Strikið dregið fast upp við eigið rassgat

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla harðlega áformum Vegagerðarinnar og bæjaryfirvalda í Garðabæ við gerð nýs Álftanesvegar. 

Náttúruvernd er vitaskuld af hinu góða, en það er hæglega hægt að ganga of langt í því eins og öðru.

Ættu ekki þeir ofurnáttúruverndarsinnar, sem vilja undantekningalaust vernda allar ósnertar þúfur og hraunnibba landsins, að vera sjálfum sér samkvæmir, ganga á undan með góðu fordæmi og rífa húsin sín og skila lóðunum ásamt vegakerfi og öllu öðru sem þeim tengist aftur til náttúrunnar?

Væri það ekki góð byrjun eða er það til of mikils ætlast? Eða draga náttúruverndarsinnar línuna einungis fast upp við eigið rassgat?


mbl.is Framkvæmdum í Gálgahrauni harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Fynnst þér það óviðeigandi að einhver mótmæli náttúruspjöllum sem unnin eru innan höfuðborgarsvæðisins Axel?

Manni blöskrar alveg hvernig er búið að fara með með hraunin þarna á meðan umhverfissamtök (öfga) hreifa hvorki legg né lið, en berjast svo á móti flestum framkvæmdum úti á landi..

Hvar er Landvernd núna og er þeim alveg sama um þessa framkvæmd.... eða Ómar Ragnarsson og Vinstri Grænir ofl.?

Stefán Stefánsson, 21.4.2013 kl. 16:39

2 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég las færsluna þína ekki alveg nógu vel Axel... er samála þér.

Stefán Stefánsson, 21.4.2013 kl. 16:41

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég las færsluna þína ekki alveg nógu vel áður en ég skrifaði mína, en ég er alveg sammála þér.

Stefán Stefánsson, 21.4.2013 kl. 16:45

4 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband