Er Þorgerður að koma eða fara?

Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á þankagangi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Í fréttum stöðvar 2 í gærkveldi sagði hún að halda yrði umræðunni um Evrópusambandsaðild vakandi. En ekki mætti blanda saman umsókn um aðild að Evrópusambandinu og því ástandi sem nú væri uppi í Íslenskum efnahagsmálum!!!

Halló,.......  snýst ekki hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu einmitt um efnahagsmál fyrst og fremst? Er þá óeðlilegt, þegar þrengir að hjá almenningi og aðild að Evrópusambandinu hefði hugsanlega grynnkað þá dýfu verulega að menn vilji ræða málið í ljósi þess? Svona málflutningur er eins og segja þyrstum manni að  hugsa um eitthvað annað en að svala þorstanum.

Umræðan um þessi mál er annars á undarlegu plani. Menn koma í fréttir til skiptis, andstæðingar og fylgjendur, bulla út í eitt, með eða á móti án þess að leggja fram neitt haldbært eða bitastætt. Enda höfum við ekkert pottþétt í höndunum hvað okkur stendur til boða með aðild.

Það fæst aðeins fram með aðildarumsókn, umræðum og samningum við sambandið. Þegar þeim verður lokið sjáum við hvað er á borðinu og þá fyrst og aðeins þá getum við tekið vitræna afstöðu hvort það henti okkur að ganga í Evrópusambandið eða ekki.

Þá kemur til kasta þjóðarinnar að segja já eða nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, nema hún verði af okkar frómu ráðamönnum, talin of heimsk til að taka vitræna ákvörðun í svona flóknu máli.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.