"Dokkimenntađ og grínlćtađ"

Ţegar ţetta er skrifađ er dagur íslenskrar tungu,  16. nóvember  2007 og  200 ára fćđingarafmćli Jónasar Hallgrímssonar. Í  fréttum RUV í morgun var sagt ađ í tilefni dagsins  muni  íslenska verđa  í hávegum höfđ. Ţađ hefur sem sagt veriđ tekin sú ákvörđun ađ í dag verđi töluđ íslenska í ríkisútvarpinu!  Gott og vel, hugsađi ég og ákvađ ađ leggja viđ hlustir.  Ekki fannst mér íslenskan vera í einhverjum hávegum, hvađ ţá höfđ ţar.  Ţađ er ljóst ađ sá málfarsráđunautur, sem tíđrćtt var um hér á árum áđur hefur annađ hvort veriđ látinn hverfa til annarra starfa eđa dáiđ drottni sínum og enginn ráđinn í hans stađ. Í ţađ minnsta virđist engin tilraun gerđ til málfarsbóta á RUV. Ţađ er umhugsunar atriđi hvađa  tungumál sumir ţáttastjórnendurnir tala. Ţó er ástandiđ á RUV til muna betra en á litlu stöđvunum mörgum hverjum. Ég myndi ekki treysta flestum sem ţar eru í loftinu til ađ skrifa fyrir mig jólakort, ţ.e.a.s ef ţađ ćtti ađ skiljast sem slíkt. Á degi íslenskrar tungu hefđi t.d. einhver hjá RUV átt ađ benda Óla Palla á ađ til er skínandi íslenskt orđ yfir „músík“ sem hann tönglast á í tíma og ótíma. Og orđiđ er tónlist.   

Ţađ er deginum ljósara ađ ţeir sem sinna ţví sem í dag  kallast „menning“  og annast framleiđslu hennar og matreiđslu ofan í okkur almenninginn,  eru skúrkar málsins.  Allt er „ameríkanserađ“ bćđi í orđi og verki . Ţađ er eins og menn haldi ađ ţeir verđi eitthvađ menningarlegri međ ţví ađ slá um sig međ slettum  og orđum sem almenningur skilur ekki. Og nú er toppurinn ađ  ţýđa íslensk orđtćki eđa máltćki yfir á ensku, og   „íslenska“  svo   ţýđinguna  aftur til baka, bćta viđ hana  greini eđa öđrum endingum sem hćfa málinu. Og útkoman er alltaf eitthvert orđskrípi sem á ađ dekka eitthvađ sem yfirleitt  eru til ađ jafnađi, 4 til 8 orđ,  yfir í íslensku. Ţađ er ekki spurningin,  spurningin er bara  ađ nota ţau.  Tökum t.d. enska orđiđ „tail“. Ţađ merkir nánast allt sem er aftast á  skepnu hvort sem hún syndir, flýgur eđa hleypur. 

Íslenskan er sem betur fer öllu nákvćmari. Í henni er gerđur greinarmunur á, hvert dýriđ er. Um leiđ og viđ heyrum orđiđ, vitum viđ um leiđ hvernig eđa hvađa dýr er um ađ rćđa.  Ţ.e.a.s. Sporđur, tagl, rófa, skott, dindill, stertur, hali, stýri,stél, o.s.f.v.  Ţetta er ekki tćmandi listi, ég man ekki fleiri orđ í bili en heyrt hef ég ađ til séu um 25 til 30 orđ í málinu fyrir ţetta eina  í ensku. Ţetta er ađeins eitt dćmi yfir glćsilega málauđgi íslenskrar tungu umfram  ţá ensku.  Vilja menn skipta?

MS hefur unniđ stórvirki í málefnum tungunnar. Í tilefni dagsins opnuđu ţeir stórkostlegan vef um Jónas Hallgrímsson.   jonas.ms.is -  Á mjólkurfernunum frá ţeim hefur  íslenskt mál leikiđ ađalhlutverkiđ.  Framsetningin hefur veriđ stórskemmtileg og  frćđandi og um leiđ lesandanum hvatning ađ taka sig saman í andlitinu, málfarslega séđ.  Ţeir eiga heiđur skiliđ og ţeirra framlag er lýsandi dćmi ţess hvernig fyrirtćki geta notađ hluta hagnađar síns til góđra verka. Ţ.e.a.s. ef eigendur ţeirra eru ekki of  uppteknir af „gróđa og grćđgi“.

Ég tók saman síđdegis ţćr slettur og ambögur sem ég heyrđi í stuttri hlustun á RUV í dag, á degi íslenskrar tungu , og setti saman úr ţeim ímyndađan texta. Vafalaust  gleymi ég einhverju en til viđbótar greip ég til tveggja eđa ţriggja  óorđa sem ég hef heyrt á síđustu dögum.

„Ég fékk brilljant  ídeu í dag. Ađ rćta um hvernig menn fökka Íslensku sproki međ slettum.  Ţegar ég hafđi rćterađ töluvert um sprokiđ,  ídeađi ég hvort ég ćtti ekki ađ meila ţetta til vinar míns og láta hann analísera og kvalítćta stöffiđ.  Ef hann bakk  dokkimenntađi og  fílađi stöffiđ  og grínlćtađi á ţađ, nítađi ég ekki annađ en másera smástund á kompjútinu til ađ klósera stöffinu. Ţannig má klósa á ađ máliđ verđi teilerađ.“Ţýđing óskast.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband