Orsök strandsins augljós

Erlenda skipið Akrafell siglir á fullri ferð fyrir þveran Reyðarfjörð og á land handan fjarðarins í stað þess að beygja inn fjörðinn.  Ástæða strandsins er tæplega nokkur ráðgáta. Augljóst má vera að ekki var staðin vakt í brú skipsins með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Því fór sem fór.


mbl.is Orsök strandsins enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thetta getur varla legid klárara fyrir. Annad hvort enginn í brúnni, eda sá sem thar var steinsofandi. Reyndar hélt ég ad thad aettu ávallt ad vera tveir á vakt í brú, á stími, en thad var kannski bara thannig í den.

Halldór Egill Guðnason, 8.9.2014 kl. 07:20

2 identicon

Það er nokkuð síðan flest minni skip hættu að hafa háseta á vakt í brú, það er sjálfvirkur vaktari sem hringir með ákveðnu millibili

sem á að vera í brúnni, en það eru margir sem slökkva á honum því

þeim sinnst pípið í þeim leiðinlegt.

Það er alveg á hreinu að stýrimaðurinn hefur verið sofandi nokkurn tíma áður en skipið strandaði, því tæplega hefur hann verið svo lengi á salerninu hafi hann skroppið þangað inn.

Trausti (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 08:41

3 identicon

Skoðaði annar hvor ykkar sérfræðinga slóð skipsins á AIS? Nújæja, þá hafið þið séð að það tók skipið aðeins örfáar mínútur að sigla leiðina frá eðlilegri beygju inn Reyðarfjörðinn og beint í strand handan fjarðar. Reyðarfjörðurinn er mjór og skipið var á 12.8 sjm.skv AIS. Það þýðir að hvað sem fór úrskeiðis við stjórnunina - sama hvort var bilun eða klaufaskapur vegna vaktaskipta kl. 04, þá var skipið svo fljótt upp í fjöru að fátt ef nokkuð varð að gert. Það er hæpið að fullyrða nokkuð um orsakirnar fyrr en meiri upplýsingar liggja fyrir. Við höfum dæmi um skuttogara sem endaði upp í fjöru á útstími með hálfa áhöfnina í brúnni. Við höfum líka dæmi um stórt (á sínum tíma) nóta/línuskip sem fór rakleitt upp í fjöru með tvo skipstjóra í brúnni. Ekki fullyrða.........

Gunnar (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 11:46

4 identicon

Gunnar, það er aldrei nema einn skipstjóri á hverju skipi, sama hvað margir um borð eru með full réttindi. Það er léleg sjómennska að hafa brúnna fulla af fólki, og láta trufla sig við stjórn skipsins.

Mjög ósennilegt er að báðar stýrisvélarnar hafi bilað á sama tíma.

Þegar byrjað var að beygja inn á fjörðinn er rúm míla í strandstað

það ætti að vera nægur tími til að stöðva skipið. Það hefði hugsanlega þurft neyðarálag afturá.

Trausti (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 12:31

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að þetta sé rétt hjá þér Halldór.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2014 kl. 15:26

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, hvað heldur þú að stýrimaður á vakt geri ef skipið lætur ekki að stjórn svo nærri landi? Haldi óbreyttri ferð og bíði þess sem verða vill? Nei auðvitað ekki, hann slær af ferð eða stöðvar ferð skipsins, eftir atvikum. Hvorugt var reynt!

Svo hefur það verið staðfest að stýrimaðurinn var einn í brúnni og sofandi. 

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/08/styrimadur_akrafells_sofnadi/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2014 kl. 15:38

7 identicon

Nú hefur verið staðfest hvað gerðist um borð. Að öðru leyti stendur allt sem ég skrifaði.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 15:42

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Nú hefur verid stadfest hvad gerdist um bord. Ad ödru leyti stendur allt sem ég skrifadi" ;-)

Thad stendur ekki steinn yfir steini af thví sem Gunnar skrifar, en thad er algert aukaatridi. Hvad ádur hefur gerst vid siglingar annara skipa, skiptir hér engu máli, eda baetir á nokkurn hátt fyrir thennan aulahátt. Ég hef margsinnis siglt thessa leid, baedi til nordurs og sudurs, inn á Reydarfjörd og eins milli Skrúdar og lands áleidis til Fáskrúdsfjardar.  Thad er alveg ljóst, eins og liggur fyrir, ad einungis fádaema slódaháttur, veldur svona uppákomum. Á thessari siglingaleid, eins og reyndar á flestum leidum, má ekkert út af bera. Mannleg mistók eiga jú sök á flestum óhöppum, ekki satt?

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 8.9.2014 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband