Hvenær er klám list og hvenær er list klám?

Nú verða boðnar upp nektarmyndir af Carla Bruni forsetafrú Frakklands hjá Christie´s í Apríl og búist er við að rúm 300 þúsund fáist fyrir myndirnar!

„Milena Sales, talsmaður Christie's, sagði að ekkert væri óeðlilegt við að selja nektarmyndir af núverandi forsetafrú. Um væri að ræða listaverk, smekklega nektarmynd sem tekin væri af þekktum og virtum listamanni“ 

Takk fyrir. Verðið er hátt því hér er víst um list að ræða. En öðru gilti ef þessar myndir væru teknar af einhverjum Jóni Jónssyni út í bæ. Þá væri ekki farið í neinar grafgötur með að þar væri á ferðinni hreinræktað klám.

Ekki þarf að kaupa þessar myndir af forsetafrú Frakklands til að sjá hvernig hún lítur út á Evuklæðunum einum. Nægir að fara á Google og slá inn nafnið hennar til fá upp tugi ef ekki hundruð  síðna sem bjóða upp á slíkar myndir af frúnni.  En þær myndir eru örugglega klám sem eiga ekkert skylt við list, það hljóta allir að sjá.


mbl.is Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni boðin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Ertu semsagt að segja að klám sé list, ef verðið er dýrt?

Berbrjósta á goldfinger er klám en berbrjósta á broadway er list.

Baldvin Mar Smárason, 25.3.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Baldvin.

Nei það er ég alls ekki að segja. "Þú misskilur mig rangt", eins og maðurinn sagði. Ég er með tilvitnun í talsmann Christie´s sem telur myndirnar list af því ljósmyndarinn er talinn merkilegur og verðleggur þær samkvæmt því.

Samskonar myndefni hefur verið iðulega verið úthrópað sem klám af því að það var ekki af réttum uppruna.

Að mínu mati er ekkert klámfengið við nakinn mannslíkama.

Kveðja og takk fyrir innlitið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2008 kl. 13:20

3 identicon

Jú, það er nú stóra spurningin.

Búin að hlusta á það núna í mörg ár, að konur úr vesturbænum eða harðkjarna öfgafeministar séu öskrandi hérna fram og til baka að ekki megi selja klámblöð í bókabúðum, og ekki leyfa nektardans, og ekki gera hitt og þetta.. Því þetta er klárlega niðrandi fyrir konur.

Persónulega finnst mér ekkert að nektarmyndum sem slíkum, mér finnst ekkert að klámi heldur. Í mínum huga er klám ekkert endilega ljótt orð yfir ljótan hlut. Heldur bara frekar eðlilegt orð sem gefur í skyn að í viðkomandi kvikmynd eða myndefni er sýnt bert hold og kannski stundaðar einhverjar athafnir sem yfirleitt sé ekki gert undir almanna augum.

Þetta er svona svipað og er að gerast í dag, að orðið "Erótík" er að fá á sig slæmar lýsingar. Það er verið að gera þetta að ljótu orði. Sjálfri finnst mér erótískar myndir, af fáklæddum eða jafnvel nöktum konum afskaplega fallegar og myndi flokka þetta undir list ef þetta er nógu vel gert. Enda er kvenmannslíkaminn voðalega fallegur, og ekki veit ég um neinn mann sem er mér ósammála þar.

Erótík fyrir mér myndi einfaldlega skilgreinast sem eitthvað fallegt og seðjandi. Í þeirri skilgreiningu gæti það orð fallið yfir fallega eyju í suðurhafi þessvegna.

Klám er ósköp einfalt. Þetta er í flestum tilfellum athafnir sem við stundum ÖLL á endanum, þótt allur pakkinn falli kannski ekki undir áhugasvið hjá mörgum. Bara í sumum tilfellum fær fólk borgað fyrir þetta, og finnst mér það gott og blessað.. Sé ekki að þetta sé niðrandi fyrir konur, né að það sé verið að beita þeim ofbeldir, því nokkrar af ríkustu konum í BNA urðu ríkar af því að leika í klámmyndum. Og að þeirra eigin sögn gerðu þær þetta því þær elskuðu sína vinnu. Og gera þetta meira að segja ennþá, ekki það að þær þurfi að framfleyta sér eitthvað frekar.

Franska þjóðin getur bara verið stolt af því að eiga svona fallega forsetafrú, þótt fæðingarbúningurinn komi sumum til að blöskra.

Get ekki séð að hún ætti neitt að skammast sín. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Inga og takk fyrir innlitið.

Ef fólk er í þessum bisnis af fúsum og frjálsum vilja tel ég ekkert athugavert við það. Ég er ekki að mæla mansali og þesskonar óþverra bót, síður en svo. Það er sennilega ekki til sú starfsemi sem einhverjir misnota ekki. Bann þvers og kruss í þessu kemur ekki í veg fyrir mansal. Eykur það að öllum líkindum því þá verður erfiðara að fylgjast með starfseminni.

Það er engin lausn á að banna alla skapaða hluti ef einhver misnotar þá. Á að banna bíla af því að einhverjir nota þá til að fremja glæpi? Að banna eitthvað færir starfsemina undir yfirborðið, þar taka glæpaklíkur við henni fegins hendi.

Bannárin í BNA t.d. stuðluðu ekki að bindindi eins og ætlanin var. Drykkjan og öll starfsemi henni tengd færðust undir yfirborðið, glæpagengi spruttu upp, framleiddu og seldu áfengi sem aldrei fyrr. Glæpatíðni stórjókst og BNA hafa í raun ekki enn bitið úr nálinni hvað áhrif bannáranna varðar.

En sumir sjá bara dauða og djöfulinn í hverju horni og eru raunar aldrei að leita að neinu öðru.

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2008 kl. 15:45

5 identicon

Ég skil ekki þann hugsanagang að fólk skuli beintengja klám við mansal. Rétt eins og þú, myndi ég aldrei mæla með mansali.

En staðreyndin er nú samt sú, að mansal viðgengst í flestum starfsstéttum. Hvort sem það er í þeim tilgangi að seðja löngun hjá hinum eða þessum, eða einfaldega bara til þess að þrífa skítinn undan einhverjum.

Kynlífsþrælkun er eitthvað sem ég myndi ekki óska neinum, ekki einu sinni versta óvini mínum. En þegar litið er yfir allan heiminn er fólk í kynlífsþrælkun í minnihluta ef litið er á heildina, hvað varðar aðra þrælkunarvinnu.

Ef fólk vill einbeita sér að réttindamálum og frelsa þá sem eru í ánauð, ætti fólk frekar að líta til allra barnanna sem eru hneppt í ánauð til að vinna skítavinnu og fá ekkert kaup fyrir. Held að eitthvað helvítis klámblað í blaðarekkanum í Mál og Menningu sé helst til smámunir ef litið er á heildina.

Og eins og þú komst inná, eru þessi boð og bönn. Hvað kemur mér það við þótt einhver stúlka sé að vinna á strippbar niður í bæ? Kannski er aumingja stúlkan bara að framfleyta sér eins og hún getur. Hef heyrt að þetta sé ágætur auka peningur og jafnvel aðal innkoma hjá stúlkum sem eru t.d. í námi, eða þurfa að framfleyta sér og ungum börnum sínum. Konur eru ekkert stoltar af þessu, en það er ekki þar með sagt að þær séu neyddar í þetta.

En það sem sumt fólk getur hreinlega ekki komið inní hausinn á sér, að þótt eitthvað sé bannað að þá fer eftirspurnin ekkert. Fólk hættir ekkert að hugsa um hluti þótt þeir séu teknir af matseðlinum. Ef búðin neðar í götunni á ekki til kók eða pakkasúpu sem mig langar í, þá hætti ég ekkert að hugsa um það. Ég rölti bara í næstu búð og kaupi það þar.

Ef erótískur dans, á nektarbúllum yrði bannaður með öllu og slíkur rekstur væri brottrækur í þessu þjóðfélagi, þá er það alveg pottþétt að einhver bölvaður hálfviti eigi eftir að flytja inn "ódýrt" vinnuafl og halda rekstri áfram á bakvið lokaðar dyr.

Konur hafa alveg verið fluttar inn og auglýstar sem vændiskonur hér á landi. Sumar konur eru jafnvel tíðir gestir hér til lands, auglýstar og seldar, og örugglega góður hluti af þeim er ekki að gera þetta viljandi. Sem staðfestir það bara, að þótt þetta verði bannað, þá heldur þetta samt áfram. Fer bara lengra undir yfirborðið. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband