Búið spil - úrslitin ráðin

Nú geta þeir fjölmörgu sem sjá sjálfa sig fyrir sér í húsbóndasætinu á Bessastöðum en hafa enn ekki boðið sig fram, gleymt þeim áformum. Þeir frambjóðendur sem þegar hafa stigið fram hljóta að sjá sína sæng uppreidda og draga sig í hlé.

Því mættur er til leiks sterkur frambjóðandi með sjálfan Guð almáttugan sem kosningastjóra.

Það segir sig sjálft að slíkt teymi er ósigrandi, sé eitthvað að marka þær sögur sem af kosningastjórnaum fara.

 


mbl.is Sótti svarið í Biblíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jamm þetta er búið spil fyrir hina. Þau geta bara haldið áfram að bora í nefið.  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.3.2016 kl. 22:13

2 identicon

Heldurðu að hann sé eins sterkur og Sigurður G. Guðjónsson?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.3.2016 kl. 00:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei sennilega er Guð ekki jafnoki Sigurðar G. Óvíst að jafnvel Guð hefði dugað Ólafi á sínum tíma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.3.2016 kl. 06:00

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Vonandi les Ástþór þetta.

Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 06:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki verður annað séð en Jón Valur Jensson lýsi yfir stuðningi við framboð Guðrúnar Margrétar - samkvæmt meðfylgjandi hlekk.

http://krist.blog.is/blog/krist/entry/2168719/

Full ástæða er fyrir framboðið að hafa af þessu áhyggjur. Það er deginum ljósara að það er mun betra upp á fylgið að gera að hafa Jón Val á móti sér en með.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.3.2016 kl. 17:27

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Vegir Guðs eru órannsakanlegir, Axel Jóhann :) 

Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband