Smjörklípa forsætisráðherrans

Það leit út fyrir um tíma að Sigmundur Davíð, forsætisráðherra lýðveldisins, ætlaði að láta til sín taka svo um munaði í byggingarmálum Landsspítalans. Beðið var eftir að hann fylgdi eftir hugmyndum sínum um breytta staðsetningu spítalans í ríkisstjórninni og á Alþingi í framhaldinu.

En núna er ljóst að háttvirtur forsætisráðherrann ætlaði sér aldrei að hreyfa við staðsetningu Landsspítalans. Tillanga hans var sett fram sem smjörklípa og með þann eina tilgang að skapa eins háværar deilur og úlfúð um byggingarmál Landsspítalans og róta upp eins miklu moldviðri og kostur væri.

Smjörklípunni var ætlað að draga sem mesta athygli frá skattaskjóls fjármálum eiginkonu hans og 500 milljóna kröfu hennar í þrotabú bankanna, sem Sigmundi var ljóst að væru um það bil að komast í hámæli.

Kröfur þessar, sem Sigmundur Davíð kallaði hrægammakröfur, og ólmaðist yfir á Alþingi og hann krafðist að upplýst yrði hverjir stæðu á bak við.

Nú er ljóst að Sigmundur vissi sjálfur meira um þau mál en aðrir þingmenn.


mbl.is Sagði Sigmund vera kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég var einmitt að hugsa þetta. Forsætisráðherrann var að blekkja enn einu sinni, með þessari innkomu varðandi Landspítalann. Hann var eingöngu að dreifa athygglinni frá sínum eigin málum.

Það er afar slæmt þegar góð mál eru notuð með þessum hætti.

Sveinn R. Pálsson, 16.3.2016 kl. 21:15

2 identicon

Smjörklípa eða ekki smjörklípa þá hefur verið sérkennilegt að fylgjast með því hversu margir virðast eiga þá ósk heitasta að Sigmundur Davíð taki sér alræðisvald. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 22:19

3 identicon

Sæll Axel.

Því miður er þetta venja allra stjórnmála manna, að búa til

til eithvað moldviðri um ekki neitt, þegar fela þarf eitthvað

sem ekki má líta dagsins ljós.

Gleymum ekki seinustu stjórn, þar sem allt átti að vera uppá

borðum og gagnsæi og gengsýni. Það var notað til að afla sér

atkvæða. Skömmu eftir að hafa fengið völdin, var búin til

100 ára regla, til að loka fyrir að almenningur hefði aðgengi

að þeim upplýsigum sem stjórnvöld eru að gera á hverjum tíma.

Stutt frá því að segja, að hver einasti þingmaður

samþykkti þessa óværu.

Sannast enn og einu sinni, að í enda dags, þá eru allir

þessir flokkar að vinna fyrir hagsmuni þeirra sem

styrkja þá og veita þeim nógu mikið fé til þess að vinna

ekki eftir þingmannaeiðnum. Eftir seinustu kosningar hefur

aldrei meira af nýju og ungu fólki komið inná þing.

Það tók bara örfá mánuði, að stilla þeim  í bekk, með

gömlu úreltu stjórnmálahugsunina, sem ávallt hefur ríkt

á þessu ömurlega Alþingi Íslendinga.

Svo ég víkji að aftur að þínum pistli. Þá er það

alveg ömurlegt að hugsa til þess, að forsætisráðherra

þessarar þjóðar, skuli reyna að réttlæta eignarhlut konu

sinnar, sem jafnframt er kröfuhafi í þessi slitabú,

sem eitthvað sem kemur honum bara ekkert við.

Gerir mannin algjörlega óhæfan, í hverju sem hann tekur

sig fyrir þegar kemur að þessum málum.

Svo einfalt er það.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.