Ingibjörg Sólrún: Hvað sem þú gerir, ekki gera ekki neitt!

Nú er það ljóst að helsta vandamál Íslendinga fram að þessu hefur verið ofstjórn.  Það hefur sem sé komið á daginn að þegar „ Róm brennur“ þá er besta og eina lausnin að gera ekki neitt. Það staðhæfir Geir forsætisráðherra hið minnsta. Og ekki bullar hann.

Sú staðreynd að hér var allt í kaldakoli árum saman, verðbólga í hæstu hæðum og annað eftir því er sem sé vegna þess að stjórnvöld voru alltaf að reyna að gera eitthvað, bregðast við vandanum eins og það var yfirleitt kallað.

Ef menn hefðu fyrr uppgötvað að bregðast ekki við vandanum og brugðið fyrir sig „að gera ekki neitt“ aðferðinni hefði gullöld einkavinavæðingar, vaxtaokurs, hagsmunagæslu og sérhagsmuna  runnið upp mun fyrr og ríkir væru nú orðnir mun ríkari og við hin, fátækari en við þó erum í dag.

Nú hefur komið í ljós að „Eftirlaunalögin“ umdeildu sem Geir sagði í þinglok í vor, að unnið yrði að hörðum höndum, í þinghléinu í sumar, hefur verið sett í „ekki gera neitt ferlið“, þannig að ekki er þess langt að bíða að viðunandi lausn á því „detti af himnum ofan“ í hendur Ríkisstjórnarinnar, ef hún er þá ekki of upptekin við „að gera ekki neitt“ til að geta gripið lausnina.

En líklegasta skýringin er sú að málið sé af vilja dregið til að liðka fyrir því að 1. bankastjóri Seðlabankans, sem er orðin til óþurftar,  fáist til að víkja með góðu svo koma megi að vitrænum bankastjóra, sem ekki lætur stjórnast af heift og hatri.

Því leggur Ríkisstjórnin kapp á að gera ekki breytingu á þessum ólögum fyrr en hann hefur hafið töku lífeyris, því þá er ekki hægt að skerða greiðslur til hans afturvirkt.

Ég skil Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli en ég skil ekki „flokkinn minn“ Samfylkinguna að standa í þessu bulli og Ríkisstjórninni yfirhöfuð.

Ætlar Samfylkingin sér ekki framhaldslíf  eftir þessa Ríkisstjórn?  

Verður ferill þessarar Ríkisstjórnar grafskrift Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar?  

Ef svo færi yrði það mikil en einskis nýt fórn á altari Mammons.   


mbl.is Fagnar frumkvæði ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því færri ákvarðanir sem Ingibjörg Sórún heitir að koma í framkvæmd, þeim mun minna af þeim þarf hún að borða þegar til kastanna kemur. 

Árni Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri nú í lagi Árni (frændi!) ef hún þyrfti ekki að éta, fyrir næstu kosningar, æluna úr íhaldinu eins og hundarnir í lok veislu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.8.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Gulli litli

Ég er líka haldinn þessu "geraekkineitt" sindrómi....

Gulli litli, 9.8.2008 kl. 10:44

4 identicon

Árni það er undarlegur undirlægjuháttur að sleikja íhaldið alvega sama hvaða vitleysu þeir gera. Hvert óréttlætið á fætur öðru og atkvæðatryggir einstaklingar koma í röðum heil 40% þjóðarinnar og kyssa vöndinn. Jú ég er á móti kvótakerfinu segja þeir og jú ég var ekki hrifinn af því inst inni hvernig þeir komu bönkunum í hendurnar á örfáum útvöldum innmúrðum einstaklingum, og nei ég var heldur ekki hrifinn af því hvernig þeir skipta á milli sín eignum suður á Keflavíkurflugvelli, en samt ætla ég að kjósa þá, segja stoltar undirlægjur Sjálfstæðisflokksins. Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn, en þegar flokkurinn komst í fyrsta sæti yfir spillingarflokka á Íslandi þá hætti ég að kjósa þennan flokk. Ég myndi frekar láta slíta af mér handlegginn og flengja mig með honum en að kjósa íhaldið aftur. Þetta er flokkur sem aldrei tekur upp hanskann fyrir einstaklinginn eða einstaklingshyggju versus atvinnurekendann. Þetta er flokkur sem þykist vera fyrir einstaklingshyggju en er ekkert annað en sérhagsmunaflokkur fárra einstaklinga. Það er einnig aumkunarvert að sjá skósveinana koma í fjölmiðla og verja t.d. mannaráðningar Árna Matt vitandi betur. Eins og það viti ekki allir að þetta er spilling? Þetta gera skósveinarnir vegna þess að þeir vonast eftir að komast í hóp þessara einstaklinga sem flokkurinn er með sérhagsmunagæslu gagnvart. Skrýtið að fólk skuli ekki sjá þetta.

Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir góðar innsetningar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband