Karpað um keisarans skegg

assad_blood__bath_independentAfhendi Sýrlendingar efnavopn sín, verður þá Bashar al-Assad  einræðis- skúrkur Sýrlands aftur fínn karl og virtur meðal manna? Getur hann þá haldið áfram að drepa þegna sína, bara hann geri það ekki með efnavopnum?

Er þá allt unnið?

 

Verður ástandið í Sýrlandi og þjáningar íbúanna áfram aukaatriði eins og virðist hafa verið raunin meðan alþjóðasamfélagið hefur velt sér upp úr hugsanlegri efnavopnaeign Assads og hvernig hagsmunum stórveldanna sé best fyrir komið.

 

 

 


mbl.is Áætlun um Sýrland samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sýrland brennur á meðan alþjóðasamfélagið rökræðir aðferðir við slökkvistarfið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 11:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega það er að gerast Heimir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 11:26

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Og hvað á að gera?

hvernig á að fá þá til að hætta að stríða?

Teitur Haraldsson, 14.9.2013 kl. 11:49

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Teitur, svona drulluhalar eins og Assad þrífast aðeins með stuðningi annað hvort BNA eða Rússa,, lausnin felst helst í því að ´ríkin lári af því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 11:57

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sá stuðningur er löngu farinn.

Ef við eigum að bíða eftir að stríðandi fylkingar klári skotfærin sín, þá er töluvert langt í það.

Teitur Haraldsson, 14.9.2013 kl. 14:35

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er sá stuðningur löngu farinn Teitur? Hverjir hafa staðið þétt að baki Assads og gera enn til að halda honum við völd til að tryggja áhrif sín á svæðinu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 15:09

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er viðskiptabann á Sýrland.

Það er ekkert land að senda vopn þangað, það er alveg á hreinu.

Teitur Haraldsson, 14.9.2013 kl. 15:53

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Viðskiptabann? Hefur viðskiptabann einhverntíma  virkað á aðrar vörur en nauðsynjavörur fyrir almenning? Vopnum og munaðarvörum fyrir valdhafana er alltaf fundin leið framhjá banninu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2013 kl. 16:34

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

Villt þú vera ríkið sem kemst upp um að sé að vopnavæða land sem er í viðskiptabanni?

Viðskiptabann virkar, þeir fá eitthvað smygl eins og alltaf/allstaðar.

Nema þú vitir um fréttir að einhverjum vopna sendingum sem hafa náðst þá getum við gengið út frá að bannið sé að virka.

Það næst alltaf eitthvað.

Teitur Haraldsson, 14.9.2013 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.