Að hafa skítlegt eðli.

Hjálparvörur fyrir stómaþega hafa verið gjaldfrjálsar í meira en áratug en það verð sem Tryggingastofnun greiðir hefur hinsvegar ekki hækkað í sex ár.

En nú bregður svo við vegna mikilla hækkana á vörunum að stómaþegar þurfa að borga stómavörurnar sjálfir þar sem greiðsla Tryggingastofnunar hrekkur ekki til.

Tryggingarstofnun og heilbrigðisráðuneytið hafa þegar afgreitt leiðréttingu á málinu en það strandar í fjármálaráðuneytinu sem hefur legið á málinu síðan í janúar s.l.

Jón Þorkelsson formaður Stómasamtakanna hefur bæði reynt að ná í fjármálaráðherra í síma og skrifa honum en ekki fengið nein svör!Árni matt

Eðli máls samkvæmt eru það helst öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem  aðallega nota þessar vörur, fólk sem sannarlega má ekki við aukaútgjöldum sem þessum.

Er þetta kannski forsmekkurinn, hverjum ríkisstjórnin ætlar að standa undir kreppunni?

Árni M. Mathiesen, kanntu að skammast þín eða ertu haldinn ........ eðli?

. 
mbl.is Eins og að rukka fyrir klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er ekki einsdæmi Axel og ekkert sérstaklega með Árna M að gera, við erum sjálf með tvö af okkar börnum í miklum tann og tannholdaaðgerðum - síðast var samið við tannsérfræðinga 1992 og gilti þá 70% reglan sem við reiknum með að sé í mestalagi 40% endurgreiðla í dag, þannig að að af meira en 6 milljón krona reikningum fáum við kanski 2,5 milljónir endurgreiddar semsagt þurfum sjálf að borga ca 3,5 milljónir - tek fram að þessu ferli er ekki lokið svo þetta er sú áætlun sem reiknað er út frá í dag.

Það er undarlegt hvað sumt er illa tryggt en annað vel tryggt td ef þú handleggstbrotnar þá kostar það nokkur þúsund krónur samtals en ef þú brýtur tönn þá getur það oltið á hærri upphæðum fár kanski ? - 300.000 krónu íslenkar.

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón, takk fyrir gott innlegg. Kannast við þetta vandamál. Tannlæknar eru með sína gjaldskrá, og Tryggingastofnun svo sína eigin og miklu lægri, sem hún notar til að "uppfylla" lagaskyldu sína.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það skritna er svo að okkur var boðið í fyrra að taka þátt i einvherskonar "happdrætti" eða útrdagi á vegum heilbrigðisráðuneytisins, það kom eftir skrif okkar til Heilbrigðisráðherra sem lét einvhern birokratann svara fyrir sig, en sá er nú hættur í dag og annar tekinn við blautur bakvið eyru - þar eru víst dregnir út einhver eða einhverjir sem fá á sig þungar greiðslur sökum ýmissa heilbrigðismála, kemur spánskt fyrir, en ok við létum sétja okkur þennan pott á síðasta ári og vorum ekki dreginn út og ætlum að reyna að komast í þennan óskapott aftur - en hugsaður þér, við með þetta heilbrigðistkerfi sem við státum okkur af þe sumir en samt ekkert að marka þetta ansk dót

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þett er svo sannarlega skílegt eðli. Legg til að sjálfsali verði settur á allar klósettdyr Alþingishússins. Fimm þúsund kall inn. Það myndi skila miklum tekjum sem duga fyrir stómaþega og rúmlega það því í þessu húsi eru allir með í maganum.

Haraldur Bjarnason, 25.11.2008 kl. 15:32

5 identicon

Þetta er Átni Matt og hans fólk. Heilbrigðisráðuneytið er "undirráðuneyti" fjármálaráðuneytis. Það er alveg sama hvað Guðlaugur og co segir Árnamenn ráða ferðinni og þvælast fyrir. Sá með budduna ræður=Árni budda.

NN (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:11

6 identicon

Hvernig væri að taka eitthvað af þessum 11 milljörðum sem fara af skattfé landsmanna til að styrkja bændur? Byltingu strax!

Boris (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heilsulottó? álltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

Ekki held ég að þingmenn myndu borga þann skítaskatt úr eigin vasa. Takk fyrir innlitið Haraldur.

Já Árni ræður þessu NN, takk fyrir innlitið.

Takk fyrir Boris. Hugsa að við eigum eftir að þakka fyrir það næstu mánuði og misseri að hafa tryggt að hér sé þróttmikil bændastétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband