Af hverju er börnunum refsað?

Ekki ætla ég að mæla því bót að foreldrar bíti börnin sín, síður en svo.

Ekki kemur fram í fréttinni að móðirin hafi að öðru leyti komið illa fram við börnin. Verður því að ætla að svo hafi ekki verið.

En af hverju er börnunum refsað? Það hlýtur að vera hverju foreldri ljóst að fimm mánaða fjarvist frá móður sinni og vist hjá vandalausum er börnunum meira áfall og refsing en móðurinni.Hér hlýtur að hafa mátt beita annarri aðferð.


mbl.is Móðir dæmd fyrir að bíta son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Hvað með gömlu góðu rassskellinguna? Það virkaði þegar ég var lítill. En líklega má það ekki lengur.

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 16:25

2 identicon

Börn eiga sem sagt ekki að vera tekin frá barnaníðingum?

Kalli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli, hún er komin á bannlista, það má varla skamma eða hasta á barn.

Kalli, ekki tel ég að hún teljist til barnaníðinga þótt hún hafi bitið barnið. Ekki verður annað skilið af fréttinni en fóstur barnanna verði tímabundin og hún fái börnin aftur að refsingu lokinni. Og þá er spurningin hverjum var refsað harðast?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2008 kl. 16:36

4 identicon

Hvað þarf foreldri að bíta, berja eða "snerta viðkvæma staði" oft til að þau séu tekin af þeim? Ég tel að sá sem fær 5 mánaða dóm fyrir að meiða barn sé barnaníðingur. Afhverju var hún annars fangelsuð?

Kalli (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú lest það sem ég skrifa þá sérðu að ég er einmitt að undra mig á því af hverju hún var fangelsuð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband