Frábært!

Fyrsti þáttur úr nýrri Íslenskri 4 þátta glæpaseríu, Mannaveiðar, var sýndur á RUV í gærkveldi. Ef marka má þennan fyrsta þátt þá hefur vel tekist til. Áhugaverð saga, góð spennuuppbygging, góð persónusköpun og leikarar komast vel frá sínu. Ég bíð spenntur eftir næsta þætti.

Þetta sýnir að þetta er hægt á Íslandi. Vonandi er þetta bara smjörþefurinn af því sem koma skal hjá RUV sem hefur verið í sókn undanfarna mánuði, dagskrárlega séð, eftir margra ára hnignunarferil. Komnir eru til starfa hjá RUV ferskir stjórnendur með nýja hugsun.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjah ;) Það er aldrei að vita nema fólk fari einfaldlega að borga notendagjöldin viljugir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gera það ekki allir dansandi kátir?

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband