Stóra smjörklípan

Össur fór mikinn í bloggi sínu um Gísla Martein eins og frćgt er orđiđ. Vart hefur veriđ um annađ rćtt frá ţví bloggiđ birtist. Margir hafa orđiđ til ţess ađ gagnrýna bloggiđ og gert ţađ óvćgilega. Ekki ćtla ég ađ gera lítiđ úr ţeirri gagnrýni. Össur hefđi  átt ađ orđa sumt á annan hátt en hann gerđi.

En ţvílík himnasending fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstćđisflokksins. Ţeir hafa legiđ á bćn dögum saman um einhverja smjörklípu til ađ draga athyglina frá ţeirri krísu sem ţeir eru í. Og hér er hún komin, vel útilátin.

Ég efa ekki, ađ margir sjálfstćđismenn, sem hvađ harđast hafa gagnrýnt Össur fyrir skrifin, hafa veriđ međ krosslagđa fingur og hugsađ ţakklátir, takk Össur, takk.

Össur segir eitthvađ á ţá leiđ ađ tćpast eigi Gísli afturkvćmt pólitískt séđ. Ekki er óeđlilegt ađ Össur hafi einmitt međ bloggi sínu skapađ nćgjanlega vorkunn, og ţannig kippt Gísla Marteini aftur inn á pólitíska sviđiđ mitt og inn í biđstofuna ţar sem borgarstjóraefnin bíđa ţess óţreyjufull ađ Villi komi undan feldinum.

Ţannig séđ eru skrif Össurar pólitísk mistök.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband