Íslenskur meðaltalsreikningur bjargar KSÍ

ksí myrkraverkEkki þarf að fjölyrða um það fjaðrafok sem varð þegar KSÍ skeit í bólið sitt og seldi  miðana á landsleikinn við Króatíu í skjóli nætur.  

Í dag voru um 300 ónotaðir Króatíumiðar seldir og hófst salan kl. 14.00 og lauk sennilega á sama tíma.

 Forsvarsmenn KSÍ hafa með tímasetningunni bjargað andlitinu, nú geta þeir með nokkru sanni sagt að miðasalan á leikinn hafi hafist að meðaltali kl. 09.00.

 

 

 

 

 

 


mbl.is 300 aukamiðar í sölu kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er nú meira djöfulsins svikabraskið, sem fylgir þessum fótbolta-bankaræningja-spilavítum vítt og breitt um heiminn. Afsakið orðbragðið þegar mér ofbýður guðleysið í stjórnsýslu fótbolta-mannsalsins sterastýrða! Er ekki mannsal bannað?

Íþróttafólkið á meiri virðingu skilið en að vera gert að söluvöru glæpaspilavíta! Hvað varð um sanna og uppbyggjandi ungmennafélags-íþrótta-andann?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég gæti sem best trúað því að gagnrýni á störf KSÍ sé litin alvarlegum augum á þeim bænum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2013 kl. 13:37

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Og hvers vegna skyldu þeir líta gagnrýni á störf KSÍ alvarlegum augum?

Það er nauðsynlegt að koma því uppá yfirborðið.

Vinnuþrælkaðir og banka/lífeyrissjóðsrændir burðarstólparnir eiga réttmæta kröfu á að vita það. 

Kannski upplýsinga-skylduga og "löghlýðna" ríkisútvarp/sjónvarp Íslands geti byrjað beinu útsendinguna frá þessum leik, á því að útskýra málin?

Eða verður leikurinn kannski eins og venjulega, í beinni útsendingu á fréttatíma ríkissjónvarpsins, á kostnað banka/lífeyrissjóðs-kaupmáttarrænds almennings? Og rændur og áskriftarskyldaður almenningur missir af lögboðnum upplýsinga-fréttatímanum, vegna beinnar útsendingar fótboltaleiks!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 16:58

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Og hverjir eru "þeir"?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2013 kl. 17:03

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita er ánægjulegt þegar Íslendingar standa sig vel í ærlegum verkum og þurfa þau ekki endilega að liggja á mínu áhuga sviði til þess. 

En er það ærlegt að ríkisfréttastofa meti fréttir ómerkilegri en boltaleiki og færi því frétta tíma til og frá eftir boltaleikjum og fylli svo fréttatímann líka með þvaður um þennan andskotans leik sem engu máli skiptir hvor vinnur.  

Hverskonar fólk er það sem hefur gaman af því að öskra sig hást og frussa yfir allt og  alla í nágrenninu af geðveiki yfir framgangi bolta leiks og eru þeir heldur veri sem eru íklæddir ítölskum fötum.  

Þegar ég var ungur þá var mér sagt að íþróttir gerðu menn að heiðurs mönnum, það hefur mér reynst vera tær ósannleikur.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2013 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband