Vekur dugleg rassskelling þjóðina af draumi fáránleikans?

fótboltahausÞá er hann loks runninn upp fótboltadagurinn mikli sem allir hafa beðið eftir. Þeir sem hafa fótbolta í höfuðsstað, hugsa og tala ekki um annað en fótbolta, eru auðvitað löngu orðnir vindlausir af óþreyju.

En meirihluti þjóðarinnar hefur beðið dagsins, ekki vegna ástar á fótbolta heldur af þeirri augljósu ástæðu að þá myndi umræðunni, öllu  umrótinu og fáránleikanum  um þennan hégóma vonandi linna. Þá gætu fjölmiðlar aftur snúið sér að málefnum sem máli skipta fyrir þessa þjóð.  

Ekki ætla ég að ganga svo langt að vonast eftir tapi í kvöld, en óneitanlega yrði sú útkoma betri til að losna við fjölmiðlafár framtíðar.  Umfjöllunin um þennan leik sýnir að íslendingar og fjölmiðlar sér í lagi hafa ekki þroska til að höndla sæti á HM. Fram að HM yrði um fátt annað fjallað en heimsmeistaratitilinn, sem væri í höfn, aðeins þyrfti að skreppa til Brasilíu til að sækja hann, svona formsins vegna.

 Þessi þjóð hefur annað og þarfara að gera, hún á eftir að hysja upp um sig buxurnar, eftir „hið svokallaða hrun“, það verður ekki gert með dagdraumum um sigurför til Brasilíu.

 

 


mbl.is Fertugasti landsleikur fyrirliðans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi fer þessu boltarugli að ljúka.. ég þekki ekki einn einasta mann sem hefur áhuga á þessu.. eða jú, ég þekki einn, hann notar svona sem afsökun fyrir því að fá sér í glas..
Svona íþróttaáhorf er örugglega ekki eins vinsælt og fjölmiðlar vilja vera láta...

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Áhorfstölur á knattspyrnu í sjónvarpi eru falsaðar með svokölluðu uppsöfnuðu áhorfi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2013 kl. 13:18

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Doktor E. Því fyrr sem þessu rugli líkur því fyrr geta fleiri snúið sér að því að gera gagn.

Takk fyrir að þora að taka virka afstöðu í þessu eldfima máli, með áliti þínu Axel Jóhann, en farðu hægt í að kenna þjóð um þvaður fjölmiðla sem eiga sig sjálfir  og þurfa ekki að kaupa sér mat.   

Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2013 kl. 19:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fjölmiðlar skrifa sig ekki sjálfir Hrólfur, það gera eigendur og starfsmenn þeirra. Almenningur getur haft veruleg áhrif á fjölmiðla, með því að skapa eftirspurn. Það er hún sem ræður að stórum hluta efnistökum fjölmiðla, hvort sem hún er raunveruleg eða ímynduð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2013 kl. 21:03

5 identicon

Ertu med hardlifi eda ertu bara svona dagsdaglega pirradur, elsku kallinn minn? ;)

Svavar Station (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 19:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svavar elskan mín, ef valið stendur á milli þess að hafa harðlífi eða fótbolta fyrir höfuð, þá vel ég harðlífið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2013 kl. 13:27

7 identicon

Það er nú gott að vita af því. Sem betur fer er fólk misjafnt en ertu þá að fordæma ca. helminginn af mannkyninu? Af hverju má fólk ekki heillast af þessari íþrótt án þess að þú sért með pirringskomment? Ekki var það nú betra fyrir nokkrum öldum þegar óeirðir geysuðu vegna trúmála og fólk drepið vegna skoðana á þeim.

Njóttu dagsins og vertu jákvæður ;)

Svavar (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband