Illur bróðir er mörgum óvin verri

Kemur það einhverjum á óvart að Davíð Oddson segi í Reykjavíkurbréfi Moggans, það var ekki ég, ..ekki ég, ...ekki ég og afneiti þannig aðkomu sinni að gjaldþroti Seðlabankans og varpi ábyrgðinni á vin sinn og bandamann, sjálfum sér til bjargar? Nefndi ekki einhver skítlegt eðli?

Það hlýtur að vera almenn krafa að Seðlabankinn geri hreint fyrir sínum dyrum og stýrimenn þáverandi ríkisstjórnar, Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún, sömuleiðis. Fyrsta skrefið í þeirri hreingerningu hlýtur að vera að hinni undarlegu leynd sem hvílt hefur á símtali Geirs þáv. forsætisráðherra og Davíðs Oddsonar þáv. seðlabankastjóra, verði aflétt nú þegar.

Er Seðlabankinn ekki sjálfstæð stofnun? Eða er það þannig að Seðlabankastjóri framkvæmi athugasemdalaust fyrirmæli forsætisráðherra, sem berast honum símleiðis, að tæma sjóði bankans með jafn vafasömum hætti og þarna var gert? Er Davíð að segja það og fyrir hvað þáði hann þá sín ríflegu laun öll þessi ár sem hann var á spena bankans?


mbl.is Geir veitti Kaupþingi lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir sem kannast við skráðar yfirheyrslur, vita að Davíð var búinn að hafna Kaupþingskrimmum um lán og reka þá út! Þetta hefur víða komið fram! Sumum hentar bara ekki þessi staðreynd vegna annarlegs málflutnings, einkum þó  til að firra Samfó allri ábyrgð og koma henni á Davíð. Þess vegna er þrautalendingin að símtalið verði birt. Það sem er óþægilegt í simtalinu er sjálfsagt bara skammaræða Davíðs yfir Geir Samfó.

Öreigur (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 15:53

2 identicon

Samfylkingin lifir og nærist á að hata Davíð Oddson

því kætist Samfylkingin í hvert skipti sem Davíð tjáir sig

það þjappar hjörðin saman og jafnvel

Agli Helgasyni tekst að ná í smá athygli

með að rifja upp að hann hafi hitt og átt tal við Hannes Hólmstein fyrir 3 árum síðan!

Grímur (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 17:17

3 identicon

Þetta símtal er greinilega ekkert merkilegt. 

Ef svo væri þá væri það löngu orðið ljóst, svo margir hafa fengið að hlusta á það. Þeir hefðu víst örugglega uppljóstrað ef eitthvað misjafnt hefði átt sér stað. 

En Samfylkingin getur ekki verið stikkfrí, það er nokkuð ljóst. 

Við skulum samt ekki koma bankamálaráðherra þess tíma úr jafnvægi, það er sko bannað. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband