Það sem þú vilt að aðrir gjöri....

sannleikurinn_og_lifi.jpgÞúsundir manna söfnuðust saman í Róm til þess að mótmæla nýju lagafrumvarpi sem mun veita samkynhneigðum rétt til sambúðar og ættleiðinga.

Hverjir voru það sem mótmæltu jafn  sjálfsögðum mannréttindum?

Voru það hinir þröngsýnu og afturhaldssömu fylgjendur íslam sem neita að aðlagast vestrænu samfélagi og gildum þess?

Nei aldeilis ekki, þetta voru innfæddir, "réttsýnir og sannkristnir", sem líta gjarnan á sig sem rjómann af söfnuði Guðs og handhafa sannleikans.

Þarna fundu hinir "sannkristnu" samhljóm með íslömsku afturhaldi.

Sama rassgatið raunar, þegar að er gáð.


mbl.is Mótmæltu réttindum samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju samkynhneigðir eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir.

Jóhann Elíasson, 31.1.2016 kl. 20:13

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gyðingdómur, kristni og íslam eru eingyðis- abrahamísk trúarbrögð. Allah þýðir Guð. Einhverra hluta vegna virðist þetta stundum gleymast. 

Segðu, Jóhann!

Wilhelm Emilsson, 2.2.2016 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband