Helstefna Sjálfstæðisflokksins

 Ástæða óhappsins í Færeyjum kemur hreint ekki á óvart. Stofnun sem býr við langvarandi svelti í fjárveitingum hlýtur fyrr eða síðar að enda í svona uppákomu. Sem betur fer varð ekki manntjón í þessu óhappi en það er ekki þeim að þakka sem ábyrgð bera á ástandinu. Erlendis væru þegar komnar fréttir af afsögnum yfirmanna og toppa allt upp í Ráðherra. 

Hér á landi gerist sem betur fer ekkert slíkt. Hér axla menn ábyrgð með því að starfa áfram, því nú hafa þeir, lært af þessu og telja sig mun hæfari stjórnendur eftir en áður.

Þetta er afrakstur helstefnu Sjálfstæðisflokksins í fjárveitingum til ríkisstofnana. Markmiðið er að helsvelta stofnanir þangað til að þær geta ekki sinnt sínu hlutverki og þá verður laumað inn einkaframtakinu sem kemur eins og frelsandi engill og kippir öllu í liðinn og þá verður ekki legið á peningum þess opinbera.

LandhelgisgæslanÞetta var fyrsti bresturinn hjá Landhelgisgæslunni, sem þarf að taka skipin úr gæslu á miðunum og sigla til Færeyja til olíukaupa, því þannig má spara nokkrar krónur í rekstrinum. Ríkið verður af tekjum af olíunni og skipin eru ekki að sinna hlutverki sínu á meðan.

200px Landspitali logoLandspítalinn er að fara á hausinn. Skuldar birgjum milljarð sem hlaða á sig dráttarvöxtum og öðrum kostnaði. Ef hér væri um eitthvert annað fyrirtæki að ræða væru birgjar löngu búnir að loka fyrir viðskipti.

Sjálfstæðismenn hafa gumað að því að þeir séu hugmyndafræðilega allramanna bestir í fyrirtækjastjórn. Ríkissjóður standi vel og sé vel stjórnað. Er þetta sýnikennsla í þeim fræðum?

Svo tala þessir menn um að stofna her og bráðnauðsynlegt sé að Íslendingar sinni hernaðarverkefnum erlendis á vegum NATO. Þá virðist ekki skorta fé.  

rafbyssa 3Lögreglan, þarf að tala um hana. Þar hallar undan fæti jafnt og þétt. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru að taka til sinna ráða og fjármagna eigin löggæslu. Helstefnan hefur unnið verk sitt vel.Svo er talað um að leysa vandann með rafbyssum, sem yrðu undanfari '45 magnum. Dirty Harry mættur!

Áframhald á þessari braut mun valda frekari slysum, það er ekki spurning hvort, heldur hvenær og þá hve miklu manntjóni.

Að standa svona að verki óviljandi er í bestafalli heimskan ein en að gera það með fullri vitund og vilja er glæpsamlegt. Ég skrifa það aftur GLÆPSAMLEGT. Menn hafa verið tukthúsaðir fyrir minna.

Ekki á ég nú von á að Sjálfstæðisflokkurinn hysji upp um sig í þessu máli, það myndi skaða hugmyndafræðina. Mest er ég hissa á Samfylkingunni að bakka þessa glórulausu vitleysu  upp. Fólk þar á bæ þarf að taka sig saman í andlitinu og stoppa þessa helstefnu. Með stjórnarslitum ef ekki vill betur.  


mbl.is Öryggiskröfum ekki fylgt vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Axel Jóhann !

Þakka þér; þessa góðu grein. Nákvæmlega; eins og þú lýsir þessum flokks fjanda !

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Óskar.

Þakkir fyrir hlýjar kveðjur. Þessi Ríkisstjórn þarf að fara frá.  Það væri í raun ótrúlegt lán ef ástandið á sjúkrahúsunum er ekki þegar búið að valda manntjóni, þótt það fari ekki hátt.

Kveðja, Axel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.7.2008 kl. 22:55

3 identicon

Sæll Axel.

Við ættum kannski að fara að huga að pólitískum vistaskiptum.

Ég er reyndar löngu genginn úr  Sjálfstæðisfélaginu hér í Dalabyggð. Dreif í því þegar íhaldskurfarnir hér í sveitarstjórn meinuðu Guðrúnu Jónu um fundrhlé svo hún gæti sinnt sínum þvaglátum sómasamlega og áhyggjulaus um meðferð mála meðan á slernisferð stæði. Þessi furðulega uppákoma var jafnvel bókuð í fundargerð. 

Sé raunar engan pólitiskan samastað sem mér geðjast að. Kannski við ættum bara að stofna nýjan flokk.

Megi ríkisstjórnin fara til fjandans sem fyrst. 

Með kveðju,

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Kári og takk fyrir síðast.

Ég held að ég hafi verið búinn að segja þér að ég sagði mig úr Samfylkingunni daginn sem þessi ólukkans ríkisstjórn varð til.  Það er sárt að vera pólitískur einstæðingur en þó skömminni skárra en að setja nafn sitt við svona bastarð.

Tek undir þetta síðasta.

Kveðja, Axel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.7.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Axel og Kári.... eimitt þetta sem þarf....stærstu sigrarnir vinnast eimitt með því að segja sig úr flokkum og stofna nýja... eins og sagan sýnir

Jón Ingi Cæsarsson, 15.7.2008 kl. 11:21

6 identicon

Komið þið sælir !

Og geta þó verið sáttir; við eigin samvizku, ekki satt, Jón Ingi ?

Hversu margir; hafa selt sálu sína, sem samvizku alla, fyrir skitna Júdasar peninga, Jón minn ?

Með beztu kveðjum, sem oftar / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband