Morð var framið - ákært fyrir manndráp af gáleysi


"Fram kemur í ákærunni að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. - Afleiðingarnar voru árekstur við bíl sem kom úr gagnstæðri átt".

Sú dauðadrukkna ók sem sagt án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður. Hvað ætli ákæruvaldið telji að sé hæfileg aðgæsla og heppilegur ökuhraði hjá ökumanni með 2,7 prómill alkahóls í blóðinu?

Sú ónotalega tilfinning vaknar að ákæruvaldið meti hluta sakarinnar  hjá ökumanni bifreiðarinnar sem á móti komi, að unga konan hafi ekki átt að vera að þvælast fyrir fullu fólki á þjóðveginum.  

Það er eins og ákæruvaldið hafi leitað logandi ljósi að afsökun til að milda ákæruna sem mest. Svo ákærir það morðingjann fyrir manndráp af gáleysi og bítur svo höfuðið af skömminni með því að rétt gogga í refsirammann.

Ákæran hlýtur að vera sem hnefahögg í andlit aðstandenda ungu stúlkunnar sem beið bana. Öllu sómakæru fólki er framganga ákæruvaldsins mikið áfall.


mbl.is Ákærð fyrir manndráp af gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er ein ástæða þess að í það minnsta ég ber afar litla virðingu fyrir réttarkerfi okkar. Hvað þarf til að refsirammi sér fullnýttur? Ég efast um að þetta lið viti það.

Segjum að hún verði dæmd sek og hún fái 15 mánuði (mitt á milli 12 og 18). Henni verður sjálfsagt sleppt út eftir innan við ár ef hún hegðar sér vel. Þetta er ekki í lagi!!

Kjósa þyrfti dómara og saksóknara þannig að það lið neyðist til þess að hlusta á fólkið sem það á að vera að vinna fyrir.

Helgi (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 13:57

2 identicon

Bíðið við, lesið lögin. svona eru lögin upp sett. Þetta er klárlega manndráp af gáleysi nema sannist að kella hafi viljandi ekið á bíllinn til að drepa einhvern. Einfallt. Þýðir ekkert að væla í saksóknara eða dómara með það.
Hins vegar er svo annað mál að klárlega á að nota refsiramman til hins ýtrasta meira. Það er fáránlegt að ramminn sé hækkaður án þess að hann sé nokkurn tíma notaður nema í morð og meiriháttarfíkniefnamálum.

Tómas (IP-tala skráð) 12.12.2013 kl. 14:34

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sterk rök eru fyrir því Tómas, að það eitt að setjast drukkinn upp í bíl og aka honum sé vísvitandi tilraun til mandráps eða manndrápa, þótt það hafi ekki verið hreinn ásetningur.

Í almennum hegningarlögum sem eru að stofni til frá 1940 er enginn greinarmunur gerður á manndrápi og morði. Manndráp er notað um það að drepa mann eða menn og orðið morð merkir það sama.

 

Hér er þetta útskýrt hreint ágætlega.


Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2013 kl. 15:13

4 identicon

Hvaða dóm fengi maður fyrir að vera að þvælast um dauðadrukkinn með haglabyssu og skjóta svo óvart einhvern til dauða...?

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 12:59

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hefur það ekki gerst Kristján ? Og menn fengið 16 ár fyrir, og verið kallaðir morðingjar ?

Bíll eða haglabyssa, hvorugt hannað til að drepa fólk. Hvað með kúbein ? eða melspíru, eða hamar, eða búrhníf. Þetta eru bara fá þau áhöld, sem hafa verið notuð til að drepa fólk, og morðingjarnir alltaf verið drukknir eða undir áhrifum vímuefna.

Börkur Hrólfsson, 13.12.2013 kl. 20:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki víkingasveitin nýjasta nýtt í þeim efnum og 6 fet niður Kristján?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.12.2013 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband