Kirkjulegt óeðli?

Ég er algerlega trúlaus maður og er því slétt sama hvað kirkjan gerir. Þó get ég ekki annað en velt fyrir mér áleitnum spurningum. Nú virðist sem kirkjunnar þjónar vilji fylgja tíðaranda og samþykja hjónaband einstaklinga af sama kyni þrátt fyrir að Biblían fordæmi slíkt.

Enda er þeim vafalaust ljóst að flest í þeirri góðu bók stenst ekki skoðun. Þannig að eitt frávik frá bókstafnum til viðbótar telst vart frágangssök.

Megum við kannski eiga von á því í framtíðinni þegar frjálslyndið hefur náð því stigi að það þyki ekki lengur óeðli að makast með dýrum að kirkjan leggi blessun sína yfir hjónaband manna og dýra og þá jafnvel dýrakynvilluhjónaband?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Hýrnar yfir kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Það er allt mögulegt í þeirri stöðu

Aðalbjörn Leifsson, 5.7.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Árni þór

Það eru alltaf að koma fram nýir og nýir þrýstihópar sem vilja fá samþykki frá fjöldanum, ekki kæmi mér ekkert slíkt á óvart.

Árni þór, 5.7.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Gulli litli

Í DK máttu hafa samfarir við dýr, það verða bara báðir aðilar að vera samþykkir....................

Gulli litli, 5.7.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka innlitið.

Aðalbjörn og "trú, von og kærleikur" ,  ég sé því miður ekki annað en að þetta sé þróunin.

Gulli, hvað með sönnunarþátt meints samþykkis?

Kristinn, þér finnst sem sagt ekkert eðlilegra en að riðlast á rassgatinu á næsta manni í boði Jesú Krists ?? Ekkert sjúkt við það? OK verði þér að góðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Ég vitna í Nýja Textamentið, og bið ykkur að lesa vel Bréf Páls Til Rómverja.(Þeir þekkru ekki Guð.) 

Sölvi Arnar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Asakið, þeir þekktu ekki Guð. á það að vera

Sölvi Arnar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sölvi geturðu ekki sagt það sem þér liggur á hjarta. Ég nenni ekki að lesa Biblíuna frekar en ræður Halldórs Ásgrímssonar. Innihaldið er álíka, ekkert!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2008 kl. 20:41

8 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Blessaður Axel. Eg er nú ekki að biðja þig að lesa Biblíunna,  en ef þú átt Nýja Textamentið. þá ert þú ekki nema mínútu að lesa þetta bréf.

Er aðeins að vitna í óeðli Karla og kvenna. 

Sölvi Arnar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 20:51

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Voðalegur kjánaskapur er þetta. Dýr er dýr, maður er maður, ekki fara að rugla þeim saman.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 21:19

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég segi nú bara eins og Egill Helgason hér um árið. Hvers eiga fjölkvænismenn að gjalda? Ef ekki á lengur að líta svo á að hjónaband sé bundið við einstaklinga af gagnkvæmu kyni hvað er þá í veginum fyrir því að hætta að líta svo á að það sé bundið við aðeins tvo einstaklinga? Ef allir eru sáttir við fyrirkomulagið hvers vegna mega þá ekki 3-4 eða fleiri einstaklingar ganga í hjónaband? Nú er ég svo sannarlega ekki talsmaður þess en fólk hlýtur að átta sig á að þetta gengur ekki upp.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.7.2008 kl. 09:48

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Sölvi,  ég leitaði en fann ekki ritið, hef sennilega hent því. Leita betur.

Jóhanna, það er ekki verið að rugla neinu saman. Aðeins verið að benda á tvennt sem til skamms tíma var hvoru tveggja talið óeðli, nú er annað orðið eðlilegra en allt eðlilegt, fylgir hitt á eftir? Það var nú spurningin.

Kristinn,  ég get verið sammála megninu af því sem þú segir. Vissulega er það ofbeldi af hálfu presta, reyndar allra sem, níðast á ungum drengjum, öllum börnum raunar. Ég hef hvergi haldið öðru fram.

Ekki tek ég undir það að samkynhneigð sé frábær, hún er eðli máls frávik frá normi Móður náttúru, einskonar fötlun, ef þannig mætti orða það. Sá sem fæðist handalaus er fatlaður, frávik frá norminu. Sá sem fæðist með kynþörf sem er frávik frá norminu er líka fatlaður, að mínu mati. Ég hef hvergi sagt  að úthýsa eigi fötluðum. Auðvitað eiga allir rétt til að lifa sem eðlilegustu lífi hvernig sem fötlun þeirra er háttað. En það verður aldrei hægt að segja að sá handalausi sé eðlilegur í jákvæðustu merkingu þess orðs.  Ég ber ekki hatur eða óvild í garð samkynhneigðra, síður en svo og þeir eiga að njóta allra mannréttinda eins og aðrir.

Ég skil ekki heldur hvers vegna samkynhneigðir sækja svo fast að fá blessun kirkjunnar. Ég er utan trúfélaga því boðskapur þeirra allra samrýmist ekki mínum hugmyndum. Í stað þess að segja mig úr þjóðkirkjunni af þeim sökum átti ég þá að krefjast þess að kirkjan breytti sér að mínum sérþörfum, rétt eins og samkynhneigðir eru að gera, til að rúmast innan hennar? Fráleitt nei. Þó ég sé ekki kirkjunnar maður Kristinn, þá get ég ekki tekið alfarið undir túlkun þína á henni en vissulega er hún meingölluð.

Og Kristinn, já restin af Grindavík er skárri, það er einmitt það sem gerir þetta að frábærum bæ.

Hjörtur, góður punktur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2008 kl. 11:30

12 identicon

Finnst engan veginn hægt að líkja sambandi tveggja fullorðinna einstaklinga, af hvoru kyninu sem þeir eru, við eitthvað eins og að makast með dýrum! Skil ekki af hverju fólki dettur það í hug þegar talað er um samkynhneigð hjónaband!!!! Biblían bannar nú líka skilnað... en giftir samt fólk í annað, þriðja... etc... sinn!

X (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:34

13 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Ekki falla í rennibrautarrökvilluna! Sjá Slippery slope: http://en.wikipedia.org/wiki/Slippery_slope

Kristján Hrannar Pálsson, 6.7.2008 kl. 13:37

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

X og Kristján takk fyrir innlitið.

X, ég er ekki að líkja þessum tveim "villum" saman. Spyr aðeins hvort ætla megi að dýravillan verði líka viðurkennd eins og hin, sem hið eðlilegasta af öllu eðlilegu. Það að vera "eðlilegur" er jafnvel ekki "inn" í dag eins og það er kallað.  Eins og einn af þekktari tónlistarmönnum landsins sagði "þá væri það svo æðislegt að vera hommi og komast yfir ferska rassa á hverjum degi að hann gæti ekki hugsað sér að vera ekki gay". !?

Kristján, ég get ekki annað en tekið athugasemd þína sem ádeilu á mig. Þó finnst mér hugmyndafræðin á bak við "rennibrautarrökvilluna" eiga betur við þá sem samþykkja athugasemdarlaust að kynvilla sé eðlileg því þeir þora kannski ekki að segja hug sinn af ótta við að verða úthrópaðir fordómafullir, haturshaugar, kallaðir asnar og skítablesar og þar fram eftir götunum. Og það jafnvel af mönnum sem skrifa á sitt blogg "JESS" með sex upphrópunarmerkjum til að fagna því að pólitískur andstæðingur í örðu landi hafi horfið yfir móðuna miklu.

Það eiga allir rétt á sínum skoðunum og líka því að vera ósammála öðrum. Sama hver sú skoðun er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2008 kl. 14:29

15 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Það á eki að vera að troða þessu óeðli inn í Kirkjur, Biblían mælir á móti því.

Það eru sumir sem þigjast þekkja Guð og Jesú, og finnst þetta allt í lagi.

Þetta með Presta  Munka og kaþólikka sem að hafa verið í borunni á ungum drengjum í nafni Jesús Krists.

Það eru drullusokkar og Falsspámenn, sem að þekkja ekki sinn Guð.

Og nota Trúnna sem skálkaskjól fyrir sín afbrygðilegheit.

Djöfullunn er víst lævís og lipur.

Sölvi Arnar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 14:59

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sölvi, takk fyrir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2008 kl. 15:15

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristinn, þú verður seint sagður rökfastur, slærð aðeins fyrir þig fordómafrasanum og snýrð öllu á haus. Þú ert greinilega haldinn röksemdar,- og skoðanakreppu.

Þú ættir að líta í eigin barm, maður sem fagnar andláti mans, fyrir þá sök eina að vera honum pólitískt ósammála,  hvaða orð á að nota um svoleiðis sjúkleika? En þetta er þín skoðun, þú hefur fullan rétt að hafa hana, eða var hún fengin að láni?

Varðandi þetta með Grindavík, þá hafa örugglega allir skilið sneiðina nema þú.

Þú gætir kannski vísað mér á sérfræðinga og geðlækna, líklegt má telja að þú þekkir þar nokkuð til.

Að lokum, megi allar góðar vættir svo og Tútti (guð Ástríks og Steinríks) hjálpa þér og varðveita þig og veita þér frið á sálinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2008 kl. 17:58

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Endir

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2008 kl. 18:25

19 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Ég skil ekki alveg svar þitt Axel. Það sem ég vildi benda á var sú rökvilla að segja "hvað næst?" við hvað sem er. "Banna reykingar á skemmtistöðum? Hvað næst - banna sterkt áfengi?".

Fyrir nokkrum tugum ára notaði kirkjan nákvæmlega sömu röksemdafærslur (þ.e. hefðarrök, sem gæti flokkast undir rökvillu) fyrir því að konur fengju ekki að vera prestar. "Hvað næst - geta þá bara allir orðið prestar?" var fullyrt út í bláinn - á mjög svipaðan hátt og þú gerir.

Kristján Hrannar Pálsson, 6.7.2008 kl. 18:49

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristján, ég ætlaði að enda þetta en mér finnst svar þitt jaðra við "stjórnleysi". Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara. Á ekkert að vera bannað, óheimilt, óleyfilegt o.s.f.v. af því einu að eitthvað liggur handan við línuna?

Á ekki að vera bannað að aka fullur af því að það má drekka vín? Á ekki að vera bannað að lemja konuna sína af því við höfum hnefa? Svona má spyrja eftir þessari hugmyndafræði sem þú vitnar í en hvers konar bölvað bull er þetta?

Ert þú ekki í mótsögn við sjálfan þig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2008 kl. 19:16

21 Smámynd: Egill

slaka ... slaaaaka ... slaaaaaaakaaaaa

og svo kyssa.

Egill, 6.7.2008 kl. 22:26

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

  







Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2008 kl. 23:26

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2008 kl. 09:52

24 identicon

Hahaha þú hefur svo innilega ekki fattað rennibrautarrökvilluna eins einföld og hún er... en já... annars ertu mjög fordómafullur og þröngsýnn.. leiðinlegt.

Blahh (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:23

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kann að vera rétt Blahh, ég get lifað við það. En ég kem með mína fordóma og þröngsýni undir nafni. Ég gæti ekki hins vegar ekki lifað við þann heigulshátt að blammera annað fólk undir dulnefni. Þú hefur kannski ekki áttað þig á trikki r-rökvillunar að hún rennur í báðar áttir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2008 kl. 11:04

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hallar þá ekki á hjá okkur félagi, hvað það varðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2008 kl. 12:07

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri nú synd að missa samband við svona mannvitsbrekku. Ég hugsa að ég yrði dapur við slíkan missi.

  
Ég hringdi í Kaupfélagsstjórann í Kolbeinsey og hann sagði mér að það væri pláss fyrir okkur báða, kemurðu með?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband