Mannréttindabrot?

Hún jaðrar við mannréttindabrot sú skoðun og lúsaleit sem fer fram á öllu milli himins og jarðar hjá þeim pörum sem vilja ættleiða barn. 

Ekkert er látið óskoðað, fjármál, einkalíf, heimilishald, bara nefndu það. Stóð ábúðarfullra barnaverndarfulltrúa kemur á heimilið, kíkt er inn í skápa, ofaní skúffur, undir mottur, allt skoðað eins og tæknimenn lögreglu væru á ferð að rannsaka glæp. Kjörinn starfsvettvangur fyrir fólk haldið sjúklegri hnýsni og þörf á að sýna vald sitt.

Væru sömu kröfur gerðar til þeirra sem geta eignast börn hjálparlaust og þær alfarið gerðar að  forsendu fyrir barneignarleyfi dæi mannkynið út á næstu öld.

Það hefur verið fallegt og gallalaust heimili þessara hjóna, fjárhagur og annað í lagi fyrst ekkert fannst til synjunar annað en líkamsþungi eiginmannsins.

Ég er ekki að segja að ekki þurfi að kanna ákveðna hluti við ættleiðingu, en fyrr má nú rota en dauðrota.


mbl.is Of feitur til að ættleiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Quackmore

Þegar ættleiðingar eru hafðar í huga er ekki leitað að barni handa fjölskyldunni, heldur fjölskyldu handa barninu. Hagsmunir barnsins ganga því alltaf fyrir hagsmunum væntanlegra foreldra, og ef talið er að maðurinn sé lífshættulega feitur þá er það fyrirfram þekkt áhætta sem getur gengið beint á hagsmuni barnsins.

En auðvitað geta verið þarna, eins og annars staðar, aðilar sem misnota vald sitt (og fullnægja hnýsiþörf).

Quackmore, 12.1.2009 kl. 13:11

2 identicon

og hvað kemur þetta barninu mínu við?  (myndina á ég og hún er af barninu mínu...)

Ásdís Ýr (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásdís Ýr, ég fann myndina á netinu, hún vakti athyggli mína því þetta er afburða falleg mynd af myndarlegu barni. Ég biðst afsökunnar ef ég hef brotið á rétti þínum. Ég hef fjarlægt myndina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2009 kl. 14:42

4 identicon

Hahahaha ... talandi um lítið land :)

Axel (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Gulli litli

Þetta er álíka og að þú mættir ekki blogga af því þú ert of mikill krati!

Gulli litli, 12.1.2009 kl. 15:29

6 Smámynd: Einar Steinsson

Það má kannski minna á að svona mál hefur komið upp á Íslandi. Mig minnir að konan sem íslensk yfirvöld töldu of þunga hafi fengið ákvörðuninni hnekt með dómi.

Einar Steinsson, 12.1.2009 kl. 15:40

7 Smámynd: Quackmore

Ásdís, þú ættir að reyna að komast að því hvaðan myndin er tekin og kvarta til Mbl.is. Það er væntanlega hugverkastuldur ef þeir nota myndir annarra án þess að spyrja kóng eða prest.

Quackmore, 12.1.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: Quackmore

Afsakið, þarna var ég heldur sein. Var búin að skrifa athugasemd en stóð upp áður en ég ýtti á „senda“

Quackmore, 12.1.2009 kl. 15:57

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gulli, ég þekki fólk sem einmitt óskar þess.

Einar, þótt ég sé að blogga um frétt frá Englandi, þá er ég að lýsa Íslenskum veruleika, svona akkúrat er þetta hér á landi, nema ég veit ekki um þetta með aukakílóin.

Quackmore eða bra bra, auðvitað leitar Ásdís Ýr réttar síns, telji hún þess þörf. Ekkert við það að athuga. En það er óneytanlega skondið að sjá hana fá ráðleggingar um það frá aðila sem felur sig bakvið dulnefni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband