Okur á öllum sviðum.

Nákvæmlega þetta, sem í fréttinni er lýst, gerist um áramótin þegar vörugjöld verða aflögð. Vöruverð mun lítið eða ekkert breytast. Verslanir munu taka ígildi vörugjaldanna að einhverju eða öllu leiti til sín í aukinni álagningu. Það er lögmál í frjálsu íslensku „samkeppnisumhverfi“.

Samkeppni er ekki til á Íslandi, hefur ekki verið og verður aldrei til. Þar ræður Íslensk skammtímahugsun, að hrifsa til sín sem mestu - á sem skemmstum tíma.

Nokkrar verslanir hafa í auglýst „afnám“ vörugjaldanna fyrirfram í því markmiði að trekkja til sín viðskiptin. Ekki hefur verið fylgst með því að svo hafi verið raunin. En ef verslanir geta lækkað verð á einstökum vörum sem nemur vörugjöldunum, þó þær þurfi eftir sem áður að standa á því skil, þá segir það okkur aðeins að álagning viðkomandi verslunar sé of há, a.m.k sem nemur vörugjaldinu.

Það er full þörf á því að taka upp virkt opinbert verðlagseftirlit. Það hefur sýnt sig að á Íslandi hefur óheft frelsi í álagningu og viðskiptum ekki lækkað vöruverð, eins og það „á að gera“ samkvæmt kenningunni, heldur hins gagnstæða, það hefur leitt til grímulauss okurs.

Hvaða stjórnmálaflokkur er umboðsaðili okursins á Íslandi?


mbl.is Álagning á eldsneyti hækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Okrið viðgengst Axel, af því kaupmenn hafa komist upp með að brengla verðskyn neytenda. Hér á íslandi þá er það norm að verðleggja vörur á 20% yfirverði til þess eins, að geta veitt þá afslætti sem fólk gleypir við. Hvað segir ekki eigandi Múrbúðarinnar, "enga afslætti bara rétt verð"

Opinbert verðeftirlit er ekki lausn. Það verður aldrei hægt að fylgjast með öllum vöruflokkum og þá byrjar bara sami blekkingarleikur og núna varðandi matarkörfu ASÍ.

Það verður alltaf til fólk sem gleypir við afsláttum og trúir á tilboð um helgar. Fólk sem verslar í 10-11 og kaupir í matinn í næstu sjoppu eða á næstu bensínstöð. Þannig verður það bara á meðan verðskyn fólks er svona brenglað.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2014 kl. 11:50

2 identicon

Sæll.

Spurning þín: "Hvaða stjórnmálaflokkur er umboðsaðili okursins á Íslandi" er mjög góð.

Svarið er auðvitað að þeir eru það allir. Mér finnst athugasemd JLB vera voðalega barnaleg, að kenna kaupmönnum um eitthvað sýnir afar takmarkaðan skilning á vandanum, þeir búa við sama kerfi og neytendur. Þeir vilja auðvitað hafa sem minnstan kostnað og sem mestar tekjur. Á ekki það sama við um neytendur?

Hvaða munur er á t.d. Sjálfstæði og Samfylkingu? Hann er sáralítill. Í dag eru það allir stjórnmálaflokkar sem valda því að lífskjör okkar eru ekki eins góð og þau ættu að vera. Hvers vegna? Jú vegna þess að þeir sem á þingi sitja hafa afar takmarkaðan skilning á efnahagsmálum. Hvers vegna? Vegna þess að kjósendur hafa enn minni skilning á efnahagsmálum og komu vel meinandi en illa upplýstu fólki á þing.

Hér þarf að skera niður í opinbera rekstrinum um 20% á ári næstu 5-6 árin. Hvers vegna? Vegna þess að sagan sýnir glöggt að það virkar. Slíkt myndi gera verulegar skattalækkanir mögulegar með tilheyrandi kaupmáttaraukningu. Lækka þarf verulega alla skatta á fyrirtæki en slíkt myndi laða erlend fyrirtæki til landsins. Það myndi auka eftirspurn eftir íslensku vinnuafli sem aftur myndi leiða til launahækkunar.Samkeppni á milli fyrirtækja ætti því að aukast með tilheyrandi búbót fyrir neytendur.

Vandinn er að valdastéttin er í litlum tengslum við venjulegt fólk. Valdastéttin hefur t.a.m. , í bili í það minnsta, efni á að fara til erlendra landa og leita sér lækninga þegar hún er búin að klúðra öllu því sem hægt er að klúðra í heilbrigðiskerfinu. Flestir hafa hins vegar ekki efni á því :-(  Þetta er ekki séríslenskt vandamál :-(

Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband