Sigurstranglegur ósigur

 

Strax að loknu prófkjöri Sjalla í Reykjavík fóru að hrúgast upp vonbrigðayfirlýsingar frambjóðanda þó  þeir reyni hvað þeir geta að brosa í gegnum tárin: „Ekki dómur yfir sitjandi borgarfulltrúum“ , „Þetta er sigurstranglegur listi“ , o.s.f.v., segja þeir.

Er það ekki dómur yfir sitjandi borgarfulltrúum , Júlíusi sem vildi fyrsta sætið en fékk ekki, Kjartani sem vildi annað sætið, en fékk ekki, Þorbjörgu Helgu og öllum hinum konunum sem vildu ofar en þær fengu og var þannig hafnað af flokksmönnum fyrir utanbæjarmann?

Borgarfulltrúunum var hafnað fyrir mann sem býr ekki einu sinni í Reykjavík, mann sem fór á svig við lög til að koma sér á kjörskrá  og hefur aldrei unnið handtak fyrir borgarbúa. Ef það er ekki dómur yfir sitjandi borgarfulltrúum og það harður, skil ég ekki hugtakið.

 

Kjartan Magnússon segir listann vera sigurstranglegan. En af hverju ætli Kjartan hafi boðið sig fram í annað sætið ef honum finnst það sigurstranglegra að hann sé neðar á listanum?

 

Það er trúlegt að töluverður hávaði eigi eftir að verða í röðum sjálfstæðiskvenna vegna útkomu þeirra  í prófkjörinu og eru þær raddir þegar farnar að hljóma. Lætin kunna jafnvel að verða til þess að úrslitum prófkjörsins verði „hagrætt“ og Júlíusi eða Kjartani  verði fórnað niður listann fyrir konu. Það væri auðvitað það versta sem þeir gætu gert, það á aldrei að hagræða eða breyta vilja kjósenda. Þegar er farið að leggja drög að slíkri hagræðingu.

 

Til hvers eru kosningar ef niðurstaða þeirra er ekki virt?


mbl.is Telur ólíklegt að listanum verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Axel - æfinlega !

Snilldarlega - sem og myndrænt vel fram sett af þinni hálfu.

Í góðu lagi - að fjálshyggju söfnuðurinn átti sig á - AÐ HANN ER EKKI EINN Í HEIMINUM fornvinur góður.

Kúnstug - kjökur og skelfingar viðbrögð ýmissa hér á vefnum - sem þekkja vart aðra bókstafi en D í stafrófinu Axel Jóhann.

Með beztu kveðjum - suður yfir fjallagarð /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 14:10

2 identicon

Það er margt undarlegt við þetta prófkjör sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi er það æpandi áhugaleysi fólks á þátttöku. Í öðru lagi algjör fjarvera kvenna og í þriðja lagi að fulltrúi kvótaeigenda skuli koma norðan af vestfjörðum og ná því að vera efstur. Óneitanlega hvarflar hugurinn að því hvort þessi sérkennilegi hópur sem vill halda dauðahaldi í stríðsáraflugvöllinn í Vatnsmýrinni hafi náð þessum árangri?  En það er alveg ástæðulaust að hafa áhyggjur af þessu, með sama áframhaldi verður sjálfstæðisflokkurinn kominn niður fyrir pilsnerprósentuna eins og hinn dauðvona framsóknarflokkur.

E (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 14:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, framboðslistar stjórnmálaflokka eru alltaf sagðir skipaðir mjög hæfum og frambærilegum einstaklingum, þó þar komi hver apinn á fætur öðrum. Svo kýs hver sinn apaflokk á hverju sem gengur.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2013 kl. 14:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hætt er við að ég gráti krókudílatárum E, rætist spá þín um fylgi íhaldsins. Hún er undarleg þessi flugvallarfóbía sem margir virðast haldnir. Þegar flugvöllurinn verður farin, snúa þá þessir "framfarasinnar" sér að því að flytja Reykjavíkurhafnirnar í annað sveitarfélag?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2013 kl. 14:53

5 identicon

Axel, það er ekki víst að gámahöfn Faxaflóahafna verði flutt uppá Grundartanga.

Trausti (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 15:29

6 identicon

Átti að vera, ekki víst að ,,verði svo langt í að,, gámahöfn og s.fr

Trausti (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 15:32

7 identicon

Ég mun aldrei getað kosið flokk þar sem oddvitin hefur ekki svo ég viti unnið nokkurntíman að hag Reykjavíkur.

Já þessi flugvallarphopia er einkennileg. Sem reykvíkingur þá fyndist mér það mun skynsamlegra að breyta bara legu hans aðeins með því að lengja út í sjó og þá værum við komin með almennilegan alþjóðlegan flugvöll sem gæti tekið við Boing 757 vélum og öðru í þeim stærðarflokk.

Styttir leið okkar út í lönd, gefur af sér atvinnu í höfuðborgini og mundi tryggja tilvist flugvallarins næstu áratugina.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 19:30

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Farið það í kobrent Helvíti.þeir fengu ESB sinna í Forystu..Nú fjarar alveg undan Sjálfstæðismönnum í Borginni..

Vilhjálmur Stefánsson, 17.11.2013 kl. 22:48

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trúir því nokkur í alvöu að þetta prófkjör hafi snúist um ESB?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.11.2013 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband