Misheppnað valdarán

Bessastaðaför Sigmundar Davíðs lítur helst út fyrir að hafa verið tilraun, af hans hálfu, til valdaráns.

 


mbl.is Hugðist „vopnast“ fyrir framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allsendis óvíst að nokkur þerra forsetaframbjóðenda hefði haft hundsvit á því hvernig ætti að tækla svona heimsókn. Held að þeir hefðu þurft að gúggla "þingrof" og jafnvel ekki fattað hvað þarna stóð til. Sjálfsagt bara skrifað undir tillöguna eins og aular.

En ekki ÓRG. 

jon (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 21:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er einn frambjóðandi sem er alveg ljóst hvað hefði gert. Sturla Jónsson hefði á grundvelli 20. gr. stjórnarskrárinnar rekið ráðherrann og sennilega alla ríkisstjórnina líka, og skipað nýjan forsætisráðherra, sem væri viljugur til þess að gera tillögu um þingrof sem forsetinn myndi svo skrifa undir. Þetta er það sem ég held að Sturla hefði gert í svona tilviki ef hann væri forseti.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2016 kl. 21:54

3 Smámynd: Már Elíson

Sturla verður bara ekki forseti - Pólitíska nefið hans er ekki svona næmt.

Már Elíson, 5.4.2016 kl. 22:40

4 identicon

jamm og já. Og nú þegar ljóst er orðið að SDG sagði ekki af sér, þá er vitleysisgangurinn orðinn svo yfirgengilegur að ÓRG finnur sig knúinn til að boða framboð og þar með:

a) mynda kjölfestu og skapa ögn af tiltrú á opinbera stjórnsýslu.

b) fyrirbyggja að nokkur þeirra tólfmenninga sem staðið hafa fyrir vandræðalegum og kósí morgunverðarfundum að undanförnu og talað mikið um ekki neitt, verði forsetar. Guði sé lof. Og þetta segi ég þótt ég hafi aldrei kosið ÓRG. En hann vinnur sína vinnu með sóma, það má hann eiga. 

jon (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 23:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver forseti mótar embættið að sínum hætti Jon. Ólafur Ragnar hefði verið frekar litlaus, hefði hann aðeins fetað í spor forvera sinna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2016 kl. 06:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri skrautleg uppákoma Guðmundur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2016 kl. 06:16

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Jon, Sigmundur telur eðlilegt að segja erlendum fréttamönnum aðra sögu en Íslendingum. Hann reyndi það a.m.k. í viðtalinu kostulega.

Nú er hann ekki hættur, aðeins farin í stutt leyfi frá störfum. Svo hélt maður að þetta gæti ekki versnað.

S.D.G. getur bara versnað.

Ég yrði ekki hissa þó Ólafur hætti við að hætta. Hann gaf t.a.m., aðspurður í gær, afar loðið svar við þeirri spurningu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2016 kl. 06:24

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já valdaránið hjá LANDRÁÐAFYLKINGUNNI og öðrum í "Vinstri Hjörðinni" hefur EKKI gengið upp en þetta er ekki búið... cool

Jóhann Elíasson, 6.4.2016 kl. 06:58

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru ekki til töflur við þessari þráhyggju þinni Jóhann?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2016 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband