Handþvotta víxill.

Sigmar Guðmundsson átti sína fínustu stund í Kastljósi þegar hann tók viðtal við Geir Haarde forsætisráðherra. Hann var ákveðin og þjarmaði að Geir á kurteisan og yfirvegaðan hátt. Forsætisráðherra varðist lengi vel en í restina var hann greinilega kominn út í horn og átti í vanda.

Bretar reyna hvað þeir geta að nýta sér vonlitla stöðu okkar og þröngva upp á okkur „Versalasamningum“, samningum sem þjóðin getur ekki staðið undir og verða einungis ávísun á meiri vandræði síðar.

Það verður ekki ef ég fengi að ráða þessu einn. Sagði Geir. Hann svaraði því ekki hvort það væru einhverjir í ríkisstjórninni tilbúnir að ganga að slíkum kostum.

Það hefur verið í umræðunni fram að þessu að menn verði látnir sæta ábyrgð gerða sinna í þessu máli öllu, það verði bara að bíða betri tíma. Í þessu viðtali fannst mér það blasa við að það er þegar hafið skipulegt undanhald frá þeirri ábyrgð.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið óslitið í ríkisstjórn síðan 1991 og haft allan tímann lykilráðuneyti efnahagsmála , forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið, ef frá er talið tæp tvö ár sem varið var í misheppnað forsætisráðherranámskeið Halldórs Ásgrímssonar.

Allan tímann var frjálshyggjustefnan rauði þráðurinn í stefnu allra ríkisstjórnanna.  Einkavæðing og útrás voru lausnirnar á öllum vandamálum og lykillinn að auðlegð allra landsmanna. Flokkurinn ber því höfuðábyrgð á því komið er ásamt þeim flokkum sem bakkað hafa upp stefnu hans.

Nú er handþvotturinn byrjaður, víxill sleginn fyrir sterkum hreinsiefnum sem beitt verður við handþvottinn og þjóðinni  síðan sendur víxillinn.

Ábekkingar á þessum óútfyllta víxli verða börn okkar, barnabörn og barnabörn. Ekki gott veganesti það.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel seljum alla erlendu bankana,Landsbankann,kaupþing,glitnir og eignir nema 900 milljarðar og skuldir bankana erlendis nema 12500 milljarðar upp í skuld og þá er málið dautt.Að vísu minnkar þjóðarframleiðslan enn samt nauðsynlegur fórnarkostnaður að fækka störf fyrir skuld.

Mac73 (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.