Það er síminn til þín!

Ég hef verið að velta fyrir mér skynseminni í því að bæði Vodafone og Síminn auglýsa grimmt þessa dagana og fullyrða hvort um sig að þau hafi stærsta, besta og útbreiddasta GSM kerfið en með mismunandi orðavali og lagi. Svo er Hive á sveimi einhverstaðar þar á milli með auglýsingar sem ég efast um að standist skoðun.

Ef ég man rétt er það brot á lögum að ljúga í auglýsingum, fullyrða í efstastigi eða staðhæfa eitthvað sem ekki stenst.

Annað hvort stóra fyrirtækið segir ekki satt. Það er augljóst, og það brýtur því lögin. Þannig eiga menn ekki að bregðast við samkeppni.

Mér finnst þetta alvarlegt mál. Fullyrðingar beggja eru þannig að neytandinn hefur enga möguleika á að sannreyna þær. Það er ekki eins og um sé að ræða t.d. auglýst símtæki, eða verð á tiltekinni þjónustu  þar sem símnotandinn getur borið saman mismunandi tilboð.  

Eiga menn virkilega að meta það á grundvelli svona upplýsinga, „ég er betri, bestur, stærstur o.s.f.v.“  hvort þeir skipta um símafélag eða ekki?

Eykur þetta ekki kosnað, sem hækkar reikningana, sem ekki er svikist um að senda, skilmerkilega, með upplýsingum um hvað gerist ef ekki er greitt í tíma?

Ljótar sögur heyrast af landsbyggðinni af þjónustunni, þar sem samkeppni er lítil sem engin.

Af hverju heyrist ekkert frá samkeppnisráði?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.