Aukaverkanir lyfja

 lyf 001

Ţó ég neyti lyfja ađ stađaldri, hef ég lítiđ spáđ í lyfin, verkan og andverkan. Hef kosiđ ađ treysta lćknunum og geri enn. Ég var ađ byrja á nýju lyfi  í vikunni. Lyfinu fylgdu ýtarlegar upplýsingar, ég gluggađi í listann og kaflinn um aukaverkanir vakti athygli  mína. Um aukaverkanir segir ţar:

Algengar aukaverkanir:

Bólgnir ökklar, höfuđverkur, ógleđi, svimi, ţreyta, syfja, magaverkir, hjartsláttarónot  og rođi í andliti.

Sjaldgćfar aukaverkanir:

Skyndilegt međvitundarleysi, brjóstverkur, munnţurrkur, aukin svitamyndun, snertiskynsminnkun, breytt húđskyn, skjálfti, kraftleysi, bakverkir, slappleiki, verkir, ţyngdaraukning, lágţrýstingur, breyttar hćgđavenjur, meltingartruflanir, uppköst, getuleysi, svefnleysi, skapbreytingar,  vöđva- og liđverkir, vöđvakrampar, ćđaslit, andnauđ, nefkvef, hárlos, kláđi, útbrot, litabreytingar á húđ, tíđari ţvaglát, truflanir á ţvaglátum, nćturţvaglát, sjóntruflanir, eyrnasuđ, breytingar á bragđskyni.

Örfá tilvik:

Ofsakláđi, ţyngdartap, ofvöxtur í tannholdi, ćđabólga, brjóstastćkkun hjá körlum, hćkkađur blóđsykur, einkenni frá taugakerfi međ breytingum á tilfinningum og kraftleysi, hósti.

Í einstaka tilfellum hafa komiđ fram ađrar en ekki alvarlegar aukaverkanir!

Svo mörg voru ţau orđ.

Nú kynni einhver ađ spyrja hvort ţetta lyf geri meira gagn en ógagn. Spyr sá sem ekki veit. Ţađ vćri ţokkalegt ađ fá allan „pakkann“.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blandađu öllu saman í skál, og ţú ert kominn međ sjálfstćđismann á alţingi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráđ) 29.5.2008 kl. 21:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband