Eins þingmanns þjóðarsátt

Vigdís Hauksdóttir hefur gert einsmanns þjóðarsátt. Hún virðist hafa náð nokkuð víðtæku samkomulagi við sjálfa sig, það eitt og sér er meira afrek en marga grunar. Þingmaðurinn hefur fram að þessu ekki getað blikkað augunum eða snúið sér við án þess að skipta um skoðun.

En þjóðarsátt Vigdísar virðist ekki ná út fyrir þingmanninn. Grundvöllur þjóðarsáttar er að víðtæk sátt sé um þau mál sem á þjóðinni brenna. Hefur það gerst?

 

Er þjóðarsátt um skattaskjaldborgina sem silfurskeiðastjórnin hefur slegið um auðmenn?

Er þjóðarsátt um sjúklingaskattana?

Er þjóðarsátt um kvótamálin og veiðigjöldin og leynimakkið við LÍÚ?

Er þjóðarsátt um afnám desemberuppbótar á atvinnuleysisbætur?

Er þjóðarsátt um "skuldaleiðréttinguna"?

Er þjóðarsátt um aðförina að RUV?

Er þjóðarsátt um skoðun Vigdísar Hauksdóttur á þróunaraðstoð?

Er þjóðarsátt um eitthvað eitt sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir?

 

Svona má spyrja um afgreiðslur ríkistjórnarinnar, á hverju málinu á fætur öðru og svarið er því miður alltaf nei.

Heldur einsmanns þjóðarsátt Vigdísar, eða verður það fyrsta frétt morgundagsins að þjóðarsáttin sé í uppnámi? Eða lifir hún svo lengi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.