Froðusnakkur

sigurður káriÞarna sýnir Sigurður Kári Kristjánsson hvaða erindi hann á þing. Niðurskurður ríkisútgjalda er það vitlausasta sem hægt er að gera í stöðunni.  Hallalaus rekstur ríkissjóðs er ekki valkostur í stöðunni.

Niðurskurður hefur bein áhrif til fækkunar starfa, sem aftur lækkar tekjur ríkisins og eykur útgjöld atvinnuleysistryggingarsjóðs. Hvernig á að mæta því, auka niðurskurðinn? Ástandið á vinnumarkaðnum verður nógu slæmt þó ríkið bæti ekki gráu ofaná svart.

Það verður að vera forgangsverkefni að tryggja atvinnu hvað sem það kostar. Atvinnulausir vonleysigreiða ekki afborganir eða skuldir. Fjöldaatvinnuleysi hefur skelfilegar og keðjuverkandi afleiðingar, sem seint verður  séð fyrir endann á. Vonleysi tekur völdin.

Nei, ríkið á að bæta í, auka framkvæmdir en breyta verður röðun verkefna. Fresta dýrum verkefnum t.d. jarðgangagerð en nota það fjármagn sem í þau verkefni voru ætluð í ódýrari og/eða mannfrekari verkefni til að skapa störf. Sem aftur skapa tekjur fyrir ríkið og minnka fjárútlát atvinnuleysistryggingarsjóðs.

Komi til þess, þá er hækkun skatta ásættanlegri leið en fjölgun atvinnulausra. Ég er viss um að jafnvel Sigurður Kári verður sammála því þegar hann fellur út af þingi í næstu kosningum og fær ekkert að gera.

Að lokum, enga Breta hingað til landvarna, hvorki í desember eða síðar.


mbl.is Niðurskurður en ekki skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já tökum bara landvarnirnar í okkar hendur, látum þá atvinnulausu sjá um landvarnir.

Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af

1) atvinnuleysi.

2) að tjallinn komi að passa okkur.

kveðja Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.10.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já atvinnulausum raðað í fjörurnar berjandi potta og pönnur, þá láta jafnvel grimmustu óvinir okkar hugfallast og hætta við öll landvinningaráform.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.