótti með eindæmum svo hroðvirknislega unnið og illa rökstutt að höfundurinn fékk í sinni stétt viðurnefnið -hirðfífl Hæstaréttar.

Hæstiréttur beit svo höfuðið af skömminni með því að fara að ráðum Ragnars og hafna beiðni Sævars  um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.

Glæpamennirnir í dómskerfinu og löggæslunni önduðu eðlilega léttar.

Gaman væri að vita hver þóknun Ragnars var fyrir þessa þjónustu hans við réttlætið. Eins þarf að kanna hvort hirðfífl Hæstaréttar hafi, eftir þetta innlegg sitt í helsta réttarfarsmorð Íslandssögunnar, notið sérstaks „velvilja“ Hæstaréttar í þeim málum sem hann flutti fyrir réttinum.

 


mbl.is Fordæmalaus einangrun sakborninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ögmundur fær plús í kladdann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2013 kl. 20:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki veitir Ögmundi af, blessuðum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2013 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.