Framsóknarforneskjan

„ Embættismanni skal veita lausn frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri.“ PUNKTUR.

Þannig hljóðar 33.gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og nánara ákvæði í 43.gr. sömu laga. Sigrún Magnúsdóttir varð 70 ára þann 14.júní s.l. Var henni þá þökkuð velunnin störf og hún send heim?

Nei þetta gildir ekki um þingmenn og ráðherra, þeir eru ekki ríkisstarfsmenn heldur þingmenn og á næstu hæð þar fyrir ofan og því undanþegnir flestum kvöðum sem á aðra eru lagðar. Þingmenn fá því ekki spark í rassgatið við sjötugt, bótalaust, eins og almenningur í þessu landi en fá þess í stað gjarnan frekari vegtyllur og eflaust líka Fálkann nældan á boruna, á leynifundi úti á „Ólafsstöðum.“

Sigrún varð fyrir valinu sem ráðherra, frekar en Vigdís Hauksdóttir, vegna þess að hún hefur í sér sterkari Framsóknarkarakter. Vigdís, þó tæp sé, trúir því t.a.m. ekki eins og Sigrún að erlend matvæli séu eitruð og stórhættuleg heilsu Íslendinga. Svo hefur eflaust þurft að bæta lífeyrisstöðu hennar eitthvað. Þá er ráðherraembætti auðvitað fljótvirkasta leiðin til þess. Allt fyrir ekkert, sem sagt.

Framsóknarforneskjan hefur náð nýjum hæðum í ráðherraliði Framsóknar með innkomu Sigrúnar. Sigrún mun væntanlega hefjast handa að Íslenska náttúruna og eyða trjám og öðrum gróðri af erlendum uppruna. Íslenskt fyrir Íslendinga takk, ef ekki með góðu, þá illu. Það er hinn sanni Framsóknarafdalahofmóður.

Þarf nauðsynlega 2 ráðherra núna í það verk sem einn vann áður? Hvað kostar svo 1 auka ráðherra með aðstoðarliði og öllu á ársgrundvelli? Hvað þurfti að svipta marga atvinnuleysingja bótum sínum núna um áramótin til að fá upp í þann kostnað?


mbl.is Sigrún er formlega ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega Jóhann Axel - sem og aðrir gestir þínir !

Nákvæmlega: og einna mestu skíthauga hopparar landsins, síðan gömlu innlendu klíkurnar sátu hér: á nýlendutímabilinu 1262/1264 - 1944,í skjóli Noregs- og Danakonunga þó ekki séu hinir flokka Andskotarnir geðslegri - heldur.

Með beztu kveðjum - sem þökkum,fyrir liðnu árin - öll /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 14:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Forneskjan" fer ekki eftir aldri þeirra, sem hægt er að nota þetta orð yfir. Því miður eru margir af yngstu ráðamönnum landsins meðal þeirra forneskjulegustu í hugsun eins og ekkert hafi breyst í 50 ár. 

Ómar Ragnarsson, 31.12.2014 kl. 14:51

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er sem sagt enginn munur á kjörnum fulltrúum almennings og ríkismöððudýruum ? Er hægt að nöldra meira en þetta ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2014 kl. 14:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Sæll og blessaður æfinlega Óskar minn. Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2014 kl. 14:56

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hverju orði sannara Ómar. Ég var ekki að skýrskota til aldurs Sigrúnar heldur skoðana hennar, sem eru nokkuð forneskjulegar að mínu mati.Eflaust var þetta ekki nógu skýrt hjá mér.

Takk fyrir innlitið og athugasemdina. Gleðilegt nýtt ár!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2014 kl. 15:01

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú styður sem sagt stéttamun og misrétti P-C.s! Að mínu mati er það fráleitt að allir séu ekki undir sama hatt settir, almennt séð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2014 kl. 15:06

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það vita flestir - og er alþjóðlegt að stór munur er á þeim sem kjörninr eru af almenningi í kosningum til starfa heldur en þeim sem hafa ráðningasamning á markað - þó hjá ríkinu sé.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2014 kl. 15:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hafðu það þá þannig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2014 kl. 15:24

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég ætla ekki að hafa það þannig eftir einhverri ákvörðun minni þar um - heldur hefur það verið meðal þjóða þannig verulega lengi og án þess að ég ákvæði neitt um það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2014 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband