Hvenær er mynd af Múhameð mynd?

Snemma í dag skrifaði Hjörtur J. Guðmundsson ágæta grein á blogg sitt Hægrisveiflan þar sem hann reiknar með mótmælum múhameðstrúarmanna við myndbirtingum af Múhameð. Ég skrifaði athugasemd við þá grein  og birti hana hér sem sjálfsætt blogg. 

 

Trúarboðskapur getur aldrei náð út fyrir þann hóp sem aðhyllist viðkomandi trú. Ef allir ættu að taka tillit til allra, þá yrði heimurinn stjórnlaus hrærigrautur og enginn botnaði neitt í neinu. Íslam á víst að vera umburðarlynd trúarbrögð að sögn, allavega í orði. En á því  virðist verulegur skortur á borði, bæði heima og að heiman.

Auðvitað eiga menn að fara varlega í að gera grín eða hæðast að fólki. En þetta myndabull er svo vitlaust að engu tali tekur. Múhameðstrúarmenn segja Múhameð svo fallegan að það sé ekki í mannlegu valdi að teikna hann. Ekki dreg ég það í efa. En ef svo er, þá getur engin þessara mynda verið af honum! Af hverju kjósa þeir þá að sjá Múhameð þegar þeir horfa á þessar myndir? Það er stóra spurningin. Það skyldi þá aldrei vera að málið væri meira pólitískt en trúarlegt.

Íslam hefur í gegnum tíðina verið misnotað af ráðamönnum sumra íslamskra ríkja, sem nota trúna til að þjappa fólki  saman gegn ímynduðum óvini, sem á að hafa óvirt spámanninn eða Íslam. Þetta gera þeir til að beina athyglinni frá  eigin ódugnaði. Slæmum lífskjörum, skorti á félagslegum lausnum og jafnvel nær algerum skorti á mannréttindum og þá ekki hvað síst tjáningar- og  ritfrelsi.

Tjáningar-  og ritfrelsi eru hornsteinar vestræns lýðræðis og frelsi einstaklingsins. Ekki er hægt að veita neinn afslátt af þessu frelsi okkar. Ef stigið er hið minnsta skref til undanhalds „til að halda friðinn“ , eins og maður hefur heyrt örla á hjá fáeinum, þá er ósigurinn vís því þá verður gengið á lagið og stöðugt nýjar kröfur settar fram.

Ég hef ætíð boðið nýbúa velkomna til landsins, vilji þeir, og séu komnir til að, gerast Íslendingar og aðlagast samfélaginu. Þetta er Ísland, hér búa íslendingar, hér er töluð íslenska, hér gilda íslensk lög,  og hér hafa þegnarnir víðtækt frelsi til orðs og athafna. 

Margir nýbúar hafa ekki átt þessu að venjast í sínu fyrra landi og það kemur svolítið spánskt fyrir sjónir að þeir skuli nota nýfengið frelsið til að reyna að brjóta það niður. Ef þeir eru ekki sáttir við okkar fyrirkomulag og lífshætti þá eiga þeir að halda sig heima eða fara eitthvað annað þar sem þeim hugnast betur fyrirkomulagið. Hér á ég heima og ég tel ekki ásættanlegt að öll íslenska þjóðin breyti sér til að hugnast nýbúum sem ekki geta losað sig við vandamál sem þeir draga með sér að heiman.

Þetta fjölmenningarsamfélagskjaftæði er bull. Það er að sýna sig betur og betur að það gengur ekki upp annarstaðar. Ég sé engar forsendur að það geri það frekar hér, hvað sem góðum vilja líður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ég vil bara benda á að hjá okkur má teikna skopmyndir af hverju sem er... en hér má ekki brenna eða svifyrða þjóðfána... Múslímar ættu kannski að hugsa út það um leið og þeir brenna meðal annars danska þjóðfánann til mótmæla teikningunum. Bendi líka á að breskur barnakennari var rekinn fyrir að leyfa 6 ára börnum að skíra bangsa Múhameð. Hvað helvítis fýlupúki er þessi Múhameð, einhverjum þætti upphefð í því að börn skírðu í höfuðið á þeim..Það er búið að draga Jesú gamla sundur og saman í háði t.d. í lögum, sögum og kvikmyndum. Það sem ég er að segja er að þegar ég bý á Íslandi gilda íslensk lög. Ef ég byggi í Saudi Arabíu mætti ég ekki teikna Muhameð fýlupúka!

Gulli litli, 21.3.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli.

Hvernig ætlar þú að teikna Múhameð? Það er ekki á valdi dauðlegra manna að teikna þann háa herra. Með fullri virðingu.

Ég man ekki betur en að "mynd" hafi verið af M.. í mannkynsögunni sem ég las á sínum tíma. Ég beið ekki skaða af því og örugglega ekki M heldur.

Það verður gaman að sjá þá heiðra Íslenska fánann með því að brenna hann. Því samkvæmt lögum ber að brenna fánann, sé hann ekki frambærilegur lengur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Gulli litli

Það á auðvitað að brenna hann þegar hann er ónýtur, en ég held að það meigi ekki brenna hann til þess eins að vanvirða hann og þjóðina..Þeir brenndu danska fánann í beinni á sínum tíma til að lýsa skoðun sinni á teikningunum.. þá var talað um að teikna skopmynd í beinni af Múhameð til að lýsa andúð á fánabrunanum. En sem betur fer var það ekki gert...enginn veit hvar það hefði endað..En ég stend við það; ef hann þolir ekki að láta teikna sig þá er hann bara fýlupúki sem ég nenni ekki að tala við...

Gulli litli, 21.3.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sá myndirnar í sjónvarpinu þegar "danski fáninn" var brenndur. Þar var um að ræða mjög lélega heimagerða eftirlíkingu af danska fánanum að ræða. Nokkuð sem enginn sómakær Dani hefði látið sjá sig nálægt.

En fyrir þá sem því trúa, þá mun Alla og Múhameð útkljá málið þegar þeir, sem gert hafa á þeirra hlut, mæta á þeirra fund.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

P.S. Gulli.

Ég ætla í Kántríbæ eftir miðnætti. Janus kemur saman á ný og spilar. Ertu með?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Gulli litli

Jú audvitad er ég med en bara í huganum í tetta sinn...góda skemmtun..bid ad heilsa strákunum..

Gulli litli, 22.3.2008 kl. 10:08

7 identicon

Eins og við höfum talað um margt oft hérna heima, þá er ég mjög hlynnt innflytjendum sem slíkum, þótt ég sé ekki hlynnt frjálsu flæði af þeim.

En mér þykir samt sárt að sjá, hversu miklu mótafli innflytjendur mæta, þó sérstaklega þeir sem leggja sig hvað mest fram við að aðlagast íslensku samfélagi og læra okkar tungumál. Þótt margir vilja ekki viðurkenna það, þá ríkja miklir fordómar í okkar samfélagi, en oftast er því bara sópað undir teppið sem og öðru sem við skömmumst okkur fyrir.

En Íslendingar geta nú líka alveg kennt sér sjálfum um hve mörgum þeirra gengur illa að læra íslensku, því ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að fara á kaffihús með kunningjum og vinum og lenda á þjóni sem skilur ekki stakt orð í íslenskri tungu. Það er svosem í sjálfu sér ekki frásögu færandi, fólk verður auðvitað að vinna fyrir sér á meðan það er hérna þótt það sé enn að læra. En það sem mér blöskrar svona hressilega við er þegar ég sé sama þjóninn eftir fimm, sex, eða sjö mánuði og jafnvel ár, og viðkomandi talar ennþá enga íslensku.

Og það er kannski ekki vegna þess að viljinn sé ekki fyrir hendi, heldur er þessu fólki leyft að komast upp með það að tala ensku, eða annað tungumál sem er ríkjandi á hverjum stað fyrir sig. Ég veit það t.d. að ég ef flytti til annars lands, þá mundi ég að sjálfsögðu leggja það fyrir mig að læra tungumálið sem væri talað þar, en það myndi ganga miklu hægar fyrir sig ef ég fengi að tala ensku. Það kemst bara eitthvernveginn fyrr í vanann heldur en hitt.

Og þetta gerum við Íslendingar einmitt. Við erum alltof fljót til þess að skipta yfir á enskuna ef að manneskjan sem situr á móti okkur skilur ekki hvað við erum að segja. Í stað þess að sýna þolinmæði, hægja aðeins á okkur og nota frekar bæði tungumálin til útskýringar á máli okkar, þá er bara hraðað beint í bakkgírinn, og hann lóðsaður fastur.

Persónulega hef ég ekki lent í slæmri reynslu með innflytjendur. Tveir af fimm fyrrverandi atvinnuveitendum mínum eru aðfluttir hingað frá öðrum löndum og reyndust þeir báðir mér einstaklega vel. Annar þeira talaði meira að segja reiprennandi íslensku, kona hans og börn, bróðir hans og hans fjölskylda búa hér öll og tala öll íslensku, og pluma sig vel hérna.

Nota bene, þá er hann Múslími. ;)

En hann er líka einnig einn einlægasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst, og hægt var að ræða við hann um allt á milli himins og jarðar án þess að hann æsti sig eitthvað.

En þrátt fyrir mína reynslu, er þetta alveg rétt hjá þér.

Danir og Svíar eru báðir að koma illa útúr þessu sama dæmi og við erum að fleygja okkur útí.  Hef komist að því að íslenskir stjórnmálamenn eru ósyndir. Að því leytinu til að þeir henda sér út í djúpulaugina án þess að hafa með sér kút, og busla svoleiðis gjörsamlega eins og akfeitir hundar og rembast við að komast á bakkann aftur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilega páska Axel minn!Easter Basket

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.