Þegar barn gerir barni barn...

11 ára gamall drengur kvænist 10 ára frænku sinni í Sáddí Arabíu. Er hér ekki að fara fram barnaníð í boði foreldrana? Þegar hjónabandið verður innsiglað mun barnið reyna að gera hinu barninu barn með Guðs blessun.

Mohammed, væntanlegur brúðgumi er hinn ánægðasti. Segir þetta hjálpa sér með mámið. „Konan hans“ mun þá væntanlega læra fyrir hann heima, samkvæmt þarlenskum hugsunarhætti, svo hann geti notað tímann í annað.

Hvað ætla íslenskir fjölmenningarsiðaumvöndunarsinnar að gera þegar fólk af þessum uppruna vill taka upp á þessum fjára hér. Ætlar það að halda uppteknum hætti, hrópa á torgum og skrifa hverja vandlætingargreinina eftir aðra í blöð að breyta verði lögum til að brjóta ekki á trúar- og mannréttindum vesalings fólksins?

  


mbl.is 11 ára strákur kvæntist 10 ára frænku sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallast þetta ekki úrkynjun.?Er þetta ástæðan fyrir ofsanum þarna í púðurtunnunni í arabaheimum,fólk er alltof skylt.?

jensen (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Gulli litli

Barnid kenndi barni barn

barnalegt må kalla

ad barnid kenni barni barn

barnid barnar varla...............hmmmmm

Gulli litli, 18.3.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Góð grein Axel, ég er hjartanlega sammála þér.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.3.2008 kl. 23:13

4 identicon

Þegar ég les greinar eins og þetta er ég mjög þakklát fyrir að búa í USA en ekki á Íslandi akkurat núna. Þröngsýni og fordómar geta stundum verið ótrúlegir! Hér kynnist maður fólki hvaðanæva að úr heiminum og kemst að því að það eru allir eins inn við beinið. Vinir mínir frá Líbanon og Íran eru barasta ekkert öðru vísi en vinir mínir frá Evrópu, Mexíkó, USA og Kanada. Dæmið tekið í mogga greininni er auðvitað ekki eðlilegt, það er hins vegar tekið fram í greininni bæði að þetta náði í blöðin þar (og þykir þar að leiðandi mjög óeðlilegt, a.m.k. fréttnæmt) og að skólastjóranum þykir þetta óeðlilegt (sem er annað dæmið um að þetta er ekki normið þar á bæ). Ef úrkynjun er vandamálið þar, hvað með Ísland þá, síðast þegar ég vissi lifa nokkuð fleiri milljónir þar en hér.

Ásdís (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:25

5 identicon

Múslimar fóru líka fram á það í Svíþjóð, að Svíar breyttu sínum grundvallarlögum, þannig að maður sem kæmi frá múslima ríki hefði rétt á að berja konuna sína, ef að honum "samkvæmt trúnni " finndist hann þurfa þess við.. þar sem það þykir alveg sjálfsagt í þeirra trú.. þá fannst þeim alveg fáránlegt að þeir myndu ekki fá þetta í gegn.. þetta hlyti hver maður að sjá...   er það ekki smá sama saga hérna.. múslímum þykir það sjálfsagt að giftast svona ungum.. þannig að af hverju ekki að setja það í lög alls staðar.. þar sem það er þeirra stefna að færa sína trú yfir á alla aðra.. ??.. Sorry.. ég hef mína trú sem ég tel góða en ég hef enga þörf fyrir að þröngva henni yfir á einhvern annann...  Hef alltaf haft þá TRÚ að allir hafa rétt á sinni trú..  en i Guds namn.. leyfðu þá hinum að hafa sína trú.. ekki fordæma hana eða telja betri.. TRÚ er TRÚ.. og að lifa eftir góðum málefnum hlýtur að vera gott sama hver yfirsögnin er.. Takk fyrir mig 

ég (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:31

6 identicon

Bíddu, þýðir þetta þá að þú leggir ekki blessun þína yfir það að bráðum fjögurra ára sonur minn, giftist fimm ára systurdóttur minni?

Tjah, nú er ég aldeilis hlussa. 

Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 01:57

7 Smámynd: B Ewing

Vona samt að Ingibjörg sé frekar hlessa en hlussa.

B Ewing, 19.3.2008 kl. 14:32

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka öllum fyrir innlitið.

Jensen;  ég tel þá ekki úrkynjaða, einungis svona 5-6 öldum á eftir í hugsunsrhætti.

Gulli;  já barnalegt ekki satt.

Helga;  þakka þér fyrir undirtektirnar.

Ásdís; Ef þú ert að ásaka mig um rasisma þá vísa ég því á bug. Ekkert er fjarri mér. Ég bíð alla innflytjendur velkomna sem komnir eru til að gerast Íslendingar.

En það er ekki ásættanlegt að fólk flytji hingað með því hugarfari að samlagast ekki þjóðinni, læra ekki málið og komist upp með það í skjóli einhverrar fjölmenningarvitleysishugaróra. Hér býr aðeins ein þjóð, Íslendingar. Við erum fámenn þjóð og Íslensk gildi verða auðveldlega undir ef við höldum ekki vöku okkar. 

Ég; ?

Ingibjörg; Þessi spurning er ekki svaraverð hafi henni verið beint til mín.

B Ewing?; Tek undir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.3.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband