Býður Seðlabankaflokkurinn fram í næstu kosningum?

Þessi tilkynning  Seðlabanka sýnir svo ekki verður um villst að bankinn er á fullu í pólitík. Það er ekki , eða réttara sagt, var ekki hlutverk Seðlabankans  að taka þátt í pólitísku argaþrasi.

Er búið sé að skilgreina hlutverk hans upp á nýtt?  Hvar er rauða strikið? Er það alltaf einu feti fyrir framan Davíð, hversu langt sem hann gengur? Er Seðlabankinn að breytast í stjórnmálaflokk?

.

Að lokum, enga Breta hingað til landvarna, hvorki í desember eða síðar.

 
mbl.is Ákvæði um 18% stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski spurning þegar kjörnir fulltrúar eru farnir að ljúga uppá þig sakir til að fela eigin skít þá gaturðu ekki annað en svarað fyrir þig.

það er krafa okkar allra að komið sé upp um lygar stórnmálamanna, líka þeirra sem ekki eru í sjálfstæðisflokknum

Ingi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:17

2 identicon

Mér er brugðið að sjá það að aðilar innan ríkisstjórnar virðast ekki vita hvað standi í þessum samningi IMF og þar af leiðandi tel ég að það hefði átt að birta ALLANN samninginn í heild sinni annars er líklegt að fólk missi endanlegt traust á pólitíkusum. Það eru reyndar að koma í ljós allt of margir lausir endar úr öllum áttum og ég tel líklegt að við eigum eftir að sjá ástandið versna til muna vegna þess að menn eru ekki að setja allt upp á borðið.

En svo þarf að skipta um  áhöfn í seðlabankanum og ráða það óflokksbundna prófessora með PHD gráðu og gefa seðlabankanum vald til að bremsa banka og aðrar fjármálastofnanir. 

p.s. það eru ekki allir prófessorar með phd gráðu þó svo að að fólk haldi annað sbr. Sigurður Líndal er t.d. með MA gráðu og heiðursdoktor í þessum mánuði. 

Tómas V. Albertsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:20

3 identicon

Davíð the Dictator!!! Mér finnst öll atburðarrásin bara sýna fram á eitt. Davíð hegðar sér eins og Einræðisherra og ríkisstjórnin virðist dansa í leiðslu eftir hans skipunum og ákvörðunum og þjóðin horfir máttlaus á. Davíð er og hefur alltaf verið miskunnarlaus pólitíkus, og þegar hann fær hugmynd þá styrkja mótmæli almúganns hann eimitt til að framkvæma það sem hann einn vill. Samanber Ráðhúsið í tjörnina á sínum tíma! Hann bara heldur sínu striki í þrjósku, skítt með þjóðina og skinsama hugsun. Er ekki komið nóg???

ragga (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Seðlabankinn birtir einungis eina stutta setningu, eða brot setningu, úr samningnum. Það er ómögulegt að vita merkinguna nema sjá samhengið.

Ef svona tilkynning kæmi frá seðlabönkum erlendis væri bankastjóri þess banka með það sama kominn út á götu með skófar á rassgatinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"út á götu með skófar á rassgatinu"

Er það ekki bara orðið málið, að taka stígvélið á þetta?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband