Saltađur borgarstjórastóll

Ekkert lát er á vandrćđagangi borgarstjórnarflokks sjálfstćđisflokksins. Ţar ríkir upplausnar ástand  og ţar er hver höndin uppi á móti annarri. Í ţröngri stöđu leika ţeir hvern biđleikin af öđrum, sem ađeins eykur á vandrćđin.   Nú hefur náđst „sátt“  međ enn einum biđleiknum og hún er ţessi:

„Sáttin felst í ţví ađ taka ekki ákvörđun um ţađ ađ svo stöddu hver tekur viđ sćti borgarstjóra ađ ári heldur verđur haldiđ um ţađ sérstakt prófkjör innan borgarstjórnarflokksins. Jón Kristinn Snćhólm sem var ađstođarmađur Vilhjálms ţegar hann var borgarstjóri stakk upp á ađ ţessi leiđ yrđi farin í ţćttinum Hrafnaţing á sjónvarpsstöđinni ÍNN á fimmtudag. Reyndist hún vera sú eina sem allir borgarfulltrúar gátu sćst á sem og formađur og varaformađur flokksins.“

Ţetta er tekiđ af Vísi.is. Ţar segir jafnframt ađ ekki hafi náđst sátt um Hönnu Birnu sem leiđtoga ţví stuđningsmenn Villa vilja Gísla Martein. Nú stendur borgarstjórnarflokkurinn enn veikari en áđur. Samkvćmt hádegisfréttum ćtlar góđi gamli Villi ađ sitja áfram sem leiđtogi en ekki ađ taka viđ borgarstjórastólnum. 

Hafi hann ţegar ákveđiđ ţetta, af hverju er hann ţá ađ auka enn á vandrćđaganginn?  Getur ţađ veriđ ađ hann haldi enn í ţá von ađ verđa borgarstjóri, ţótt annađ sé látiđ í veđri vaka núna?

Ţađ sjá ţađ allir ađ ef einhver annar á í raun ađ verđa borgarstjóri, ţá er óskynsamlegt ef ekki beinlínis heimskulegt ađ velja hann ekki strax svo hann eđa hún geti byrjađ ađ byggja upp ímynd sína sem leiđtogi áđur en viđkomandi tekur viđ borgarstjóraembćttinu. Ţví ţá verđur einungis ár til kosninga og tíminn knappur til góđra verka.

Hverskonar hengilmćnuháttur er ţetta hjá Sjálfstćđisflokknum? Er forysta flokksins ónýt.  Í ţađ minnsta er hún til muna linari en í tíđ fyrri formanns. Var val Geirs í formannsembćttiđ kannski biđleikur, líkt og kjör Ţorsteins Pálssonar?  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband