Myndir þú þora .............?

Mikið hefur verið ritað um mál Ólafs F. Magnússonar og veikindi hans frá því hann myndaði meirihlutann með Sjálfstæðismönnum. Mest hafa þó lætin orðið á blogg síðum þar sem menn hneykslast ógurlega á umfjöllun Spaugstofunnar á málinu. Spaugstofan fjallaði aðeins um fréttir liðinnar viku þar sem meint veikindi Ólafs spiluðu ekki svo lítið hlutverk.  Nefnt hefur verið að ekki hafi verið gantast með veikindi Davíðs og Halldórs á sínum tíma í Spaugstofunni. Það er rangt, það var gert. Menn hafa kannski gleymt því – einmitt vegna þess hve eðlilegt það var talið.

En nú þegar veikindin eru andlegs eðlis en ekki líkamleg þá má varla tala um, hvað þá gantast með þau - þau eru tabú.   Ég man þá tíma þegar fólk hvíslaðist á þegar einhver fékk krabba. Ekki mátti nefna það upphátt, það var eins og drýgður hefði verið glæpur. Nú gera menn góðlátlegt grín að þeim sjúkdómi, sem betur fer. Það er eins og umræðan um andlega sjúkdóma sé enn á því stigi sem krabbinn var forðum. Einmitt þegar ýmiskonar samtök hafa verið stofnuð til að draga umfjöllun um þessa sjúkdóma út úr þeim skuggasundum sem þau hafa verið í.

Talað er um fordóma í þessu sambandi. Orðið fordómar er einmitt notað í tíma og ótíma þegar á að drepa einhverri umræðu á dreif. Og dugir undarlega vel því fáir vilja láta bendla sig við fordóma til að vera ekki úthrópaðir sem slíkir. Einmitt þannig er verið gera ýmiskonar óeðli, eðlilegt og sé einhver á annarri skoðun og lætur hana í ljós er hann úthrópaður.

Mér en rétt sama hvort menn kalla mig fordómafullan en þegar kemur að fólki sem á við geðræn vandamál set ég stórt ? , hvort ég geti treyst því? Hvort ég geti átt allt mitt undir því? O.s.f.v.

Þegar einhver fótbrotnar, þá fara menn ekki bara eftir læknisvottorði til að vita að viðkomandi hafi náð sér, menn sjá það. Svo er um flesta líkamlega krankleika, það sést á líkamlegu atgerði hvort þeir hafa náð sér eða séu á góðri leið með það. Því ekki þannig háttað,  með andlega sjúkleika, því miður. Það þarf ekki endilega að sjást hvort þú ert með „fulle fem“ eða ekki. Menn fá kannski læknisvottorð um að vera í lagi. En þá þarf viðkomandi kannski að taka lyf að staðaldri um lengri eða skemmri tíma, kannski það sem hann á eftir ólifað. En ef viðkomandi hættir að taka lyfin, gildir vottorðið áfram? Og svo hafa læknisvottorð því miður ekki verið laus við að vera gölluð vara.

Það gerðist í Boeing 767  flugvél Air Canada, sem var á leið frá Toronto til London í liðinni viku, að aðstoðarflugmaðurinn fór að haga sér undarlegar og undarlegar og ákallaði að lokum Guð. Flugstjórinn varð að fá aðstoð flugþjóna til að fjarlægja manninn úr flugstjórnarklefanum. Það varð að járna hann við sæti í farþegaklefanum. Vélin varð að lenda á Shannon flugvelli á Írlandi, þar tóku nýir flugmenn við og luku fluginu. Flugmaðurinn var fluttur frá borði og komið undir læknishendur og fær vonandi meðferð við hæfi.

Nú er það spurningin, hvort þeir, sem hvað harðast hafa hneykslast á umfjölluninni um Ólaf F.M. og því meintu ranglæti sem hann var beittur og spurningunni hvort hann valdi embætti borgarstjóra, séu tilbúnir til þess að fara í flug með þessum flugmanni, þegar hann hefur fengið læknisvottorð um að hann geti flogið á ný?

Þeir sem segja já ættu að snúa sér að næsta spegli og skoða í sér tunguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

þú ert fordómafullur, kannski er Ólafur F heill heilsu í dag, þótt hann líti út eins og sjúklingur.  Kannski þarf hann bara að vera úti og fá hraustlegt útlit aftur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2008 kl. 02:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi er Ólafur heill heilsu. En ef hann væri flugmaðurinn myndir þú þora?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóna, ég leit á síðuna þína. Þar ertu með athugasemdir gagnvart nágrönnum, sem eru útlendingar og haga sér hreint ekki eins og þú ætlar þeim. Eru það ekki fordómar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2008 kl. 03:09

4 Smámynd: Beturvitringur

takk fyrir fróðlegan pistil. Mér sýnist nú samt að þú vitir ekki mjög mikið um þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma (guði sé lof, því þá hefurðu ekki orðið fyrir barðinu á þeim!) Fyrirgefðu mér ef ég hef rangt fyrir mér, enda sagði ég "sýnist".

Samlíkingin með flugmanninum og borgarstjóranum er skondin en dugar eiginlega ekki lengra. Hvað með "hinn" flugstjórann, var hann á geðlyfjum? Var hætta á að hann hætti á þeim? Yrði 300-400 manna hópdauðaslys ÓFM yrði skyndilega veikur.  Hvað með "hinn" flugmanninn, var hann með heilagúl sem gæti sprungið þá og þegar. Það dræpist kannski heldur ekki neinn, flugmenn eru ekki einir við stjórn í farþegaflugi.

Hvað vitum við svo sem um restina af stjórnarliðum borgar (sveitarfélaga) og ríkis. Eru þeir ekki allt eins meira og minna alkar og psychopathar? Hvað vitum við? Og hvernig getum við búið okkur undir hið óvænta? Útilokað.

Beturvitringur, 1.2.2008 kl. 03:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Beturvitringur,

Því miður er fyrsta fullyrðingin þín röng. Sú næsta á miklum misskilningi byggð þú hefur tekið samlíkinguna of bókstaflega eða ert á lyfjum eins og myndin af þér virist bera með sér.

Þarf slysið að teljast í mönnum. Er ekki nóg að það teljist í milljónum eða milljörðum? 

Þetta síðasta!   HallÓÓ!!!!!

Afhverju kemurðu ekki fram undir nafni og mynd?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2008 kl. 04:02

6 identicon

Sæll Axel.

Það er aldeilis að þér hefur aukizt víðsýni við að dvelja á erlendri grund síðustu vikurnar. Mér finnst nú samt, varla sambærilegt, vægt þunglyndi annarsvegar og hinsvegar  taugaáfall í háloftunum sem endaði  með ákalli til Drottins allsherjar.

Ég held nú að Ólafur geti nú alveg orðið ágætis borgarstjóri þunglyndisins vegna. Það er hinsvegar spurning með flugmanninn, hans starf er nú dálítið annars eðlis. Ég myndi nú samt fljúga með honum ef flugfélagið  treysti honum fyrir vélinni. Kíkti á tunguna  í mér og hún var bara flott.

Hins vegar var ég alinn upp við að gera ekki grín að öllum hlutum. Allt hefur sín takmörk og grínið líka. Það er hinsvegar misjafnt hvar menn setja þau mörk. 

Mér fannst Spaugstofan fara yfir mörkin  í umfjöllun sinni um veikindi Ólafs borgarstjóra.

Og þakka þér fyrir póstkortið Axel. Það var stórgott...bæði aftan og framan.

Kveðja,

Kári Lár. 

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:20

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Kári og takk fyrir innlitið.

Ég er alls ekki að gera lítið úr Ólafi. Og ég vona svo sannarlega hans vegna að hann klári sig að þessu. Sýn okkar á hlutina eru ætíð að breytast, málefni sem voru tabú þegar við vorum að alast upp og ekki  rædd nema í hvíslingum og þá oftar en ekki á neikvæðan hátt eru það ekki lengur, kannski vegna þess að einhverjir ruddu brautina og reyndu að sjá það spaugilega og jákvæða í stað þess að rýna á hina hliðina.  

Geðsjúkdómar og önnur andleg vandamál eru enn tabú, því verður að breyta. Það verður aðeins gert með umræðu. Því ekki að nota grín til að opna á þá umræðu? Það hjálpar engum að þurfa að vera í felum með sín vandamál af því að ekki megi ræða þau nema í reykfylltum bakherbergjum.

Því miður er enn svo til allt á huldu þegar kemur að andlegum sjúkdómum og þunglyndi og ekki ljóst hvar mörkin eru þar á milli, ef þau eru einhver. Þetta með flugmanninn er vissulega ýkt dæmi, en kannski var hann aðeins haldinn vægu þunglyndi, sem endaði svona. Spyr sá sem ekki veit. Við höfum allt of mörg dæmi þess að ástand manna og kvenna hafi verið, af læknum, metið sem vægt þunglyndi en endað með ósköpum, jafnvel sjálfsvígi. Ég sé ekkert „vægt“  við það, hvernig sem ég reyni.

Bestu kveðjur til frú Kristínar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.2.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband