Er dánartilkynning Stoða forsenda þess að leitað verði til IMF?

Ríkisstjórnin segist sammála um að leita aðstoðar IMF, en dráttur á framkvæmd þess er óskiljanleg.

Þriggja vikna greiðslustöðvun Stoða rennur út í dag ef ég man rétt. Stoðir hafa óskað eftir því við Héraðsdóm að greiðslustöðvunin verði framlengd til 20. janúar n.k.  Stoðir voru handhafar 30% hlutafjár í Glitni.

Getur verið að Seðlabankinn tefji  umsóknina  til IMF í þeirri  von að greiðslustöðvun Stoða verði ekki framlengd. Lán frá IMF myndi létta á fjármálakreppunni og glufur gætu þá opnast fyrir Stoðir að bjarga sér frá þroti. Hefur yfirstjórn Seðlabankans misskilið hlutverk sitt illilega?

Mörgum kann að þykja þetta heldur langsótt, en hvað hefur ekki gengið á undanfarna daga.

Ekki er það allt fallegt.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér skilst nú reyndar að sérfræðingar IMF sem hafa verið hér undanfarna daga séu að skrifa greinargerð sem verður svo notuð við afgreiðslu mála okkar hjá sjóðnum.

Vonandi leysist þetrta allt farsællega, en auðvitað finnst manni lítið gerast.

Ég sé ekki tenginguna við Stoðir samt. 

Jón Halldór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, það hefur verið mál manna að upphafið á öllu fárinu sé aðför Seðlabankans að Glitni og þar hafi ráðið mestu um þá gjörð, hver var stærsti hluthafinn í bankanum í gegnum Stoðir. Hann hefur enn ekki verið knésettur og því er einkastríðinu ekki lokið.

Þjóðin liggur eftir særð og ósjálfbjarga á vígvellinum.

Fáir hafa sennilega lýst því jafn vel og Kjartan Gunnarsson í ræðu á fundi í Valhöll, hvaða afleiðingar gerðir DO hafði og hvaða mann hann hafði að geyma. Sjálfur tapaði Kjartan 2 milljörðum.

Kjartan bar síðan allt til baka, sagðist ekki hafa átt við DO, eftir að hafa fengið ádrepu frá þessum fyrri eðalvini. Eftir stendur að ekki hefur verið gefin skýring á við hvern annan hún passar persónulýsingin sem KG gaf í ræðunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband