Flugvöllurinn má missa sig, verði Landspítalinn fluttur út á land

Það er einföld lausn á þessu flugvallarvandamáli, sem allir ættu að geta sætt sig við.  Byggjum nýja hátækni Landspítalann í nágrenni flugvallarins á Akureyri. Akureyringar skynja mikilvægi flugvallarins of vel til að þeim detti nokkurn tíma í hug sú fásinna að bola honum  burt úr bænum.

 

Þá fá þeir sínu framgengt þöngulhausarnir sem vilja Reykjavíkurflugvöll burt og halda því fram fullum fetum að engu skipti um öryggi sjúklinga í sjúkraflugi að innanlandsflugið færist úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur.  

 


mbl.is 72% vilja flugvöll í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg osambarilegt, völlurinn a Akureyri klyfur ekki byggdina, thad hljota jafnvel fifl ad sja.

Haukur Brynjolfsson (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 19:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað rugl er þetta Haukur? Búa ekki allir í sama bænum hvort heldur þeir sofa austan eða vestan vallar? Hvort teljast þeir sem búa á svæðinu milli Tjarnarinnar og Snorrabrautar til austurs eða vesturs. Er fjölskyldum jafnvel sundrað með skiptingunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2013 kl. 20:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta snýst sem sagt um að sameina Reykjavík!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2013 kl. 20:14

4 identicon

Menn verða að gera sér grein fyrir því, að ef byggt verður í vatsmýrinni, þá þurkast Tjörnin upp, vilja menn losna við Tjörnina? sömuleiðist þurkast allt fuglalíf út sem er í vatnsmýrinni.

Valli Björs (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 20:50

5 identicon

Eg var nu ad visa til skipulagsmala, Hallgrimur, öll rök i malinu hafa komid fram, en nog er af snillingum sem lata sig rök engu varda fari thau i bags vid hreppapolitiska trumbuslagara.Annars hef eg talad og skrifad fyrir thvi ad flugvöllur Verdi afram i höfudborginni thott nuverandi stadsetning geti ekki gengid til frambudar-einmitt med tilliti til skipulags borgarinnar. Tjodin hljoti TVI ad byggja ser nyjan flugvöll vid höfudborg sina a landfyllingu i vedursalum Skerjafirdi.

Haukur Brynjolfsson (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 22:05

6 Smámynd: K.H.S.

Fíflin eru orðin æði  fjölskrúðug og eru farin að éta oní sig án andmæla. Gaman að svona "fíflum". Að fólk geti fengið sig til að vera á móti bestu staðsettningu flugvallar í Reykjavík sem hægt er að hugsa sér. Bara til að þjóna ímynduðum þegnskap við skrípakosningu sem það fíflaðist til, er alveg með ólíkindum. Getur fólk ekki látið renna af sér og farið að hugsa vitrænt og kalt.

K.H.S., 14.9.2013 kl. 00:18

7 identicon

LSH á Akureyri?  Af hverju Akureyri, afhverju ekki á Höfn í Hornafirði eða Ísafjörð?

Er LSH og flugvöllurinn bara fyrir Akureyringa?   Af hverju er miðstöð sjúkraflugs ekki á Ísafirði?  Þurfa Ísfirðingar ekki sjúkraflug, bara Akureyringar?  Hvað er svona merkilegt við Akureyringa sem veldur því að þeir einir landsmanna þurfa annað hvort LSH við húsgaflinn eða einir landsmanna beint flug inní LSH?

Væri ekki bara best að þessar akureyrsku prinnsessur flyttu í Vatnsmýrina, þegar flugvöllurinn verður lagður af. Nóg verður plássið fyrir þetta 5% þjóðarinnar.


Bjarni (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 00:31

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dagur B. Eggertsson velti þessum möguleika upp í alvöru, heyrðist mér í viðtali í norðlenska sjónvarpinu. Hann er s.s. til í allt til að losna við flugvöllinn, sama hvað það kostar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.9.2013 kl. 03:30

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Valli Björns, ekki þekki ég nægjanlega til að geta tjáð mig um þessa kenningu,en ekki er ólíklegt að áhrifin á vatnsbúskapinn á svæðinu verði veruleg, svo ekki sé talað um fuglalífið í mýrinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 09:23

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef LSH færi til Akureyrar, þá minnkar þörfin fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni, það hlýtur að vera öllum ljóst. Allir starfsmennirnir þyrftu að flytja norður með tilheyrandi sundrun fjölskyldna því ekki eru líkur á að allir makar starfsmanna fengju störf á Akureyri. Nema Dagur ætli að bjarga innanlandsfluginu í leiðinni með því að senda alla starfsmenn norður tl vinnu með flugi! Nei, ef einhver hugmynd er vitlaus í þessari umræðu þá er það þessi hugmynd Dags.

Þar að auki ef Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður niður í núverandi mynd, ætlar Reykjavíkurborg þá að byggja nýjan völl innan sinna borgarmarka og standa straum af byggingarkostnaðinum?

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2013 kl. 09:28

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haukur, byggja nýjan flugvöll á landfyllingu í Skerjafirði segir þú. Ef Vatnsmýrin er svona afskaplega verðmætt byggingarland, verður þá ekki landfyllingin, þegar hún er komin, jafnverðmætt byggingarland sem sóað væri undir flugvöll?

Hver á að byggja þann flugvöll? Ríkið? Á ekki ríkið flugvöllinn og landið sem hann stendur á. Er ekki eðlilegt ef borgin vill landið að hún gjaldi fyrir það og völlinn fullu verði? En það er víst ekki hugmyndin, er það? Ríkið, -þ.e.a.s við skattgreiðendur- eigum vist að fjármagna gróða borgarinnar af málinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 09:31

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

K.H.S., þú orðar þetta ágætlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 09:33

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Landspítalinn má vera hvar sem er Bjarni, sé öllum tryggður sem greiðastur aðgangur að honum. Hvað er svona merkilegt við reykvíkinga að þeir verðskuldi Landspítalann umfram aðra Bjarni? Þú mættir að hugsa þér framtíð reykvískra, ef engin væri landsbyggðin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 09:39

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, sagði Dagur borgarfulltrúi í Reykjavík þetta í alvöru? Ekki reis álit mitt á honum hátt fyrir, en nú er það komið í ruslflokk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 09:43

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Erlingur, ég er sammála þér með Dag og stóra spurningin hlítur að vera - kemur ríkið til með að láta völlinn og landið af hendi nema full greiðsla komi fyrir landið og mannvirkin sem á því standa?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 09:47

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þurfi borgin að greiða völlinn og mannvirkin fullu verði, er vísast að áhugi gróðapunganna á þessu svæði minnki til muna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 10:01

17 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Reykjavíkurborg á um 79,1 ha, eða 59,1% af svæðinu, og ríkið um 54,8 ha,
eða 40,9%. Þetta kemur fram á bls. 19 í skýrslu Samráðsnefndar samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar frá 2007. Mér sýnist á mynd á bls.20 í sömu skýrslu að ríkið eigi landið undir:

  • A-V brautinni nánast allri,
  • svæðinu þar sem Flugfélagið er með sína starfsemi,
  • Skýli 1 og svæðinu þar um kring þar sem byggingar Isavia standa, t.a.m. flugstjórnarmiðstöðin.

Annað er í eigu Reykjavíkurborgar.

Myndin mætti þó sýna skýrar hvar skiptin á milli ríkis og borgar liggja á svæði sem nefnt er R4 í skýrslunni, þ.e. vesturendi A-V brautar frá svæði FÍ. Ég ímynda mér að mörkin fylgi þar flugvallargirðingunni yfir í Skerjafjörð án þess að ég viti það.

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2013 kl. 10:20

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir Erlingur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 10:54

19 identicon

Þú ert mikill spekingur Axel.  Sjúkraflug á Akureyri til Reykjavíkur er Ísfirðingum til einskins gagns, eða öðrum á landsbyggðinni sem ekki hýrast á Akureyri.  Hvers eiga þeir að gjalda?

Staðreyndin er sú að flugvöllur í vatnsmýrinni gagnst fyrst og fremst möppudýrum á vegum ríkisins í embættiserindum.  Sjúkraflugið er fyrirsláttur, aumkunnarverður fyrirsláttur, tilfinningaklám af verstu sort.


Bjarni (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 01:44

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aum eru rök þín Bjarni. Eru flugvélarnar farnar að ganga eftir spori? Er bara ein flugleið opin á landinu,  Ak. - Rvík? Hvað er í veginum, að þínu mati, að sjúkraflug hvaðanæva af landinu, Ísafirði, Höfn, Egilstöðum Rifi, Húsavík geti haft endastöð á Akureyri rétt eins og í Reykjavík? Ert þú einn af þeim þröngsýnu höfuðþorpsbúum sem trúa því staðfastlega að þorpið við Tjörnina sé nafli alheimsins, upphaf og endir alls?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2013 kl. 08:22

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég gæti sem best trúað því Bjarni, að ef þorpsbúarnir við Tjörnina þyrftu að reiða sig á sjúkraflug út á land til bjargar lífi sínu og limum, lægju þeir ekki á þeirri skoðun sinni hvað leiðin til Keflavíkur væri löng og aksturinn tímafrekur og krítískur fyrir sjúklingana. Hvað heldur þú?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2013 kl. 08:36

22 identicon

Hvað með þessi rök. Um 75% þjóðarinnar eiga heima innan við 60 mínútur í bíl frá LSH í dag. Helduru að einhver viti borin maður muni nokkurn tíman færa spítalan annað bara vegna þess að flugvöllurin er farin?

Bara vegna þess að LSH þjónustar landsbygðina þá er dálítið sjálfhverfa að telja það eina tilgang hans.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 16:33

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei í sannleika sagt þá reiknaði ég aldrei með því, enda er færslan ekki skrifuð í þeim tilgangi Elfar.

En af því að Landspítalinn er þar sem hann er þá þarf að gera það sem þarf til að allir íbúar landsins hafi sem jafnastan aðgang að honum. Það verður aðeins gert með því að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr þar sem hann er.

Þetta hefur orðið enn mikilvægara með hverju árinu, því þjónusta sem veitt var áður á sjúkrahúsum út um allt land hefur verið flutt til Reykjavíkur og er í dag aðeins veitt þar. Það þurfa Reykvíkingar að skilja og að þeir þurfi að greiða landsbyggðinni það gjald að hreyfa ekki við flugvellinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2013 kl. 16:46

24 identicon

Við báðum aldrei um að þjónustan flyttist hingað og það eina sem við höfum fengið í staðin er meira álag á stofnun sem má ekki við því.

Hvers vegna er ekki hægt að fara millivegin til að tryggja sátt um völlin til langtíma. Það væri gert með því að flytja hluta hans út í sjó.

Það mundi losa byggingaland, breyta flugleiðum þannig að þær fara ekki yfir byggð að mestu.

Og það sem mestu skiptir leyfa okkur að lengja flugbrautinar til að geta orðið almennilegur millilandavöllur og þar með tryggt fjárhagslegan grundvöll fyrir rekstri hans í Reykjavík til næstu 30 ára.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband