Ţjóđin á ţetta svo skiliđ

Ţađ er engum blöđum um ţađ ađ fletta ađ  ţrír flokkar eru fyrst og fremst sigurvegar kosninganna, Framsókn, Píratar og Björt framtíđ. Allir ađrir tapa á einn eđa annan hátt. Ólafur Ragnar ţarf ţví ekki ađ velta hlutunum lengi fyrir sér, hann á ađeins einn kost. Hann hlýtur ađ kalla Sigmund Davíđ á sinn fund og fela honum umbođiđ til stjórnarmyndundar.

Ţó Sjálfstćđisflokkurinn hafi fengiđ ađeins meira fylgi en Framsókn á landsvísu í prósentum taliđ, ţá er fráleitt ađ kalla uppskeru flokksins einhvern sigur. Ríkisstjórnin tapađi samtals 18 ţingmönnum en Sjálfstćđisflokknum tekst ađeins ađ bćta viđ sig 3 ţingsćtum.

Viđ ţćr kjörađstćđur sem Sjálfstćđisflokkurinn hafđi til fylgisaukningar, getur uppskeran ekki talist annađ en hrein niđurlćging og útkoma flokksins núna jafnvel enn meiri sneypa en úrslitin 2009.

Í ljósi kosningaúrslitanna, útkomu nýrra frambođa, ţá er deginum ljósara ađ lćkka ţarf 5% fylgisţröskuldinn verulega, niđur í 1,5 til 2%. En ég sé ţađ samt ekki gerast í ţeirri helmingaskiptapólitík sem upp er runnin, ţessi hindrun nýrra frambođa var sett af fjórflokknum, ţeim sjálfum til varnar.

Fátt bendir til annars en stórslysastjórn Framsóknar og Sjálfstćđisflokks sé ţađ sem koma skal. Lítil ástćđa er til fagnađarláta eđa hamingjuóska af ţví tilefni. Hćtt er viđ ađ mörgum muni ţykja ţröngt fyrir sínum dyrum ţegar sú stjórn tekur ađ útdeila sínu réttlćti.

Ţjóđin átti völina - nú á hún kvölina. Hún á ţessa stjórn fyllilega skiliđ.

Verđi okkur ađ góđu!

  


mbl.is Geta myndađ stjórn međ 51% fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta var auđvitađ mikill varnarsigur fyrir okkar fólk í samfylkingunni.  Viđ hefđum getađ ţurrkast algjörlega út, en viđ gerđum ţađ ekki.  Ţađ er sigur í sjálfu sér.  Ef viđ bara hefđum nú fengiđ tćkifćri til ađ lćkka ţá skatta sem viđ hćkkuđum, semja friđ viđ atvinnulífiđ sem viđ vorum kannski komin í fullmikiđ stríđ viđ og ef viđ hefđum nú kannski ekki alveg reynt ađ trođa nýrri stjórnarskrá og ađild ađ ESB ţversum ofaní kokiđ á ţjóđinni.. međan viđ skárum niđur í heilbrigđiskerfi landsmanna til ađ eiga fyrir ţví... ţá kannski hefđum viđ fengiđ meira fylgi. 

Samfylkingarmađur (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 11:19

2 identicon

Úrslit ţessara kosninga sýna ţađ hve ţjóđin er andsnúin inngöngu inní ESB.

Númi (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 11:39

3 identicon

Úrslit ţessara kosninga sýna hversu fljótt fólk er ađ gleyma. Međ ţessum úrslitum er veriđ ađ segja hátt og skýrt, "Takk fyrir ađ koma okkur í skítinn, viđ viljum meira svona!". Ţađ er veriđ ađ verđlauna ţá sem hafa sem mest hafa reynt ađ vera í vegi fyrir og tefja enduruppbyggingu og eru ábyrgir fyrir ţessu ástandi.

Magnađ alveg hreint. En ţađ er deginum ljósara ađ viđ eigum ţetta allt svo sannarlega skiliđ.

HŢA (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 14:17

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef aldrei skiliđ ţegar menn í ósigri gefa sér verri niđurstöđu en varđ og tala svo um einhvern ímyndađan "varnarsigur". Annađ hvort vinna menn eđa tapa kosningum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 15:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held ađ ţađ sé alveg hćgt ađ draga ţá ályktun Númi, ekki grćt ég ţađ svo sem.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 15:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţú ert međ ţetta Hallgrímur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 15:57

7 identicon

42% ţjóđarinnar kaus Framsjalla skv. skilgreiningu Bjarna Ben á fylgistölum eftir Stjórnarskrákosningarnar.

58% ţjóđarinnar mun ţví fylgjast náiđ međ tilraunum nýju ríkistjórnarinnar vil ađ koma ríkiseignum í hendur vildarvina.

Ríkisstjórn Framsjalla verđur ekki langlíf.

Jón Sigurđsson (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 16:10

8 identicon

Ţjóđinn átti allaveg ekki skiliđ ţá hryđjuverkapólitík sem Steingrímur og Jóhanna ráku međ dyggum nokkurra af verstu ţingmönnum Íslandssögunnar.

Björn (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 17:40

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg Björn, ađ ţessir herrar hafi ekki setiđ lengi á valdastólunum ţegar ţú verđur farin ađ óska ţess ađ fá Jóhönnu og Steingrím aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 18:57

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi verđur ţú sannspár Jón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 18:58

11 identicon

Ţó ég sé nú kannski ekki mjög hrifinn af öllu ţví sem fráfarandi ríkisstjórn hafi komiđ til, "Hryđjuverkapólitík" eđa ekki, hafi ţađ ţó flest veriđ sett á af illri nauđsyn, ţađ var allavega ekki lítiđ um saurhaugana sem ţau ţurftu ađ moka upp eftir ţá fráfarandi ríkisstjórn sem núna aftur voru kosnir til valda.

HŢA (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 20:43

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Sammála ţér Axel, ţjóđin á skiliđ ţađ sem hún kaus yfir sig, ţađ er ekki svo ađ hún hafi ekki átt marga ađra kosti.  En nei ţađ er stutt í ţýlyndiđ hjá mörgum.  En slíkt fólk hefur falliđ niđur marga metra hjá mér, og best fyrir ţađ ađ vera ekkert ađ barma sér međ nýju stjórnina.  En svona er ţetta bara. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 30.4.2013 kl. 16:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband