Broslegur er biskupsins boðskapur

Broslegur og mótsagnakenndur er boðskapur biskupsins fyrrverandi að dvínandi áhrif kirkjunnar meðal almennings sé til þess fallin að ala á fordómum og fáfræði.

Þetta er broslegt í ljósi þess að kirkjan hefur í gegnum aldirnar beinlínis byggt tilvist sína á fordómum, fátækt og fáfræði almennings. Kirkjan og kirkjunnar menn hafa löngum nýtt sér út í hörgul fáfræði og neyð almennings til að kúga þann sama lýð að sínum vilja.

Kirkjunnar þjónar nýttu sér oft á tíðum aðstöðuna sína til að skara eld að eigin köku og öldu auk þess grimmt á fordómum og bábiljum í garð alls sem ekki þjónaði þeirra hagsmunum og „órannsakanlegum vegum Guðs“.

Er kirkjan, að mati biskupsins,  með einkarétt á því sem almennt er kallað siðferði?


 


mbl.is Guðleysið líka ofstækisfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það vær fróðlegt að fá hjá þér kanski ein 50 dæmi um hvernig prestar og prelátar sköruðu eld að eigin köku. Sömuleiðis hverngi þeir hinir sömu ólu á fordómum sem bábiljum og nýttu sér neyð almennings og hvernig þessir sem þú nefnir ný7ttu sér neyð hinna fátæku.

50 atriði verður þú vafalaust snö0ggur að tína til því þú talar um að þetta hafi verið háttu þeirra „gegnum aldirnar“ og hljóta þá dæmin að skipta tugum þúsunda einungis á Íslandi í „gegnum aldirnar“.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.4.2014 kl. 20:43

2 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann - líka sem og aðrir gestir þínir !

Axel !

Hvergi ofsagt - þinnar frásögu. Lúthersku Prestarnir:: flestir þeirra - eru svona viðlíka óværur á Ríkissjóði - og hinir GJÖRÓNÝTU og SIÐSPILLTU stjórnamálamenn landsins / au þorra embættismanna kerfisins.

Svo - aðeins sé litið til nútímans kringumstæðna.

Það eru bara - allt of fáir tilbúnir að viðurkenna það / og því örlar ekki á neinu samstilltu átaki landsmanna - til þess að hrinda þessu liði / frá kjötkötlunum fornvinur góður.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 21:46

3 identicon

auk... átti að standa þar. Afsakið:: fljótaskriftina.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 21:53

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar Helgi !

Þarftu endilega nánast ávallt hafa rangt fyrir þér þegar þú opnarmunninn eða mundar skriffærin um kristni og kirju ?

Láttu nú af þessum ósið ! Ég mun nú biðja fyrir þér hjá Guði vorum og hann mun vafalaus t sjá aumur á þér, enda ertu sköpun Hans eins og við erum öll.

Þannig munt þú sjá oljósið og verða hólpinn gamli vinur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.4.2014 kl. 23:31

5 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Predikarinn - Cacoethes scribendi !

Þakka þér fyrir - hlý orð í minn garð / sem bænaboðið.

En - sitt sýnist hverjum um málefnin / varla ætlastu til að ég sé endilega sammála þér í öllu - fremur en aðrir eða hvað ?

Þannig að - gera má ráð fyrir / að seint muni skoðanir allra fara saman - með okkar:: þínum eða mínum - svo sem.

Og - megi Guðirnir einnig vera með þér - myndgerðir sem úthöggnir Predikari minn.

Með - ekki síðri kveðjum en hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 23:47

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar Helgi.

Ég er ekki að tala um það að menn séu sammála eða ósammála. Heldur eins og þegar við höfum skrifast á með áður að menn sýni þá gögn um þessi þjófnaðarmál sem halda vatni eins og ég benti síðuhaldara á.

Ég er sem sagt einfaldlega að tala um að menn líti á sannleikann. Hann er sá að kirkjan hefur fengið eignir sínar á heiðarlegan hátt. Þeir sem telja sig vita annað sýni þá fram á það. Þá er rétt og skylt að leiðrétta slíkt.

Ég mun samt biðja fyrir þér hjá hinum eina Guði sem alheimurinn er skapaður af. Um aðra er ekki að ræða.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.4.2014 kl. 23:54

7 identicon

Sælir - á ný !

Predikari !

Við vorum fyrir löngu - búnir að fallast á / að geta verið ósammála um suma hluti / minnir mig.

GÖGNIN umtöluðu - liggja frammi á skjala- og bókasöfnum / fyrir utan þau sem Gogglara (Google) leitarvélin getur framnkallað - auk annarra maskína.

Fyrir nú utan það - sem Íslandssagan greinir frá - ekki satt ?

Og viðurkennum - ógrynni Guðanna - Predikari minn.

Engin skömm - að því ágæti drengur !

Sízt lakari kveðjur - en þær síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 00:04

8 identicon

Er það ekki merki um brenglun að fullyrða að einstaklingur þarf að óttast æðra máttarvald til að sína af sér kærleika?
Er slík trú ekki ætluð siðlausum sem telja það kærleik sem hentar þeirra skoðunum?

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 08:38

9 identicon

Dæmigert fyrir hrokann í trúuðum, að gera ráð fyrir að þeir hafi rétt fyrir sér. Flestir ótrúaðir gera sér að minnsta kosti grein fyrir að þeir geti haft rangt fyrir sér í þessum málum og eru tilbúnir til að taka þeim afleiðingum eftir dauðann. Það er lítið mál að skilja mannkynssöguna þó svo að kristni væri ekki lengur stunduð. Eða getum við ekki metið mannkynssöguna vegna þess að önnur trúarbrögð sem ekki eru stunduð lengur gera það okkur ómögulegt að skilja það sem átti sér stað þá. Og að halda það að þeir sem eru ekki trúaðir vilji ekki samfélag þar sem fólk lætur sig hag náungans er móðgun. Enda hefur það sýnt sig hvaða hagsmunir hafa ríkt í gengum mannkynssöguna þegar það er stjórnað í nafni trúar og ekki er það náungakærleikurinn. Það mun aldrei ríkja sátt um þessi mál á meðan fólk ætlast til þess að aðrir trúi.

Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 11:53

10 identicon

Dæmigert fyrir hrokann í trúuðum, að gera ráð fyrir að þeir hafi rétt fyrir sér. Flestir ótrúaðir gera sér að minnsta kosti grein fyrir að þeir geti haft rangt fyrir sér í þessum málum og eru tilbúnir til að taka þeim afleiðingum eftir dauðann. Það er lítið mál að skilja mannkynssöguna þó svo að kristni væri ekki lengur stunduð. Eða getum við ekki metið mannkynssöguna vegna þess að önnur trúarbrögð sem ekki eru stunduð lengur gera það okkur ómögulegt að skilja það sem átti sér stað þá. Og að halda það að þeir sem eru ekki trúaðir vilji ekki samfélag þar sem fólk lætur sig hag náungans varða er móðgun. Enda hefur það sýnt sig hvaða hagsmunir hafa ríkt í gengum mannkynssöguna þegar það er stjórnað í nafni trúar og ekki er það náungakærleikurinn. Það mun aldrei ríkja sátt um þessi mál á meðan fólk ætlast til þess að aðrir trúi.

Ps. Vantaði eitt orð, hence sett inn tvisvar.

Einar Viðarsson (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 11:55

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafnlaus fulltrúi trúarofstækisins krefst 50 sannana til stuðnings efni færslunnar. Hann passar sig auðvitað á að krefjast fleiri dæma en hann þekkir sjálfur, en læst ekki sjá, því trúarhiti og staðreyndir fara óþægilega illa saman, oft á tíðum.

Eins og Óskar Helgi bendir á eru dæmin í mannkynssögunni, íslandssögunni og öðrum heimildum innlendum sem erlendum. En til lítils að benda þeim á, sem ekki kjósa að sjá.

Allur þessi trúarhiti og hroki en ekki snefill af kjarki að segja til nafns. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2014 kl. 12:18

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar Helgi, takk fyrir þína heimsókn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2014 kl. 12:19

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Páll, hún er undarleg sú hugmyndafræði að ekki sé hægt að ástunda almennt siðferði og náungakærleik, nema í gegnum einhverja ímyndaða guði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2014 kl. 12:22

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Einar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2014 kl. 12:22

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel Jóhann.

Ég sló þessari tölu, 50, fram því um langan tíma er að ræða og um þúsundir mála eða tugþúsundir þannig að of langt oog tímafrekt yrði fyrir þig að finna þetta allt til. En samt veit ég að ekki eru til þessi mál fyrir þig að finna en í ljósi fullyrðinga þinna um að þettta hafi nánast eingöngu verið svona þá óskaði ég eftir þessari tölu þar sem ég veit að þú gætir aldrei fundið þetta. En þér er velkomið að sýna fram á eins mörg mál og hugsast getur. Um að gera fyrir þig að sanna þitt mál.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.4.2014 kl. 15:53

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og rigningin er ekki blaut, nema ég geti sannað það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2014 kl. 16:09

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel.

Þú fullyrtir og þitt er að sýna það. Getir þú það ekki og segir ekkert meira þá ertu kominn í flokk þeirra Hildiríðasona sem fara um með fjölmæli og gróusögur. Þann flokk vona ég að þúu skipir þér ekki í.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.4.2014 kl. 16:29

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hún er orðin dulítið þreytt þessi Hildiríðarsona tilvitnun þín. Kanntu ekki aðra? Þegar þú sannar fyrir fyrir mér hver þú ert, sem er lámarkskurteisi í kröfugerð á hendur öðrum, er aldrei að vita nema ég verði við bón þinni. Nafnlaus ertu varla svaraverður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2014 kl. 22:08

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel.

Þú komst með fullyrðinguna sem er almennt hvergi viðurkennd, hvorki hjá yfirvöldum sakamála, sýsluskrifstofum sem halda utan um þinglýsingar sem og ríkisvaldinu almennt sem um slík mál fjalla. Viljir þú að tekið sé mark á því þegar þú þjófkennir menn og stofnanir, þá þarftu að vísa á gögn sem halda vatni. Gögnin þín eru vandlega falin fyrir öllum, kannski vegna þess að þau eru hugarfóstur og sögusagnir eða öðru nafni sleggjudómar göturæsisins.

Jú það má finna mönnum annað nafn við hæfi en Hildiríðarsonum, en þeir eiga bara svo vel við hér, rammíslensk saga.

En þú veist að það er refsivert í mörgum lögum íslenskum að þjófkenna menn. Varðar við betrunarvist og sjársekt eftir atvikum og svo einnig við meiðyrðalöggjöfina.

En þegar menn slá svona fram þá verða menn að geta sannað mál sitt.

Nú er svo komið að þú settir þetta fram, margir hafa lesið eftir okkur báða um staðhæfingu þína og þó þú viljir koma þér undan að svara eins og maður og standa við þitt mál með því að nota „nafnleysi“s klisjuna- þá skuldar þú öðrum lesendum þínum að þeir sjái að það er eitthvað að marka það sem þú segir.

Lágmarkskurteisi, svo notað sé þitt orð, að standa við þín eigin stóru orð - eða þú ert kominn í flokk vefara konungsklæðanna hjá H.C Andersen.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.4.2014 kl. 22:44

20 identicon

Ég trúi því varla að ég sé virkilega að svara þessu, mér blöskraði bara svo mikið þegar ég sá "Predikarann" lýsa yfir almennri vanþekkingu sinni.

Ég er ekki að fara að taka saman lista yfir 50 hluti sem kirkjan hefur gert, en hins vegar ætla ég að benda þér á nokkra hluti sem þér gæti þótt áhugaverðir.

"Christian Crimeline"

http://www.buckcash.com/opinions/temp/Christian_Crimeline.htm

Wikipedia um bækurnar "Kriminalgeschichte des Christentums"

http://en.wikipedia.org/wiki/Kriminalgeschichte_des_Christentums

Bókin "Crimes of Christianity" sem gefin var út árið 1887.

http://www.ftarchives.net/foote/crimes/contents.htm

Ég gæti haldið áfram að pósta linkum en ég held að þú hafir fengið ófgnótt af upplýsingum. Það var ekki samansafn af glæpum íslensku kirkjunnar, en hins vegar langar mig að benda á m.a. nornaveiðar og "kristnitökuna" (þar sem þeir sem ekki vildu taka upp kristni voru drepnir). Hins vegar langar mig að benda á eftirfarandi varðandi samninga ríkis og kirkju:

http://www.vantru.is/2012/03/04/12.00/

http://tru.is/pistlar/2012/10/kirkjueignir-og-afdrif-%C3%BEeirra/

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25756

http://kirkjan.is/stjornarskra/kirkja-og-riki/

http://www2.kirkjan.is/stjornsysla/fjarmal/grundvollur

Þar sem ég geri ráð fyrir að þú getir lesið þá ætla ég ekki að fara í "detail" varðandi þennan samning, heldur einungis nefna það að samningurinn gerir ráð fyrir ótakmörkuðu verði á lóðum (sem sumar voru seldar tvisvar, 1907 og aftur 1997) sem m.a. ekki getur staðist - og hvað þá þegar þetta er gert í nafni þjóðar.

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 17:23

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Bjarni Rúnar.

Ég þekki marga þá góðu menn sem í 1994 nefndinni sátu og hef oft rætt þetta á þeim vetvangi og ég þekki þessa sögu alla vel.

Þú snýrð út úr öllu að þinna likra iillum sið, og kemur ekkert á óvart. Svo heldur þú að það sé mikið að marka niðurstöðu Brynjólfs í skrifum hans ! ?

Nei hann er ekki heimild um kirkju og kristni nema til að koma frá sér því sem hinum hentar eins og skrattinn les Biblíuna sem kallað er.

Þá skaltu lesa innegg mín þar er ekki farið út fyrir það sem hlutirnir eru. Þá þýðir lítið að fara til útlanda að leita svara við fullyrðingum Axels Jóhanns., Hann var eins og ég að ræða málefni er varða Ísland og hökldum okkur við það. Ekkert kkemur okkur í þessari umræðu erlend mál við.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.4.2014 kl. 21:29

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Innleggi Jóns Vals Jenssonar var eytt, af ástæðum sem honum eru vel kunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2014 kl. 05:46

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Jón Valur.

Það kemur mér lítt á óvart að Axel Jóhann finni ekki eitt einasta dæmi.

En í ljósi þess hversu borginmannlegur hann var að alhæfa um slíkt um margra alda skeið þá gaf ég honum færi á að koma kannski með ein 50 dæmi. Það væri kannski 1-3% af mögulegum dæmum aftur um aldir.

En nei, það er djúpt á ein einasta dæmi og það er ekkert undrunarefni fyrir mig.

En kennir kannski mönnum að slá ekki svo um sig með gróusögum sleggjudómara göturæsisins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.4.2014 kl. 02:46

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er til marks hvernig þið JVJ deilið brókum að hann leyfir t.a.m. ekki nafnlausar athugasemdir á sínu bloggi og eyðir þeim. En honum þykir sjálfsagt að ryðjast hér inn, hvar hann er ekki velkominn, og krefjast þess með hroka að ég verði við kröfum nafnleysingja. 

Þegar þú hefur Predikari, gert grein fyrir þér munt þú fá þitt svar. Raunar er þessi krafa þín í ósamræmi við innlegg þín á öðrum bloggum. Lítið, raunar nákvæmlega ekkert, fer fyrir rökstuðningi af þinni hálfu, bara fullyrðingaflaumur og lítilsvirðing í garð annarra skrifenda. Nákvæmlega eins og hinn ósjálfráði penni JVJ. Kæmi mér ekki á óvart að þið deilduð IP-tölu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2014 kl. 11:17

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Öðru innbroti JVJ hefur verið eytt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2014 kl. 11:25

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er rétt hjá biskupnum. Það þarf ekki annað en að skoða ofstækisherferð Vantrúar gegn Bjarna Randver á sínum tíma. Orðrétt úr þeirra munni (lyklaborði:)

2. október 2009: Óli Gneisti Sóleyjarson formaður Vantrúar 2009 hvetur til þess á innri vefnum að Bjarni Randver Sigurvinsson sé hæddur á netinu. Þórður Ingvarsson, ritstjóri vefs Vantrúar, talar um að gefa honum „hressilegt pungspark“.

26. janúar 2010: Hjörtur Brynjarsson vantrúarfélagi segir á innri vef Vantrúar að nú sé „um að gera að jarða þennan fávita með háði og alvöru í einni massífri all-out attack“.

27. janúar 2010: Reynir Harðarson sálfræðingur og nýr formaður Vantrúar 2010 segist á innri vefnum hafa ásamt öðrum vantrúarfélögum mælt með „all out attack“ á Bjarna Randver Sigurvinsson og þurfi þeir að skipuleggja hana, m.a. með „einhvern háðs-gjörning“.

29. janúar 2010: Reynir Harðarson sálfræðingur og formaður Vantrúar spyr varðandi Bjarna Randver Sigurvinsson á innri vefnum: „Hvernig hæðumst við best að þessu flóni?“

Meira hér:

http://harpa.blogg.is/2012-01-28/bardagaadferdir-vantruar-gegn-bjarna-randver-sigurvinssyni/

Theódór Norðkvist, 24.4.2014 kl. 12:58

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Theódór. Ég er ekki áhangandi Vantrúar eða sérstakur áhugamaður um þeirra boðskap og hef ekki fylgst með skrifum þeirra og get því ekki tjáð mig um þau. Svo ég tek þín orð fyrir því.

Það kemur ekki fram í fréttinni að biskupinn hafi sérstaklega nefnt Vantrú í viðtalinu, enda er það ekki umfjöllunarefnið. Ég bara að benda á þversögnina í fullyrðingu biskupsins aflagða að þeir sem ekki fylgdu kirkjunni að málum fylltust sjálfkrafa fordómum og fáfræði - og að kirkjunnar "séra Sigvaldar" hafi einmitt notfært sér í gegnum tíðina almenna fáfræði og fordóma, sér og kirkjunni til efnisauka, innanlands sem utan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2014 kl. 13:53

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Umfjöllunarefnið er hvort guðleysi sé ofstækisfullt, eins og fyrirsögn fréttarinnar sem þú bloggar út frá segir. Margir trúleysistrúboðar, er ekki að segja allir, hafa haldið því fram að guðstrú leiði af sér ofstæki, fáfræði og fordóma. Ef guðstrú verður útrýmt, muni allt ofstæki, fáfræði og fordómar hverfa og væntanlega frjálslyndi, þekking og umburðarlyndi ríkja. Hversu gáfulega sem þetta hljómar, þá hefur þetta verið boðskapurinn.

Samkvæmt því hvernig Vantrúargengið hefur vaðið áfram með sínu heilaga stríði gagnvart nefndum Bjarna Randveri, þá hefur þessi kenning ótvírætt verið afsönnuð. Er alls ekki að segja að þessi háværi hópur í kringum Vantrú sé einkennandi fyrir trúlausa, sem betur fer hafa margir efahyggjumenn stigið fram og mælt gegn ofstæki Vantrúarklíkunnar.

Theódór Norðkvist, 24.4.2014 kl. 16:01

29 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel Jóhann.

Það verður að mótmæla fullyrðingu þinni um skrif mín. Ég hef haft það sem reglu að notst við heimildir í því sem ég fullyrði.

Þegsar þú með afar ósmekklegum hætti sakar menn um glæpsamlegt athæfi, ekki bara eitt eða einn mann, heldur þúsund eða þúsundir manna „ í gegnum aldirnar“ sem og „Kirkjunnar þjónar nýttu sér oft á tíðum aðstöðuna sína til að skara eld að eigin köku“, þá er algert lágmark, raunar skylt að lögum að sá sem sakar menn eða stofnanir um glæpi að viðkomandi sýni fram á með gildum hætti hvernig það hefur verið með sönnun slíks.

Hið öndverða er einmitt skráð að allar eignir hafa löglega verið fengnar og enginn um aldirnar borið brigður á neitt sem fram hefur farið og er allt skráð í bækur sýslumanna og saga hverrar eignar fyrir sig til skráð.

Þá er það ekki bara um mig að tefla, heldur skuldar þú lesendum þínum, sem ég þekki ekki töluna á, að fá að vita um hvað þú ert að tala. Því væri heiðarlegt og stórmannlegt af þér að nefna dæmi um hvað þú áttir við.

Ekki að fela þig bak við opinbert nafn mitt á blogginu. Það er lítilm,annlegt miðað við stórkarlalegar yfirlýsingar þínar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.4.2014 kl. 13:51

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pretikari - skrifandi skríbent, mér gæti ekki verið meira sama um þína skoðun á mér og mínum skrifum. Mér er til efs að aðrir lesendur mínir kæri sig nokkuð um þitt liðsinni í þessu máli, hvað þá að þeir veiti þér umboð til að koma fram fyrir þeirra hönd. Vera kann þó að Vesturbæjarsundlaugarperrinn feli þér að reka málið fyrir sína hönd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2014 kl. 17:10

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel Jóhann.

Ég skil vel af hverju þú kemur þér undan að svara, en einföld er ástæðan fyrir því. Hún er sú að ekki er fótur fyrir neinni fullyrðingu þinni í skrifum þínum.

Það er ágætt að fela þá getu þína, eða öllu heldur vangetu, á að svara með því að vísa í að þú svarir ekki manneskjum sem nota sviðsnafn, en vita skaltu aðhér á blogginu eru margir með nöfn sem ætla mætti að séu sönn en eru uppdiktuð þó þau heiti eins og Guðmundur Sveinsson (ekki vvísað í neinn þó þetta nafn sé hér valið út í loftið og algerlega af handagófi).

En svo miklar yfirlýsingar sem þú hefur gefið þá væri heiðarlegt af þér að vísa öðrum lesendum en mér á að þú hafir rétt fyrir þér og benda kannski á tvö til þrjú dæmi þó ekki væri meira.

Þann sem þú kallar „Vesturbæjarsundlaugarperrinn“ kannast ég ekki við enda ekki gestur þeirrar sundlaugar. En hver er sá lesandi þinn sem ég kann að geta verið með umboð til að tala fyrir og óska þess að þú svarir ?

Mér það þá ljúft og skylt þar sem þú gefur vilyrði fyrir svari þínu þannig að ég vil þá í umboði hins óþekkta af minni hálfu „Vesturbæjarsundlaugarperrinn“ að krefjast svars af þér fyrir hönd lesenda þinn i hans nafni. Ég leitaði á blog.is en fann þetta nafn ekki - en er ljúft að taka að mér fyrir hans hönd að óska svars.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.4.2014 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband