Annarra manna fé

Kristján Loftsson vill gjarnan fá fé lífeyrissjóđanna inn í sín fyrirtćki en vill ekki ađ sjóđirnir skipti sér af sínum fjárfestingum. Hann vill međ öđrum orđum fá annarra manna fé í sinn áhćtturekstur, til ráđstöfunar ađ eigin geđţótta.

Er líklegt ađ Kristján Loftsson fjárfesti fúlgur fjár í fyrirtćkjum og láti svo öđrum alfariđ, án eftirfylgni, um međferđ fjárins og ávöxtun? Held ekki.

Er eđlismunur á fjárfestingum lífeyrissjóđa og fjárfestingum Kristjáns Loftssonar? Af hverju ćttu lífeyrissjóđir ađ vera síđur áhugasamir um framgang sinna fjárfestinga en Kristján Loftsson?

Kristján nýtir sér ađ sjálfsögđu afl síns eignarhlutar í fyrirtćkjum til ađ hafa áhrif á stjórnun ţeirra og ekkert óeđlilegt viđ ţađ. Ţađ vćri óeđlilegt ef lífeyrissjóđirnir gerđu ţađ ekki ţađ sama.

Hún er alltof ríkjandi í ţjóđfélaginu sú undarlega hugsun ađ vanti einhverstađar áhćttufjármagn ţá eigi lífeyrissjóđir landsmanna skilyrđislaust ađ stökkva til og fjármagna hugmyndir misvitra ćvintýramanna.

Ţađ undarlega er ađ lífeyriseigendur sjálfir taka iđulega undir ţetta sjónarmiđ og gleyma ţví algerlega ađ lífeyrissjóđirnir eru ekkert annađ en sparifé ţeirra sjálfra. Sparifé, sem verđur ekki nýtt á ćvikvöldinu hafi ţví veriđ sóađ af Kristjáni Loftssyni eđa öđrum fjárfestatröllum.

Hugmynd Kristjáns er ađ sjálfsögđu sett fram á degi verkalýđsins - til hamingju međ daginn!


mbl.is Vill ađ lífeyrissjóđirnir skipti sér ekki af hlutafélögum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

ţetta er alveg rétt hjá Kristjáni, sjóđirnir eru komnir langt út fyrir upprunalegt verksviđ sitt, ađ tryggja mannsćmandi ćvikvöld fyrir sjóđsfélagana. Ţeir eru ađ leika eitthvađ ríki í ríkinu međ ţví ađ vera í lögguhlutverki á hlutafélagamarkađi, er ţađ ekki kaldhćđnislegt ţegar ţeir töpuđu um og yfir 500 millJARĐA í bankabólunni, einn gleymdi m.a.s. ađ endurheimta kröfu upp á 5 milljarđa. Er ekki best ađ Kristján og atvinnumenn sjái um rekstur ţessara fyrirtćkja og sjóđirnir snúi sér ađ sínum skjólstćđingum? 

ólafur (IP-tala skráđ) 1.5.2015 kl. 11:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ţetta er alveg út í hött hjá Kristjáni Loftssyni og ekki virđist Ólafur hafa mikla kunnáttu um eđli fyrirtćkja og hvađ eignarhlutur er, í ţađ minnsta ber ţessi athugasemd hans síđur en svo merki um ţađ.  Menn kaupa ekki hluti í fyrirtćki til ţess ađ hafa engin áhrif á ţau eđa rekstur ţeirra og ţađ sama hlýtur ađ eiga viđ um lífeyrissjóđina...........

Jóhann Elíasson, 1.5.2015 kl. 12:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţađ er ađ sjálfsögđu hluti af skyldum sjóđanna gagnvart sínum félögum ađ ávaxta fé ţeirra sem best. Fjárfesting í hlutafélögum hafa almennt gefiđ góđan arđ, ţó bakslög hafi vissulega orđiđ.

En ţú getur treyst ţví ólafur ađ dragi lífeyrissjóđirnir sig út úr fjárfestingum í atvinnulífinnu verđur "atvinnumađurinn" Kristján Loftsson fyrstur til ađ vćla yfir ţví.

Ertu međ ráđleggingar til sjóđanna hvert ţeir eigi ađ beina sínum fjárfestingum ólafur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 12:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvćmlega Jóhann!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 12:26

5 identicon

Ja ég nefni sem dćmi ađ ţađ vantar alltaf húsnćđi fyrir aldrađa, er ekki upplagt ađ gera eitthvađ í ţví? Ţađ eina sem sjóđsfélagar hafa fengiđ eru skerđingar á síđustu árum, vegna einmitt óstjórnar á sínu harđfengna fé í sjóđunum. Mér finnst líka ađ ţađ sé ekki gefiđ né liggi í augum uppi ađ lífeyrir eigi ađ flokka sem áhćttufé, hann á kannski ekkert heima á hlutabréfamarkađi. Svipađ og međ sparisjóđina, ţar voru sparisjóđamúrarnir felldir og menn vita hvernig fór eftir ţađ.

ólafur (IP-tala skráđ) 1.5.2015 kl. 12:35

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

ólafur ţarna kemur ţú akkúrat međ galna hugmynd um nýtingu á sjóđunum í eitthvađ annađ en ćtlađ hlutverk ţeirra, sem er ađ greiđa ţér og mér lífeyri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 13:03

7 identicon

međ fullri virđingu fyrir ţér axel, af hverju er hún galin?

sjóđurinn á hús ţar sem sjóđsfélagar geta veriđ síđustu árin. Er ţađ ekki mun skárra en ađ horfa upp á féđ brenna upp á hlutabréfabáli međ tilheyrandi skerđingum til sjóđsfélaga. Ţađ merkilega er ađ engin hefur beđist afsökunar á ţví eđa sćtt einhverri ábyrgđ 

ólafur (IP-tala skráđ) 1.5.2015 kl. 13:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţú fćrđ ekki greiddan lífeyri ólafur af fé sem bundiđ er í einhverju sem ekki gefur af sér arđ.

Auk ţess eru ţetta hlutverk ríkisins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 14:04

9 Smámynd: sleggjuhvellur

Ţvert á móti vill Kristján ađ lífeyrissjóđirnir selji sín bréf ef ţeir eru ósáttir.

Fyrir utan ţađ ađ lífeyrissjóđir hafa stórgrćtt á fjárfestingum í HB Granda sem hefur hćkkađ mest af öllum félögum síđasliđiđ ár.

Ţannig ađ ekkert ađ ţví sem ţú heldur fra í ţessari bloggfćrslu á viđ rök ađ stiđjast.

sleggjuhvellur, 1.5.2015 kl. 14:34

10 identicon

Ţegar lífeyrissjóđir kaupa hlutabréf í fyrirtćkjum eins og HB Granda ţá fá fyrirtćkin ekkert af kaupverđinu og ekki króna fer í rekstur nema um sé ađ rćđa hlutafjáraukningu. Venjulega er ţađ ekki fyrirtćkiđ sem selur bréfin heldur eigendurnir, ađrir hluthafar. Hluthafar eru áhugasamir um ađ lífeyrissjóđir og almenningur versli međ hlutina og hćkki verđ ţeirra. Verslun međ hlutabréf og verđ ţeirra hefur engin áhrif á rekstur fyrirtćkja. 

Lífeyrissjóđir eru stórir fjárfestar í mörgum fyrirtćkjum. Ţađ getur auđveldlega skapađ hagsmunaárekstur, valdiđ fyrirtćkjunum skađa og skert samkeppni. Lífeyrissjóđur sem á bćđi í Icelandair og WOW gćti freistast til ađ vera á móti ţví ađ WOW fćri inn á flugleiđir Icelandair. Gćtu reynt ađ hámarka eigin hagnađ á kostnađ hluthafa annars fyrirtćkisins. Skyldur sjóđanna gagnvart sínum félögum fara ekki endilega saman međ hagsmunum annarra hluthafa.

Davíđ12 (IP-tala skráđ) 1.5.2015 kl. 15:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband