Dópdómar og fangagæsla

Nú hefur verið kveðin upp dómur í Fáskrúðsfjarðar-dópmálinu. Þeir eru þungir að mati sakborninga, m.a. mun meintur forsprakki hafa fellt tár, að sögn Vísis.is, við uppkvaðningu dómsins. En að mínum dómi og  annarra, sem liðið hafa vítishvalir vegna gjörða þessara manna og þeirra líkra, er þessi dómur síst of harður.

Krókódílatár sakborninga í dómssal segja lítið móti öllum þeim tárum sem gerðir þeirra hefðu framkallað, hefði smyglið heppnast.

Þessir menn og þeirra líkir hafa með gjörðum og glæpum sínum sundrað fjölskyldum, banað fólki í blóma lífsins og stór aukið tíðni annarra glæpa sem eru óhjákvæmilega fylgifiskur fíkniefnaneyslu.

Ekki hefur enn sá dómur verið kveðinn upp á Íslandi í þessum málum að mínu mati, sem er of harður.  Og svo er það sem salt í sárin að þessir „fínu herrar“ afplána rétt  helming dómsins með reynslulausn og allri þeirri vitleysu.

Það er margra álit að í flestum málum séu einungis peðin tekin, en kóngarnir, sem umræðan segir velmektarmenn, sleppa.

Það vantar  í dóma hér á landi, eins og víða er erlendis, hvort reynslulausn komi til greina eða að menn skuli sitja af sér allan dóminn.

Samkvæmt Fréttablaðinu í dag eru það allt að 25% fanga á reynslulausn sem rjúfa hana og fara strax í sama farið. Ætla mætti að við rof á reynslulausn fari menn strax inn aftur en svo er því miður ekki. Það þarf að kveða aftur upp dóm! Og að honum gengnum fara menn aftur inn. Skrítið.

Fylgifiskur alls þessa eru svo handrukkarar. Þeir rukka, eins og nafnið bendir til, með handafli, ofbeldi, líkamsmeiðingum, eignaskemmdum o.s.f.v. Þeir sækja á skuldara og ef það dugir ekki þá ættingja. Og láti menn undan þá lýkur þessu aldrei. Skuldin virðist aldrei uppgreidd. 

Gefum skít í þetta lið!

--------

Annþór Kristján Karlsson Íslandsmethafi í hrottaskap handrukkara strauk í nótt af lögreglustöðinni við Hverfisgötu með því að brjóta öryggisgler í glugga og stökkva niður af annarri hæð. Annþór átti að mæta fyrir dómara í dag, því gæsluvarðhald hans rann út í dag. Lögreglan lýsir eftir Annþóri, hann er talinn hættulegur!  Klefi hans var víst opinn í nótt!.... Halló!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband