Verði ljós!

jóla hvaðJólin eru hátíð  vináttu, gleði, kærleika og tákn sigurs ljóssins yfir myrkrinu, án tillits til trúar.

Þótt ljóst sé að erfiðleikar séu framundan í Íslensku efnahagslífi þá eru jólin innan seilingar og til marks um það er fyrsta jólaserían kominn í glugga í Grindavík.

Ég hef alltaf verið með síðustu mönnum að hengja upp jólaljós og verið gagnrýninn á jólaseríubráðlæti Íslendinga en nú ætla ég að breyta út af.

Mín ljós fara upp nú í vikunni, ekki endilega sem jólaljós heldur sem ljós vonar og vilja að við vinnum á þeim vandamálum sem að Íslandi steðja núna.

Við þurfum öll að hvetja og styrkja hvert annað, stöndum saman, drífum upp „jólaljósin“ og fyllum hjarta hvers annars gleði og von.

Íslandi allt. Verði ljós!

 
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Sniðug hugmynd

Guðný Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband